Flughálka

myndaðist áðan og strákarnir í vinnunni sáu steinliggjandi staura um alla borg. Merkileg þessi staurakvikindi að geta ekki fært sig frá !

Það fór sem sagt allt á hvolf í umferðinni og ég vona að ekki hafi orðið teljandi slys á fólki. Á okkur bitnaði þetta eins og vant er, bílar lengur á leiðinni en fólk kýs.

Farið varlega, gangandi og akandi. Það er að vísu búið að salta eitthvað núna en það er sama , húsagötur geta verið hálar.

Góða nótt

Þessi pistill var í boði umferðarráðs...

svo einn gleðimoli í boði hans pabba. Ég hringdi í hann í kvöld, sá auglýst andlát manns úr fortíð okkar úr Krossamýri. Svo spjölluðum við um daginn og veginn og hann sagðist vera búinn að fá sér nuddbaðkar, verst væri að krafturinn væri svo mikill á því að við lægi að hann skutlaðist fyrir borð. Í allt kvöld hef ég semsagt séð hann fyrir mér, fljúgandi upp úr karinu hehehe


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Já, ég var einmitt að keyra heim áðan og það er fljúgandi hálka um allt, og eins og þú segir - sérstaklega í hliðargötum og inní hverfunum. Eins gott að fara varlega þegar svona kemur upp með engum fyrirvara.  

  hahaha ... Pabbi þinn virkar alger töffari - einmitt það sem ég ætla að gera þegar ég verð ... eh.. aðeins eldri - æðislegt nuddbaðkar eða pott - og það verður sko ekkert grænmeti í þeim potti.. only me - og kannski einn sveppur og hugsanlega lítil gulrót - æi - bara skella öllu út í og meika bara heljar tigercoppersúpu í boði bloggheima, allir velkomnir í pottinn!

    Over and out - í boði   !

Tiger, 23.2.2008 kl. 03:55

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm - flughált! Var að koma inn úr morgunflugtúrnum

hehehehe sé gamla manninn alveg fyrir mér...... 

Hrönn Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 08:07

3 identicon

Hundleiðinleg þessi hálka alltaf hreint.

Hehehe ég sé pabba þinn alveg fyrir mér fljúgangi úr baðkarinu

Bryndís R (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 08:28

4 Smámynd: Hugarfluga

Já, brjáluð hálka. Ég flaug á hausinn .. eða réttara sagt hnén í fyrradag og er með hrufluð og marin hné.

Vona að pabbi þinn óli sig niður í karið áður en hann setur nuddið á! haha 

Hugarfluga, 23.2.2008 kl. 11:33

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég sé pabba þinn í anda!! spurning hvort hann þurfi ekki öryggisbelti í baðkarið

Takk fyrir púsl linkinn

Huld S. Ringsted, 23.2.2008 kl. 11:52

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

He he prófaði svona baðkar í Finnlandi....varð að læsa fingurgómunum í baðkarsbrúnina til að haldast ofaní.....  svakalega skemmtilegt.

það keyra vonandi allir varlega í hálkunni.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.2.2008 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband