maðurinn minn
20.2.2008 | 16:25
er að breytast í tölvugúrú. Hann var að bögglast með eitthvað í stóru tölvunni og fann ekkert. Þá hafði hann hlustað á Björn Ófeigsson í morgunútvarpinu og hann langaði að sjá síðuna hans. Við gamla settið hjálpuðumst við að finna þetta og mér fannst síðan svo merkileg að ég setti hana í hlekk hérna til hliðar. Hjartasjúkdómar eru alvarlegt heilbrigðisvandamál og oft þögull óvinur. Öll hljótum við að þekkja einhvern sem þjáðst hefur af þessum veikindum og þarna er ótrúlega margt sem fróðlegt er.
Hlekkjasíðan sem ég er með þarna til hliðar er fyrir þá vefi sem mér finnast athyglisverðir og líka ætla ég að setja þarna inn slóðir hjá þeim fyrirtækjum sem mér finnst ég fá góða þjónustu hjá. Hér snýst allt um jákvæðni. Fyrirtæki sem ég er ekki sátt við verða bara ekki nefnd á nafn hahaha....
Endilega kíkiði á hjartavefinn hjá Birni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.