Ætt á fætur
8.2.2008 | 10:37
og allt of snemma. Hvað ég er eiginlega að vilja uppá dekk, það skil ég ekki.
Hérna er komið hið morralegasta slagveður, Keli alltaf að kíkja útum stofugluggann milli þess sem hann kvartar í mér. Hann nennir ekki svona snemma á lappir og er alltaf að spyrja mig um að koma upp í aftur. Ég bara nenni því ekki. Ég er svo ánægð með þessa smáorku sem ég hef fengið. Það mætti halda að eldingin í gær hafi lent í mér bara.
Steinar hélt náttlega að ég væri orðin galin, elding hvað ? Hann horfði á mig vorkunnaraugum frá púsluborðinu. Það entist ekki lengi. Skruggan kom stuttu seinna.
Annars varð uppi fótur og fit í morgun á heimilinu. Gestur Einar var að spila eitthvað lag og sagðist spila það fyrir konur. ,,Ha?" sagði Steinar ,,er konudagur ?" Ég hef bara ekki hugmynd segi ég. Hann setti upp gleraugun og skoðaði dagatalið. Iss nei, það er ekki fyrr en tuttugasta og eitthvað....Léttirinn sást langar leiðir. Hann fór nefnilega að gera sig breiðan (andlega breiðan) fyrir nokkru og þóttist alltaf gefa mér blóm á konudaginn. Ég horfði frekar ráðvillt á hann og benti kurteislega á að það hefði hann ekki gert nema fyrstu 2-3 árin. Einhverra hluta vegna skiptist um umræðuefni Nú held ég að sé plott í gangi. Hann lætur mig venjulega ekki hafa endanlega vinninginn í svona málum, hehe...Stay tuned.
Talandi um útvarpið, þessi þáttur sem kemur á eftir morgunútvarpinu er að gera útaf við mig. Hann er grútleiðinlegur. En það er líklega vegna þess að mér finnst svo gaman að morgunútvarpi rásar 2. Mér er annars engin vorkunn fyrst ég nenni ekki að standa upp og slökkva.
Ég ásamt rest af þjóð horfði á Kastljós í gær, ég horfði á Svandísi taka alveg u-beygju í REI málinu. Núna eiga öll dýrin í skóginum að vera vinir og allir vinna saman í að þvo óhreinindin hver af öðrum. En vegna þess að íslendingar eru með gullfiskaminni þá mun þetta ekki hafa baun að segja í kosningum næst. Þar kemur hins vegar nýtt tæki að notum. Ég skora á kláran bloggara að hafa dagbók sem hliðarsíðu með svona fíaskói, bæði í borg og ríki og birta svo dæmið fyrir kosningar. Fjármáli hljómaði eins og Bjartur í Sumarhúsum í gær, hann réði sko hvort kennaralúsirnar fengju kauphækkun en ekki menntamálaráðherrann( ráðfrúin) . Dýralæknirinn á Arnarhváli er ansi mikill vargur, hann er eins og hann sé fastur í bakkgír. Er þetta fólk ekki saman í flokki ? Er framsóknarheilkennið smitandi ?
Jæja ég er farin að finna mér eitthvað að gera, nýta þessa orku sem ég eignaðist. Nú var hirt úr mér blóð í gær (það var ekkert mál, mér er sama um nálar) en mér datt í hug í morgun bartskerar og þessar lirfur (man ekki nafnið á þessu í bili) sem notaðar voru til að hressa fólk við í gamla daga....ég veit vel að í dag eru þetta kellingabækur, en mér datt þetta samt í hug.
Athugasemdir
Já nýttu þér orkuna meðan þú getur er að reyna líka knús inní daginn knús
Kristín Katla Árnadóttir, 8.2.2008 kl. 10:44
Blóðtaka þótti allra meina bót hér einu sinni. Ég hef það eftir fólki sem gefur blóð reglulega að því líði mjög vel eftir að tappað hefur verið af því, hvort það sé satt veit ég ekki en mín reynsla er sú að eftir eina blóðprufu í nokkur glös þá er ég nokkra daga í svima og látum.
Fjóla Æ., 8.2.2008 kl. 10:57
Ég hef líka heyrt þetta að þeir sem gefa blóð reglulega hressist við það. Mútter mín er ein af þeim sem hefur það galla að vera með of mikið blóð. Hún gerði það alltaf í den, þar til hún veiktinst og eltist þá gaf hún alltaf reglulega blóð og leið miklu betur á eftir. Kannski hefur þetta haft þessi áhrif hjá þér, hver veit?
Sigurlaug B. Gröndal, 8.2.2008 kl. 11:25
hahaha talandi um konudaginn, minn er ekki þessi "blómagefandi" mér til mikillar armæðu fyrsta konudaginn okkar saman spurði hann mig hvort hann ætti að gefa mér blóm!! síðan glotti ég bara á konudaginn og kaupi sjálf blóm mér til heiðurs
Huld S. Ringsted, 8.2.2008 kl. 12:52
Sko Ragga mín, náði mér í verklýsingu umrædds hóps og þar stendur eftirfarandi:
Hlutverk hóps:
Borgarráð samþykkir að stofnaður verði starfshópur undir stjórn Svandísar Svavarsdóttur með fulltrúum þeirra lista sem sæti eiga í Borgarstjórn Reykjavíkur. Hópurinn hafi það hlutverk að kanna allar hliðar samruna Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy með það að markmiði að hagsmunum almennings og borgar verði gætt, löglega verði að verki staðið og öllum spurningum svarað sem þegar hafakomið upp og upp kunna að koma við skoðun málsins, m.a. með tilliti til athugasemda og spurninga Umboðsmanns Alþingis.
Jafnframt vinni starfshópurinn og leggi fram stefnu Reykjavíkurborgar í orkumálum, sem taki m.a. til stefnumótunar OR til framtíðar með hagsmuni almennings og náttúru að leiðarljósi. Drög að erindisbréfi hópsins liggur frammi sem greinargerð með tillögunni.
Það var ekki hlutverk hópsins né skýrslunnar að draga einhvern til ábyrgðar Ég var aðeins og fljót á mér hérna. Hópurinn hefur ekki vald til að reka einn eða neinn. Sjálfstæðiflokkurinn á auðvitað að senda karlinn heim, og Ólaf Eff í leiðinni eða stjórn Orkuveitunnar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.2.2008 kl. 13:18
Bíðið við, gerði þá enginn neitt ljótt eins og Svandís hélt og við öll? eða hvað? Skil hundinn þinn vel að vilja þig uppí, við kisa lágum til 12.30.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 15:38
Hver ætli svo sem fari heim með mal sinn og hatt, engin,
Það er bara ekki þannig á Íslandi.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.2.2008 kl. 15:39
Svandís veldur mér vonbrigðum. Ekki flóknara en það. Hélt hún væri spes, en svo er hún bara týpísk.
Eigðu góðan dag, kona góð.
Hugarfluga, 8.2.2008 kl. 17:44
Málflutningur Svandísar í gær miðað við málflutning hennar áður er skelfilegur, einfalt í mínum huga. Mér er eiginlega alveg sama hvað þessi stýrihópur segir vera sitt verklag, þetta er svo glatað.
Þetta lið í borgarstjórn er bara ómögulegt
Ragnheiður , 8.2.2008 kl. 18:39
Vonandi gast þú nýtt þér orkuna í dag (kemur þessi orka nokkuð frá Orkuveitunni?). Hafðu það svo gott í sófanum í ROKINU í kvöld, bara draga fyrir og kveikja á kerti. Sendi þér kveðjur,
Sigrún Óskars, 8.2.2008 kl. 19:44
úff..það er ansi hvasst hérna. Steinar vill meina að meira rok sé út á Fálkastíg, á bersvæðinu.
ég ætla bara að breiða yfir mig Kelann í kvöld.
Ragnheiður , 8.2.2008 kl. 19:47
Innlitskvitt, hafðu það gott í óveðrinu. Knús
Bjarndís Helena Mitchell, 8.2.2008 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.