Hentist í búðir í dag
25.2.2008 | 21:45
og það var nærri búið að keyra á okkur...það kom bíll út úr hliðargötu og hann stoppaði ekki. ,, hann keyrir á þig " sagði ég við Steinar. Nú , bíllinn hans megin ..ekki stóð til að einhver keyrði á mig sjálfa ? Hann leit á viðkomandi eða hvessti glyrnurnar á viðkomandi sem snarstoppaði. Ég meinaða...við vorum á stóra bílnum. Þetta er 8 farþega fólksvagen rúgbrauð, hver sér ekki svoleiðis bíl ? Næsti á eftir var löggan þannig að við hefðum verið með ágæt vitni.
Skrapp í Kauptún og í Byko þar í fyrsta sinn, fundum ekki neitt en gripum starfsmann sem sendi okkur í rétta átt. Fengum okkur perur og hypjuðum oss...þorðum ekki að kíkja á deild sem tilkynnti að þar væri hægt að gera bílskúra betri.
Skruppum svo í Ikea, vantaði beitta steikarhnífa, potta og lítill písk. Fundum þetta allt saman en slógum nýtt met. Við keyptum BARA þetta sem erindið fjallaði um og EKKERT annað. Hversu snjöll erum við ?
Á leiðinni í síðustu búðina þá var reynt að aka á okkur en við sluppum frá þessu banatilræði. (ehemm bílarnir á 20 km hraða) Stukkum í síðustu búð og heim. Gamli fór svo í kvöld í eitthvað bílabras með vini okkar og ég sit hér...horfi á sjónvarp með öðru auganu og tölvuna með hinu.
Þessi færsla er í boði gleraugnaverslunarinnar í Kringlunni.
Kveðja
Miss cross-eyed
Athugasemdir
Tek undir að Íslendingar séu barbarar í umferð. Eins gott að þið sluppuð. Ég lendi nú oftast í því í IKEA að hluturinn er í pöntun svo ég kaup alltaf eitthvað ódýrt sem ég þarf ekki. GN.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 22:01
IKEA er alveg eitthvað ekki af þessum heimi... ég þarf alltaf að fara tvisvar þegar ég fer þangað... fyrra skipitið til að komast að því að allt sem mig vantar er ekki til.. eða er með "kemur aftur eftir 14 daga" merki, og svo fer maður í annað skiptið með hernaðaráætlun um hvað maður geti notað í staðinn fyrir það sem er ekki til... þar sem ég hef enganvegin nægilega mikla þolinmæði til að bíða í 14 daga eftir einhverju sem mig langar að gera í gær... fyrir morgunkaffi
En Já, ég er sammála þeim sem rita fyrir ofan mig með umferðina hérna. Enda er ég að reyna að jafna mig eftir aftanákeyrslu, þar sem ég var númer 3 í röðinni á rauðu ljósi... hann, eins og allir sem keyra á mann sá mig ekki... á rauðu ljósi... ég hef eiginlega meiri áhyggjur ef hann sá ekki rauða ljósið
Signý, 25.2.2008 kl. 22:23
Úff, ekki gaman að þessari umferð. Knús frá mér
Bjarndís Helena Mitchell, 25.2.2008 kl. 22:44
Jahéna, rosalega er ég fegin að vera í Færeyjum, hér er sko enginn að stressa sig í umferðinni. Ofsalega gott að vera hérna. Ég gat ekki annað en hryllt mig við tilhugsunina um að vera í umferðinni á Íslandi.
Gott að það er allt í lagi með þig.
Knús fra Færeyjum.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 22:51
... ef maður fer út í búð og segir við sjálfan sig; ekki kaupa neitt sem þú þarft ekki... þá kæmi maður alltaf tómhendur heim... er það ekki?... svo það er kannski bara allt í lagi að kaupa einhverja vitleysu svona af til... er það ekki?
Brattur, 25.2.2008 kl. 22:54
Kurteisisskóli er eitthvað sem allir Íslendingar ættu að fara í.
Halla Rut , 26.2.2008 kl. 00:42
Það er sko rétt - hellingur af óþjóðalýð í umferðinni. Það eru svo margir sem hreinlega kunna ekki almenna kurteisi og mjög margir sem ættu hreinlega að fara í nokkra ökutíma í viðbót - ásamt nokkrum námskeiðum í "hvernigáaðhegðaséríumferðinni"...
Líka alltof margir sem keyra á vitlausum hraða á vitlausum akreinum - og stefnuljósanotkun er ekki beint uppá marga fiska.
Gott að lögreglan er þokkalega vel sjáanleg af og til - en mætti alveg vera meira á ferðinni á háannatímanum.
Tiger, 26.2.2008 kl. 01:48
Eins gott að það var ekki ekið á ykkur. "Stapil" bara keypt það sem vanntaði, hefði örugglega ekki farið eins fyrir mér, enda hef ég ekki komið í Ikea í mörg ár, en ég hef Húsasmiðjuna, en er svo heppin að það er aldrei neitt til þar, þeir senda aldrei neitt út á land.
Má til að segja þér brandara, fyrir mörgum árum síðan kom ég akandi eftir hafnargötunni í keflavík, kemur ekki einn á fullu mér á vinstri hönd, hann stoppaði ekki, hann keyrir á mig, reyndi að gefa í, en hann strauk stuðarann á aftan, þar sem nýbúið var að taka bílin í gegn eftir aftan á keyrslu varð ég vita, arfa vitlaus maðurinn kom að bílnum hjá mér og ég stóð út úr bílnum og gargaði á hann,aumingja maðurinn varð örugglega skíthræddur við gribbuna á sunnudagsmorgni með svaka rúllur í hárinu og það var engin sem lét í sig rúllur á þessum tíma, en ég var að fara að sýna föt á stórri sýningu á hótel Loftleiðum, og þess vegna var betra að grunna hárið með rúllum, en oft er ég búin að hugsa um þetta, ég veit ekki einu sinni hver þessi maður er. Bíllinn skemmdist ekki en ég var alla leiðina inn í Reykjavík að jafna migKveðja Milla.
ps. sammála ykkur um bílamenninguna á Íslandi. Hún er engin.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.2.2008 kl. 09:07
Mér leiðist svo að fara í þessa nýju Ikea verslun að það þarf virkilega eitthvað mikið að vanta svo ég fari þangað aftur.
Á eftir hins vegar að fara í nýju Bykóbúðina, er hún ekki risastór og þannig gerð að ekkert finnst þar?
Ég er mjög góð í umferðinni en það eru allir hinir sem þarf að vara sig á
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 11:11
Umferðarmenningin á Íslandi er ekki nógu góð, eiginlega bara frekar slæm. Þegar ég bjó í Bretlandi í eitt ár fyrir mikið löngu síðan sá ég mikinn mun, kurteisi og liðlegheit voru aðalsmerkin þarna úti. Hverju ætli sé um að kenna? Ekki ökukennurum, frekar þessu agaleysi og stressi í þjóðfélaginu.
Hef bara einu sinni farið í IKEA síðan búðin flutti upp í sveit. Algjör synd, eins og þetta er skemmtileg búð. Nú hentar staðsetningin engan veginn "sveitafólki", eins og mér, sem á ekki bíl. Spælandi.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.2.2008 kl. 11:44
Ég tek undir síðasta ræðumanni mér Finns að IKea ætti að vera í holtagörðum.Knús
Kristín Katla Árnadóttir, 26.2.2008 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.