Undarlegt

ég er hérna en ég er gersamlega klumsa.

Mér finnst ég vera á gangi í æfintýraskógi, tunglsljósið glitrar á stíginn, greinar trjánna reyna að krækja í mig. Ég verst auðvitað fimlega.

Var ég búin að minnast á að ég er klumsa ?

Lappi fékk útbrot í gær.

Steinar sótti mig í vinnuna og þegar við komum heim þá var Lappi í forstofunni. Steinar hafði ekki náð að smella aftur búrinu hans. Lappi afar hróðugur. Við erum að spá í að hafa hann bara lausan heima. Hann gerir aldrei neitt af sér, annað en sumir aðrir (hóst Keli)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Útbrot

Hef ég sagt þér í dag að mér þykir þú skemmtileg?

Hrönn Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 10:08

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Útbrot ja hérna, er hann mjög þjáður???
Ég var eimmitt að segja við engilinn minn, er hann sagði við Neró kver er bestur, er hann ekki bestur? jú, en ef hann kynni að tala
þá væri hann óþolandi dekurrófa síheimtandi eins og ekta karlrembusvín sko Neró.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.2.2008 kl. 10:44

3 identicon

Nú er bleik brugðið, þú ert ekki vön að verða klumsa, kona góð ,hvað í ósköpunum var sett upp í þig.....

Hef ekki sagt þér nógu oft að ég dáist að þér.....

Halla Jökulsd. (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 10:51

4 Smámynd: Ragnheiður

Takk elskurnar.

Milla mín, hann braust út úr búrinu hehehe

Ragnheiður , 13.2.2008 kl. 11:19

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Bestu kveðjur til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.2.2008 kl. 11:49

6 Smámynd: Hugarfluga

Afhverju ertu klumsa? Spáðu í hvað þetta er krúttlegt orð? Klumsa. Svona Trínu Tröllastelpu-orð.

Hugarfluga, 13.2.2008 kl. 12:31

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tók mig smá að fatta þetta með útbrotið, hélt að ræfillinn væri með sár á hundakroppnum sínum.  Gott að þetta var bara svona út/innbrot. Hafðu það gott elskið mitt.   Get sagt þér að það var til bæjarnafn fyrir norðan í den og það var Tumsa, það finnst mér voða krúttlegt.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 14:15

8 identicon

Hí hí ... eg sá hann fyrir mér með exem, en svo fattaði ég að útbrot er auðvitað að hann braust út. 

Yfir hverju ertu svona klumsa elskan ?

Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 14:59

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég á líka lappa, hann er ædi ! hann er alltaf á vinnustofunni minni thegar hann er einn heima, og unir vel !

fallegan dag til thín

Bless

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 15:26

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er eins og fleiri hérna, hélt að hvutti væri með útbrot en fattaði svo "útbrotið" hahaha frekar slow stundum

En Ragga mín yfir hverju ertu klumsa??? 

Huld S. Ringsted, 13.2.2008 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband