Æj
25.2.2008 | 03:41
Hann var nú orðinn ansi gamall sá sem fékk heiðursverðlaunin á Óskarsverðlaunahátíðinni núna, hr Boyle, hann er 98 ára gamall blessaður. Hann fékk 2 glæsilegar leikkonur sér til stuðnings og það var sett auglýsingahlé meðan þeim gamla var fylgt burt af sviðinu.
Ég er nú alveg að springa á limminu við að horfa en ætla að reyna að sjá aðeins meira. Ég er að horfa á þetta í gegnum þýska sjónvarpsrás. Ég er ekki með stöð 2.
Þessi hérna var einn þeirra sem minnst var þegar farið var yfir þá sem látist hafa síðastliðið ár.
Hann lést í apríl 2007 þá orðinn níræður. Hann lék í mörgum myndum og þáttum en ég minnist hans helst úr húsinu á sléttunni. Það horfðum við mamma alltaf á saman, það var bara okkar thing...
Athugasemdir
Ég er enn vakandi yfir þessu, en er orðin rosalega syfjuð, ætla að pína mig til að bíða eftir besta leikara og leikkonu í aðalhlutverki og svo bestu bíómyndinni, vona að það fari að koma .
Ásdís Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 03:48
Ég er hérna ennþá, en alveg búin á því. Nú er komið að bestu myndinni, ég er spennt.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 04:45
Það er búið að vera að endursýna húsið á sléttunni, hérna hjá okkur núna. Vá. Í senn æðislegir, ömurlegir, hallærislegir og yndislegir.
Horfði alltaf á þá með gamla fólkinu þegar ég var á kvöldvöktum í fyrra og það fór einhver að væla yfir hverjum einasta þætti. Nema ég að sjálfsögðu, beit bara ógeðslega fast í neðri vörina.
Hulla Dan, 25.2.2008 kl. 05:32
Varstu að meina Oskarinn fattaði þetta ekki alveg, ég er ekki með stöð 2 og þannig að ég sé ekki neitt enda græt ég það nú ekki stórt.
Húsið á sléttunni það var nú viss grátsjarmi yfir þeim þáttum.
Kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.2.2008 kl. 11:45
hefði viljað horfa líka....en þurfti að sofa..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.2.2008 kl. 12:11
Ja Einar, ég veit það ekki. Kannski bara highlights eða eitthvað svoleiðis...þá helst á Star eða E!
Ragnheiður , 25.2.2008 kl. 14:05
Húsið á sléttunni. Sko, þegar ég var 14-15 ára var ég að vinna við bensínafgreiðslu eftir skóla ....... en ég fékk alltaf bróður minn til að leysa mig af í klukkutíma á sunnudögum svo ég gæti horft á Húsið á sléttunni. Var maður kjáni - og er kannski ennþá !!!
Anna Einarsdóttir, 25.2.2008 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.