Dagurinn í dag
10.2.2008 | 00:11
er akkurat búinn. Hann fór í bráðómerkilega hluti. Steinar lagði sig um hádegið svo hann gæti ekið eins og berserkur í alla nótt. Ég vakti hann um 3 leytið og þá var ég búin að baka lummur (takk Fjóla,snilldaruppskrift). Hann horfði á mig ringlaður ...ég benti honum kurteislega á að í dag hefði ég ætlað að sannfæra hann um að hann ætti bestu konu í heimi. Hann glaðvaknaði..
Annars hef ég lítið gert, bara þetta venjulega...hugsað um Himma minn og spjallað við hann í huganum. Það er notalegt. Svo púslaði ég helling. Er með stórt púsl núna sem ég var að púsla þegar Keli kom á heimilið , þá hvolpur. Fann eitt nagað púsl og flissaði heilmikið yfir því, prófaði að sýna Kela það og hann kannaðist ekkert við málið. Hann óþægðaðist í dag og stökk enn og aftur yfir girðinguna, hljóp svo eins og elgur um hverfið en kom strax þegar Steinar hringlaði í keðjunni hans og kallaði ; Bílinn !. En skringilegt fannst honum að vera settur inn í forstofu en ekki í bílinn, fattaði ekki þennan brandara. Þeir voru nýkomnir úr gönguferð. Birtust hérna eins og tveir ísbirnir og snjómaðurinn ógurlegi, það gerði heilmikið él á þá meðan þeir reyndu að skrönglast heim aftur. Nú fer Keli bara út í keðju þar til við verðum búin að breyta girðingunni fyrir neðan. Hann er svoddan auli að hann passar sig ekkert á bílum og ég held að nágrannarnir vilji ekkert endilega keyra yfir hans hátign.
Ég horfði á spaugstofuna og þó það ætti að skjóta mig þá man ég ekki eitt atriði úr henni. Horfði líka á laugardagslögin og er alltaf að verða hrifnari af Erpi, þessi strákur er snillingur. Gísli borgnesingur er líka þrælskemmtilegur þáttastjórnandi. Ragnhildur Steinunn leit út fyrir að hafa farið óvart á þjóðminjasafnið eftir fatnaði en það gerir ekkert til, hún ber hvað sem er eins falleg og hún er. Lögin ? Njah..nenni ekki að skrifa um þau neitt.
Jæja ég hafði svosem ekkert að segja en ég ætlaði að bjóða góða nótt og takk fyrir fallegar kveðjur í dag.
Athugasemdir
Ég held að annar hver bloggari hafi bakað pönnukökur eða lummur í dag. Við ættum að sleppa Valentínusardegi og hafa Pönnsudag í staðinn. Miklu íslenskara og gáfulegra.
Anna Einarsdóttir, 10.2.2008 kl. 00:38
Sammála þér um Erp. Hann er snillingur. Mér hefur alltaf fundist hann snillingur!
En hvar fékkstu svona góða uppskrift af lummum?
Eigðu góðan dag.
Hrönn Sigurðardóttir, 10.2.2008 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.