Hræddur hundur
8.2.2008 | 22:43
Steinar er heima. Hann átti að fara ferð í kvöld sem blásin var af vegna veðurs, sem betur fer. Mér er illa við svona rok og er fegin að hafa hann. Nú brá samt svo við að Keli heimtar að hann sé í fanginu á Steinari. Það tók okkur nokkra stund að fatta afhverju hann er svona hræddur. Hann heyrir í þrumunum blessaður og heldur að þetta séu flugeldar.
Akkurat núna bilast veðrið og við Keli ætlum að skjálfa saman úr hræðslu.
Athugasemdir
Þetta lagast mín kæra.
Anna Einarsdóttir, 8.2.2008 kl. 22:54
Eru líka komnar þrumur hjá ykkur!?
Huld S. Ringsted, 8.2.2008 kl. 23:00
Eldíngar & læti,,,,
Umhverfisáhrif mannfólksins eru ekkert að láta undan blaðagreinum um hvað gróðurhúsaáhrifin eru að virka, Ragga..
Steingrímur Helgason, 8.2.2008 kl. 23:25
Ég er dauðhrædd við þetta óveður, hef bara páfagaukinn og hún er í einhverri leiðslu núna svo það er enginn stuðningur af henni. Mikið áttu gott að hafa tvo hunda og kall til að hjúfra þig uppað!
Maddý (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 23:53
Æ, Keli anginn. sem betur fer líður þetta hjá á endanum.
Bjarndís Helena Mitchell, 9.2.2008 kl. 00:24
Ég vona að Steinar hafi haft nógu stórt fang fyrir ykkur bæði!
Mummi Guð, 9.2.2008 kl. 09:24
Ekki skemmtilegt veður.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.2.2008 kl. 12:30
Eldingar sáust hér líka. Knús á snatana þína.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 12:31
Hvað sem veðrinu líður og allt það, þá ráða fjórfætlingarnir á þessu heimili. Vissir þú það dúllan mín?
Knús
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.2.2008 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.