að fara bensínlaus í bólið

og vakna svo eins er ekkert skemmtilegt skal ég segja ykkur. Ég held að ég sé með einhvern orkusteliþjóf á öxlinni en ég er að vonast til að geta hrakið hann á brott þegar það hlýnar aðeins úti. Þá ætla ég að reyna að laga aðeins þrekið með að labba svolítið með voffana mína. Bara hænuskref í einu og sjá hvort það lagar ekki eitthvað ástand mála. Mér finnst takmarkað sport í að vera uppvakningur.

Ég pantaði mér púsl að utan um daginn og þau eru lögð af stað til Íslands. Úrvalið hérna hefur ekki verið neitt gott nema þá í búðinni hjá Magna á Skólavörðustígnum. Það verður gaman þegar þau koma en samt áreiðanlega vesen að ákveða á hverju skal byrja hehe.

Við kallinn eigum ekki eftir að hittast mikið þessa helgina, stefnir í mikla vinnutörn hjá báðum en sitthvorumegin á sólarhringnum. Hundarnir verða sáttir við það, þá þarf ekki mikið að passa húsið.

Enn er leitað að ferjuvélinni sem hrapaði í gær, undarlegt að tvær vélar farist með svo stuttu millibili og hæpið að nokkuð finnist af eða úr þeim. Eru yfirleitt veðurskilyrði hér við land að vetrarlagi þannig að óhætt sé að fljúga þessum litlu vélum ? Það er best að árétta það að ég hef ekki hundsvit á flugvélum, nota ekki slík farartæki sjálf. Hugur manns leitar samt óneitanlega til fjölskyldna mannanna tveggja sem hafa nú horfið í hafið við Ísland.

ég ætla að leita mér að smá orku..........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þegar púslin koma, þá byrjar þú á púslinu sem vekur þér mesta gleði að horfa á.... púslar það í skammdeginu.  

Nú sting ég upp á að þú klárir göngutúrinn, látir svo renna í heitt bað með freyði- eða olíuívafi, hafir róandi þægilega tónlist á spilaranum og endir svo á að dekra við sjálfa þig með því að leggjast upp í sófa með góða bók og eitthvað að narta í.  Heimilisverkin geturðu svo gert þegar þig langar til.... þau bíða víst alltaf eftir manni.  *dæs* 

Anna Einarsdóttir, 22.2.2008 kl. 14:12

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já, eru þínir líka í því að passa húsið....?

Mér finnst alveg spurning hvort það eigi að leyfa svona ferjuflug eða hvað þetta er nú kallað, þessar litlu flugvélar. Það er vitað að sá sem hrapaði í gær lenti í ísingu og það er ekkert grín.

Vona að þú finnir orkuna þína

Hrönn Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 14:19

3 Smámynd: Tiger

  Áfram stelpa. Blástu á orkupúkann á öxlinni og blástu til sóknar. Þú ert æðisleg - þú getur þetta - hopp hopp hopp - áfram nú stúlkukind!!!

Ahhh... alltaf svo gott að hvetja góðar sálir til góðra verka. Sæktu ljósið þitt og orkugjafa í það sem veitti þér ánægju og kraft áður en til orkuleysis kom.

Að lenda í hafinu er eitthvað sem ég myndi síst af öllu vilja lenda í, allt annað en ekki hafið.

  

Tiger, 22.2.2008 kl. 15:03

4 Smámynd: Ragnheiður

HAhaha alveg klikkaður broskall og nú skellihlæ ég að þessu og hundarnir horfa hissa á mig.

Ég held að ég geri þetta bara

Ragnheiður , 22.2.2008 kl. 15:12

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég fór  að ganga í hálftíma með Bjart litla og fékk smá orku nú er hann að leggja sig litli karlinn.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.2.2008 kl. 16:00

6 Smámynd: Ragnheiður

Já ég fór ekki út í dag með mína,þoli svo illa að verða kalt í beinunum. Hefði látið mig hafa það ef ég væri ekki að fara í vinnuna, þar er vont að sitja með æpandi beinin. Ég held mig við plan A...labba þegar hlýnar...

Ragnheiður , 22.2.2008 kl. 16:40

7 identicon

Líst vel á plan A hjá þér vegna þess að mitt plan er þannig líka .

En það er ekki gott að hafa orkuþjóf nálægt sér, mér dugar oft að segja nokkrum sinnum að ég loki á orkustreymið.

Sniðugt að panta sér púsl að utan. Þá er hægt að velja úr svo miklu.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 17:03

8 Smámynd: Brattur

... það er rosalega gott að labba... smá rölt úti undir beru lofti, tala nú ekki um þegar hlýnar... horfa á fuglana, náttúruna og draga að sé allt þetta súrefni... en bara hænufet í einu og svo aðeins lengra næsta dag... þá kemur orkan hægt og bítandi...

Brattur, 22.2.2008 kl. 18:05

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er líka með svona plan A, hef ekki haft afgangsorku síðan ég fór í borgina í gær, við verðum að byggja þetta upp í rólegheitum.  Ég vil láta banna ferjuflug hingað frá nóv. - mars. minnsta kosti, en ég er nú svo varkár alltaf. Hafðu það gott um helgina yndið mitt.

                              Heart Glasses

Ásdís Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 19:26

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég þyrfti að vera dugleg að fara út að labba með hunda (einn í einu), finn sjálf fyrir bensínleysi bæði að kvöldi og morgni þessar síðustu vikur.

Hvaðan pantarðu púsl? Eldri mín er forfallin púslaðdáandi og erfitt að er orðið að finna púsl fyrir hana hér. 

Huld S. Ringsted, 22.2.2008 kl. 23:35

11 identicon

Af því þú ert að tala um púsl - það er æðisleg spila og púslbúð á langholtsveginum http://www.spilavinir.is/ 

Púslarinn (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 13:02

12 Smámynd: Ragnheiður

Já takk

Ragnheiður , 23.2.2008 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband