Mikill fréttadagur að líða

Það var beðið eftir afsögn Villa en hún kom ekki.

112 dagurinn er í dag og það var rætt við BB, hann var í góðum gír og var skapi næst að stofna 112 línu fyrir pólitíkusa.

Hérna er ég þannig í sveit sett að ég heyri í þyrlum LHG. Það er greinilega fast orðið í hausnum á mér að heyri ég þyrlu fara þá setur að mér ugg. Það kom á daginn áðan. Nýkomin úr vinnunni og ég heyrði í þyrlunni. Ef eitthvað þá er ég heldur minni í mér gagnvart hörmungum og slysum. Kjarkurinn ekkert merkilegur.

Hvaða hús mynduð þið tilnefna sem ljótasta hús Reykjavíkurborgar ?

Mín tilnefning er hús Orkuveitunnar á Bæjarhálsi.

Ég er ekki viss um hvað ég ætti að segja ykkur meira...hálf hugmyndalaus enda mikið að gera þessa vikuna. Við ætlum að halda árshátíð næstu helgi og við erum að smala saman vinningum fyrir happdrætti og leggja lokahönd á þennan undirbúning. Ég fékk gjafabréf í klippingu og litun í jólagjöf frá vinnunni minni og það ætla ég að nota í vikunni. Maður má víst ekkert vera með margra sentimetra rót. Ég ætlaði að láta litinn vaxa úr og vera bara þreytt og gráhærð en núna frestast það og svo verð ég kannski komin á allt aðra skoðun næst þegar kemur að því að hressa upp á litinn. Björn minn sagði ekki skipta máli hvort ég væri gráhærð eða ekki, ég væri bara mamman hans og svo fékk ég knús, bangsaknús.

Steinar búinn að vera á spani í dag að redda varastykkjum í bilaða bílinn sinn, hann var að reyna að finna ódýrara stykki en hjá umboðunum en það held ég að hafi ekki gengið. Það fara margir peningar í svoleiðis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Ragga, sko. Gráhærð eða ekki, þú ert án efa yndisleg manneskja. SAMT, þá er bara grátt hár ekki leyfilegt fyrr en yfir sjötugt! Það er bara mín skoðun, og ég er viss um að þér líður allavega pínkupons betur þegar þú ert búin í háraðgerðinni!

Hugarfluga, 11.2.2008 kl. 19:28

2 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já Fluva mín, það er áreiðanlega rétt.

Ragnheiður , 11.2.2008 kl. 19:46

3 Smámynd: Ragnheiður

Orkuveitan er þá komin með 2 atkvæði.

Ragnheiður , 11.2.2008 kl. 19:55

4 Smámynd: Brattur

... ég er með gráan lubba... ég ætti kannski að skella mér í litun
hmmm...... hvað finnst þér Ragnheiður... Orkuveitan fær mitt atkvæði, örugglega ljótt að innan líka... hefð þó aldrei stigið fæti þar inn...

Brattur, 11.2.2008 kl. 20:55

5 Smámynd: Ragnheiður

Njah...vertu ekkert að lita hehe

Orkuveituhúsið er undarlegt að innan, allt meira og minn gler...undarlegt.

Og orkuveitan er komin með 3 atkvæði

Ragnheiður , 11.2.2008 kl. 22:06

6 Smámynd: Signý

Laugarvegur 2-4 eða 4-6...eða hvað það var... deffenetlí ljótustu hús í heimi.

Signý, 11.2.2008 kl. 22:06

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert flott grá eða svört, það er personan sem skiptir máli. Reyndar finnast mér gömlu húsin á Laugaveginum ljótust núna en þau eiga sér von. En mér finnst Orkuveituhúsið töff. Eins og geimskip hafi lent þarna.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 22:15

8 identicon

Orkuveituhúsið, skelfilega dautt og drungalegt hús.

Maddý (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 22:18

9 Smámynd: Ragnheiður

Orkuveitan 4

Laugavegsbjargræðiskofarnir 2

Ragnheiður , 11.2.2008 kl. 22:26

10 Smámynd: Ragnheiður

Laugavegskofarnir hafa næstum jafnað !

Orkuveitan 4

Laugavegurinn 3

Ragnheiður , 11.2.2008 kl. 22:46

11 Smámynd: Sigrún Óskars

Hús Orkuveitunar fær mitt atkvæði.

Njóttu þess að láta dúlla við þig á hárgreiðslustofunni. kveðja,

Sigrún Óskars, 11.2.2008 kl. 22:47

12 Smámynd: Ragnheiður

Orkuveitan 5

Laugavegur 3

Já ég geri það.

Ragnheiður , 11.2.2008 kl. 22:53

13 Smámynd: Huld S. Ringsted

Orkuveitan! hrikalega ljótt hús

Smá leyndó hérna (ekki segja neinum) ég er orðin nánast alveg gráhærð og dettur sko ekki til hugar að flagga því strax, fyrsta lagi um sextugt

Huld S. Ringsted, 11.2.2008 kl. 23:35

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég bloggaði einu sinni um ljóta Orkuveituhúsið, en nú er ég eiginlega búin að skipta um skoðun.  Það lítur vissulega út eins og örkin hans Nóa (hálf) en af því það er búið að birtast svo oft í sjónvarpinu síðan í október þá er ég farin að venjast ófreskjunni.

Til hamingju með litun og klippingu er sjálf að fara á morgun.

Lovejú

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.2.2008 kl. 23:35

15 Smámynd: Ragnheiður

Orkuveitan er komin með 6 stig og einn undarlegan viðsnúning ala Jenný.

Uss Huld, ég segi ekki orð. Ég er ekki alveg grá en einn þykkur lokkur öðru megin og eitt og eitt annarsstaðar.

Ragnheiður , 11.2.2008 kl. 23:37

16 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Orkuveitan hér....

Frábært svar hjá Bjössanum hann er yndislegur knús á ykkur. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 12.2.2008 kl. 10:00

17 identicon

Laugavegskumbaldarnir eru það sem mér finnst ljótast í dag.

Mér líður alltaf betur á sálinni þegar ég hef farið í klippingu og litun

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 10:56

18 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Laugavegshúsin fá mitt atkvæði  Mér líst vel á að þú farir í klippó og litun,manni líður alltaf sérstaklega vel eftir svoleiðis dekur,þú átt það sko skilið Ragga mín

Katrín Ósk Adamsdóttir, 12.2.2008 kl. 15:11

19 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Háralitur skiptir ekki máli en þú ert góð manneskja.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.2.2008 kl. 15:18

20 identicon

Kvitti kvitt fyrir innlitið.   Kveðja, Steinvör

p.s. mér finnst Orkuveituhúsið MJÖG flott, eitt flottasta húsið á landinu. Svona er smekkur mannanna misjafn

Steinvör (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband