Jæja
24.2.2008 | 20:03
Þá er ég búin að horfa á Laugardagslögin síðan í gær. Ég er alveg sátt við lagið sem vann en hélt mikið upp á lag Magnúsar Eiríkssonar enda sökker fyrir hans lögum. Nafna mín Gröndal er líka mikið uppáhald enda gerir hún alla hluti vel.
Hér var undirskriftasöfnun í hverfinu, ég búin að búa hérna svo stutt og mestan tímann úti á þekju botnaði ekki í neinu en skrifaði samt undir. Þar réði einfaldlega mestu að nágranninn minn hérna í bakhúsinu hafði gert það og ég ákvað að nota Sigrúnar heila. (nú fæ ég reikning) Hún skrifaði og þá skrifaði ég bara líka. Ætli ég megi svo ekki bara elta hana í næstu kosningum ?
Ég fékk engin blóm og ég var ekki hissa. Það er miklu nær að gefa mér eitthvað annað en blóm.
Hérna er góður gestur í heimsókn eða öllu heldur tveir, Hjalti og Aníta. Þau ákváðu að kíkja á gömlu í dag. Svo voru þau að skota myndirnar í myndavélinni minni og spurðu ; hver er þessi kona sem er með Hilmar ? Þá var það mamma gamla, máluð upp í topp á leið á árshátíð síðasta sunnudag hehe...þau þekktu mig ekki hehehe
enda ekki nema von, ég lít ekki út fyrir að vera ég sjálf.
Svo ein fíflamynd af Kelmundi knúsibollu
Hann var settur í peysu og varð háfættari en verðlaunagæðingur. Hann er svo þolinmóður við mann
Athugasemdir
Ég er sammála þér með lögin og hef sagt það hér á tveimur bloggum að lagið Hvað sástu í honum og svo lagið sem Ragnheiður söng svo fallega voru þau lög sem mér fannst best.
Ekki fékk ég blóm heldur. Sendi þér þesso
Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.2.2008 kl. 20:07
heyrðu ég sá ekki þessar fínu myndir rétt áðan og svo þegar ég sá að þú varst ennþá á listanum yfir nýjar færslur leit ég aftur inn. Gaman af myndunum.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.2.2008 kl. 20:16
Peysan fer Kelmundi alveg sérstaklega vel.
Þú mátt eiga mín blóm með mér.... fallegasti vöndur og alveg til skiptana.
Anna Einarsdóttir, 24.2.2008 kl. 20:23
Flottar myndir og þú glæsileg....
Til hamingju með konudaginn.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.2.2008 kl. 21:12
Ragnheiður mín, ég segi þér bara hvað við kjósum í næstu kosningum - he he.
Sætar myndir og Keli er auðvitað verðlaunagæðingur, ekki satt?
Sigrún Óskars, 24.2.2008 kl. 21:24
Kelmundur er nú frekar mæðulegur, eins og hann segi "geri ég ekki allt fyrir ykkur og svo hlæjið þið af mér " nei, hann veit að þið elskið hann í klessu. Sæt myndin af þér með Hilmar litla. Aljgör dúlla
Ásdís Sigurðardóttir, 24.2.2008 kl. 22:04
Æðisleg myndin af þér og Hilmar hehe hann Kelmundur er flottur í tauinu, pínu samt: Oh á nú að taka mynd af mér!!
Huld S. Ringsted, 24.2.2008 kl. 23:12
Fallegar myndirTil hamingju með daginn
Brynja skordal, 24.2.2008 kl. 23:26
Elskulegust. Þú ert bara stórglæsileg á myndinni og svo er Kelmundur Knúsibolla er virkilega virðulegur í peysunni - fór hann nokkuð á árshátíðina? Allavega hefði hann alveg getað það í svona fínni peysu sko.
Knús á þig.
Tiger, 25.2.2008 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.