Fór í uppréttingu í dag

Fór nefnilega að láta laga hárið og ég er ekki frá því að það hafi rést helling úr mér í leiðinni. Steinar sótti mig og var að hugsa um að keyra framhjá konunni á planinu. Svo glotti hann og stoppaði ; hvar eru krullurnar ?

Æj ég skildi þær eftir þarna sagði ég. Hvenær koma þær aftur ? spurði hann. Á morgun þegar ég er búin að sofa svaraði ég. Þá kom gullkorn dagsins ; það er ekki víst, þú fórst á nýja stofu og þær gætu verið lengur að rata heim !

Hann tók mynd af herlegheitunum.

100_1065

og framhliðin fyrir Ásdísi

100_1066Svo er það spurning dagsins

Hvað er konan með í

kvöldmat ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha gott gullkorn Og flott á þér hárið.

Bryndís R (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 17:53

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ekkert smá flott skvísa, en ég hefði viljað sjá framhliðina líka.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 18:13

3 Smámynd: Ragnheiður

Ok Ásdís....laga þetta til

Ragnheiður , 13.2.2008 kl. 18:17

4 identicon

Gellan  Rosa flott hárið. Mínar krullur eiga það líka til að verða eftir hér og þar..

Hjördís (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 18:20

5 Smámynd: Ragnheiður

Hjödda mín, þetta eru heldur ekki venjulega leiðinlegar krullur..ágætt að geyma þær útí bæ

Ragnheiður , 13.2.2008 kl. 18:21

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flott ertu!!

Mér sýnist þú ætla að elda grjúpán.......

Hrönn Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 18:33

7 Smámynd: Ragnheiður

Glögg ertu Hrönn, þau liggja þarna á borðinu hehe

Ragnheiður , 13.2.2008 kl. 18:36

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Í minni heimabyggð kallast maturinn bjúgu. 

Fín ertu. 

Anna Einarsdóttir, 13.2.2008 kl. 18:52

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Oooo það getur verið svo gott að gera eitthvað fyrir sjálfan sig....flott hár...mmmmm allt í einu langar mig í bjúgu

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.2.2008 kl. 19:06

10 Smámynd: Dísa Dóra

Flottar myndir af flottri konu

Dísa Dóra, 13.2.2008 kl. 19:53

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Pabbi sagði nú oft, ég keypti hrossadindla í matinn, og allir fengu
upp í háls, en á mínu heimili eru þetta kölluð bjúgu eins og hjá Önnu.
til hamingju með að hafa stækkað svolítið það gerir maður gjarnan er maður dúlla við sjálfan sig, og flott á þér hárið snúllan mín.
                                  Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.2.2008 kl. 20:29

12 Smámynd: Hugarfluga

Heyrðu, fyrirgefðu, en þetta er sko aldeilis málið, kona!!!! Þú yngist um 10 ár!! Glæsilegt!!

Hugarfluga, 13.2.2008 kl. 20:40

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bjúgu í matinn, frekar föl en bjúgu samt.

Þarna fuku 12 ár af kjéddlu, mikið rosa ertu flott kona.  Þvílíkt hvað litun og klipping geta gert fyrir mann.

Þú rúlar kona góð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.2.2008 kl. 20:41

14 identicon

Rosa flott á þér hárið gaman að láta slétta það svona ég er nefnilega með svoddan leiðinda krullur og slétti það oft æi eins og hárgreiðslu konan mín seigir þeir sem eru með slétt hár þrá krullur og svo öfugt

Brynja www.skordal.bloggar.is (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 21:14

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sperðlar í matinn nammi namm, flott myndin takk fyrir að gera þetta fyrir mig, þú ert unglegri núna heldur en þegar í hitti þig síðasta haust.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 21:54

16 Smámynd: Solla

Hehe snilld, ég hef lifað í bráðum að verða 25ár og þetta hef ég ekki séð áður. Mamma með slétt hár hehehehe þetta er rosalega flott

Solla, 13.2.2008 kl. 22:09

17 Smámynd: Sigrún Óskars

Þú ert flott. Ég gæfi margt fyrir krullur, er með slétt hár með stóru S-i.

Ragnheiður, þér er óhætt að stökkva yfir girðinguna (biður Kela að sýna þér hvernig) og fá þér kaffi og pú pú með mér. Er heima þegar litli bíllinn er heima. Sjáumst.

Sigrún Óskars, 13.2.2008 kl. 22:11

18 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe Solla góð...

Hef það í huga Sigrún mín, verst ef Keli sér mig stökkva yfir og hann má það ekki sjálfur. Gæti ég gefið þér krullurnar mínar þá fengirðu þær, ókeypis.

Ragnheiður , 13.2.2008 kl. 22:17

19 Smámynd: Huld S. Ringsted

Grjúpán?? þetta hef ég aldrei heyrt um bjúgu, bara sperðlar

Flott á þér hárið, algjör skvísa. Ég er mað straujað hár og gæfi mikið fyrir þó ekki væri nema smá liði

Huld S. Ringsted, 13.2.2008 kl. 22:54

20 Smámynd: Fjóla Æ.

Fín ertu um hárið kona. Vona að þú munir ekki eiga í erfiðleikum með að nefna þennan blessaða mat sem þú eldaðir, amk. ekki eins og ég um daginn

Fjóla Æ., 13.2.2008 kl. 23:06

21 Smámynd: Ragnheiður

Já það var rétt Fjóla...kallinn segir bjúgur...ég skamma hann og segi bjúgu. Hitt er leiðindafylgikvilli á meðgöngu og verður ekki hafður á matseðli hérna meðan ég er kokkurinn

Ragnheiður , 13.2.2008 kl. 23:08

22 identicon

Flott og skvísuleg, kvöldmatinn, bara eitthvað létt, fisk og kartöflur og gufusoðið brokkolí og smjög yfir  ... namm

Maddý (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 00:00

23 identicon

Það er eins gott að það séu til bæði sléttu og krullujárn til að þóknast okkur öllum. Annars er alltaf gott að hækka aðeins í loftinu, útsýnið er aðeins betra

Ætla ekki að segja hve langt er síðan ég hef fengið bjúgu og jafning. 

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 01:15

24 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Vá hvað er flott hárið og hvað það síkkar við að slétta það...ég hugsaði það sama og Solla þegar ég skoðaði myndirnar er nú búin að þekkja þig í nokkuð langan tíma og aldrey séð þig með slétt hár og það fer þér mjög vel.

Kveðja Heiður.

PS ég ætla að sýna auði og ath hvort þú ert bara ekki með svipaða sídd og hún...

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 14.2.2008 kl. 09:48

25 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Gella gella... bara flott hjá þér og flott á þér

Kristín Snorradóttir, 14.2.2008 kl. 09:48

26 Smámynd: Bryndís

Flott á þér hárið skvís   Ég fór einmitt og lét lýsa mitt á mánudaginn, ahh manni líður svo vel þegar það er búið að dúllast í hárinu á manni

Kveðja, ljóskan í Mosóbæ, hehe 

Bryndís, 14.2.2008 kl. 10:17

27 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 14.2.2008 kl. 10:53

28 identicon

Til lukku ljúfust, þú ert flott.

Ég er sammála kellonum hérna fyrir ofan mig, þú yngist um mörg ár við þetta.

Knús á þig...

Guðrún B. (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 11:29

29 Smámynd: Brynja skordal

Takk fyrir að vera bloggvinur

Brynja skordal, 14.2.2008 kl. 14:11

30 Smámynd: Fröken M

Flott

Fröken M, 14.2.2008 kl. 15:18

31 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Þú ert svaka fín og sæt eftir hársnyrtinguna  Ég eyði alltaf smá tíma af og til í að slétta á mér hárið,fór út í dag með alveg slétt hár,rigndi smá og nú lít ég út eins og ég hafi verið að koma úr permanetti  Þetta eru bersýnilega bjúgur þarna á borðinu  Ég vona að þér líði vel Ragga mín  

Katrín Ósk Adamsdóttir, 14.2.2008 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband