Þegar þetta mál kom upp fyrst
26.2.2008 | 14:12
í haust sem leið var mikil umræða um þessar aðfarir lögreglunnar um að beita valdi til að ná þvagsýni úr konunni. Ég veit eiginlega ekki alveg enn hvað mér finnst um það en um mig fer hreinn hrollur af tilhugsuninni að verið sé að troða þvaglegg í manneskju sem ekki er kyrr á meðan. Það skal vera vont.
Svo leit ég inn á Vísi rétt í þessu og þá fannst mér meira en nóg komið. Sjá link . Þeir birta MYND af konunni !!
=#/%/&)(#$&)(#/
Hversu langt á að ganga í að brjóta á þessari konu ?
Athugasemdir
Já þetta er ótrúlegt mál allt saman. Skyldi lögreglan hafa haldið henni á meðan þvagleggnum var troðið á sinn stað? Þvílík niðurlæging.
Sigrún Óskars, 26.2.2008 kl. 18:30
Hrikalegt mál sem ég hef sveiflast aðeins í skoðunn minni á. En hvernig getur vísir fengið það út að þónokkuð áfengismagn hafi verið í blóði konunnar þegar um er að ræða þvagprufu????
Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 19:18
Ef einhvern myndi þvinga mig á einhvern hátt og sérstaklega þarna niðri myndi ég klárlega kæra viðkomandi fyrir árás! Því að troða þvaglegg þarna upp í prívatið gegn vilja einhvers finnst mér klárlega árás og brotið á aðilanum. Lögreglurannsókn eða ekki.
Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 26.2.2008 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.