Jæja

orkuskotið entist fram að hádegi en þá gengdi ég Kela og lagði mig hjá honum. Það er svo gott að kúra með hann ,mjúkan og hlýjan mmmmm...besti hvuttinn.

Nú er náttlega kolvitlaust veður en það vissuð þið áreiðanlega. Mikið vatnsveður og hávaðarok. Ég sat áðan lengi og hugsaði um hvað ég gæti ímyndað mér góða hlið á þessum vondu veðrum í vetur. Það kom eftir umhugsun. Þegar við keyptum húsið þá vissum við um gluggaleka. Í öllum þessum gusugangi þá vitum við nákvæmlega um stöðu gluggamála hérna og framkvæmdir eru fyrirhugaðar í sumar.

Ég er alltaf að hugsa um Himma, auðvitað. En mamma hefur leitað mikið á hugann líka. Það eru rúm 5 ár síðan krabbinn tók hana. Ég hefði sko þegið að hafa hana hérna lengur og jafnvel ennþá, en í mér togast hitt. Ég hefði ekki viljað láta hana þurfa að upplifa lát Hilmars. Æj maður er endalaus flækja öðruhvoru.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kolvitlaust veður hérna líka.

Himminn passar ömmuna og öfugt, þau una sér ágætlega og útdeila verndarhringnum sín á milli. Svoleiðis sé ég þetta, ég held nefnilega að englar hafi brjálað að gera. Passa sitt og sína, og það er full time job.

Knús í vonda veðrinu

Guðrún B. (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 20:28

2 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Sammála Guðrúnu hér að ofan. Knús á þig í vonda veðrinu. Gott að hafa voffalinginn hjá sér á svona dögum.

Bjarndís Helena Mitchell, 8.2.2008 kl. 21:23

3 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 21:28

4 Smámynd: Benna

Úff ömurlegt veður hérna líka.....ég lagði mig líka í dag í faðmi loðnu fjölskyldumeðlimana....rosalega kósý

Knús dúllan og vittu til þau dvelja örugglega saman núna mamma þín og Himmi eða það er mín trú og þau fylgjast vel með þér:)

Benna, 8.2.2008 kl. 21:34

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æ það er svo gott að kúra hjá voffunum

Knús í vonda veðrinu hjá ykkur

Huld S. Ringsted, 8.2.2008 kl. 21:36

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér er rosa stuð, þrumur og eldingar, mér finnst það svo spennó, loks farið að rigna af viti og brjálað rok, ég ætti bara að drífa mig út. Já, ég veit ég er klikkuð. Hafðu það gott elsku Ragga mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 21:53

7 Smámynd: Ragnheiður

Það er spurning...hef ekki hringt í minn ökumann og kallinn er sem betur fer hjá mér

Ragnheiður , 8.2.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband