Ó ó mig auma

Ég held að ég hafi logið að alþjóð...shit    ég er auðvitað ekki svona stabíl kona. Ég keypti jú potta í gær í Ikea en þeim fylgdi panna og vegna þess að þeim fylgdi panna þá tók ég með heim svona plastspaða og dót til að skemma ekki nýju pönnuna..............stabíl hvað, það var ekki á innkaupalistanum    ég biðst afsökunar á að ljúga að alþjóð.

 

Ég er í smá klemmu hérna. Á borðinu er mótorhjól sem vill ekki saman með góðu móti. Sum stykkin leka í en önnur þarf að sannfæra. Þessi vandi skapast af lélegri framleiðslu umrædds púsls. Nú er kallinn minn hrokkinn í þrjóskugír og ætlar að klambra því saman á meðan mér er skapi næst að setja það í kassann og líma hann lokaðan svo ég opni hann ekki aftur. Hvað á ég að gera ?

A) Fjarlægja það meðan hann er í vinnunni og setja upp annað ?

B) Eða á ég að hafa það á borðinu fram að jólum ?

Ég hef verið að spökulera...í sambandi við bankalán og svoleiðis dót. Við erum náttlega með húsnæðislán og bílalán. Nú er hægt að gera allskyns hundakúnstir í netbönkunum en afhverju ætli sé ekki hægt að borga inn á höfuðstól lána í gegnum netbanka ? Það finnst mér nokkuð undarlegt mál. Ekki þýðir að segja mér að það sé ekki hægt, það er nefnilega allt hægt í þessu.

Ef maður skoðar til dæmis www.spara.is þá er aðalmálið þar að greiða lánin hraðar niður enda er ótrúlega há upphæð sem fer í vexti og verðtryggingu. Hver þúsundkall sem fer inn á lánið fyrr er í raun margfaldur þegar upp er staðið.

Hér með auglýsi ég eftir banka sem hefur rænu á að gera þetta....hóst....Glitnir....hóst.

Annars er allt í góðu. Við Björn erum heima og erum biluð bæði. Hvorugt okkar kemst inn á msn og við vitum ekki afhverju það er.

Það næst þó í mig í gegnum tölvupóst ef eitthvað sérstakt er.

Klús á línuna   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

heeh var þetta ekki alveg óvart að segja ekki alveg satt við alþjóð ?? eða svo bara hvít lígi...eigðu góðan dag Ragga kveðja til Bjössa og Steinars frá okkur hér...

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 26.2.2008 kl. 13:25

2 Smámynd: Ragnheiður

Þetta var alveg óvart...rölti bara fram í eldhús áðan og sá þetta plastdótarí...hrmf...

Kær kveðja til baka

Ragnheiður , 26.2.2008 kl. 13:27

3 Smámynd: Ragnheiður

Jú líklega er það rétt Jón Arnar

Ragnheiður , 26.2.2008 kl. 13:35

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hvað þó að fylgi með panna og plastspaði hjá stabílum konum, þakkaðu fyrir að fylgdi ekki með sófi, hillur og borð!!!

Í sambandi við púslið, verst að vera ekki í Rvík, þá myndi ég koma í heimsókn og redda þessu! ég var í afleysingum á dagvist aldraðra fyrir austan, þar sátu konurnar heilu dagana og púsluðu, þegar langur tími leið á milli afleysinga hjá mér þá tóku þær af mér loforð um að koma í heimsókn einu sinni í viku til að redda þeim með púslið þegar þær voru stopp, hef víst skrýtin augu

Huld S. Ringsted, 26.2.2008 kl. 14:10

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kisses

Kristín Katla Árnadóttir, 26.2.2008 kl. 14:24

6 identicon

Að ljúga að alþjóð um plastspaða er ekki alveg í lagi Ragga mín. En þér er fyrirgefið, hvernig áttir þú að muna eftir þessu smáræði eftir banatilræðið

Í sambandi við pússluspilið skaltu leyfa Steinari að reyna aðeins lengur,  hann lætur það örugglega hverfa fljótlega eða finnur alla leiðinlegu bútana. En bara í nokkra daga.

Það er örugglega ekki gott fyrir bankana ef við færum nú öll að borga  höfuðstólinn niður með hraði. Þeir græða ekkert á þeim möguleika

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband