Ég er hér
6.2.2008 | 11:39
og hundur í fýlu, ég held að við leggjum okkur bæði aftur bara í sólinni. Við erum að lesa sjálfstætt fólk, hann les og ég hlusta
Æj nei, fór smá dagavillt, það er ekki 1 apríl. Það er öskudagur. Sem minnir mig á það. Mamma geymdi lengi mynd af mér sem hafði birst á forsíðu einhvers dagblaðs, ég var að næla öskupoka í gamlan hægfara kall á Lækjartorgi. Ég var líklega ekki mjög spretthörð í þá daga og valdi fórnarlamb við hæfi, nema ég hafi verið skotin í honum ?
Aðra mynd úr blaði geymdi hún. Þá sat ég kyrfilega í dúkkuvagni í grasagarðinum í Laugardal. Dúkkuvagn systur minnar og ég átti ekkert að sitja í honum, það var bannað.
Paparazzi hvað ?
Athugasemdir
En eitt var samt alveg ótrúlegt og það var hvernig í ósköpunum vissi mamma alltaf allt og þá sérstaklega það sem ekki mátti gera?
Hef reyndar fengið þessa spurningu eftir að ég varð mamma.
Fjóla Æ., 6.2.2008 kl. 11:49
Já hehe ég fékk endalaust skammir fyrir að heyra allt of vel. Málið var samt oftast einfaldlega þetta (þetta þekkja allar mömmur) að ef ekkert heyrðist þá var þá ávísun á vandræði og óþekkt.
Ragnheiður , 6.2.2008 kl. 11:51
Takk fyrir að taka við mér aftur Ragga mín, gott að hafa þig aftur fyrir augunum
Mínar stelpur segja að ég sé galdrakerling, heyri allt og hafi augu í hnakkanum. Ég man hvað þessi eiginleiki móður minnar pirraði mig!
Huld S. Ringsted, 6.2.2008 kl. 11:53
Sonur minn reyndi einu sinni sífellt að laumast framhjá mér þar sem ég sat og las í bók. Hann fór svo varlega að ekkert heyrðist en samt vissi ég alltaf af honum og stoppaði hann af. Eftir nokkrar tilraunir kemur strákur og fer að grandskoða á mér hnakkann, lyfti hárinu og færði það til á allan hugsanlegan máta. Ég spurði hvað gengi á fyrir honum og hann svaraði því til að hann væri að leita að augunum í hnakkanum á mér. Hann var svo sannfærður að ég hefði augu í hnakkanum að hann sagði vinum sínum frá og um mig gengu sögur meðal barnanna að ég hafði augu í hnakkanum sem enginn sæi en þau sæju allt.
Fjóla Æ., 6.2.2008 kl. 14:32
Skemmtilega saga Ragga, börnin mín hafa aldrei skilið hvernig ég hef alltaf vitað allt, en þetta er nú kúnstin að vera mamma. Maður veit meira en þau vilja, oftast. Kær kveðja á nesið.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 14:56
Ég geymi alltaf mynd úr blaði sem birtist af syni mínum þegar hann var ca þriggja, ég var búin að horfa talsvert lengi á hana þegar ég allt í einu uppgötvaði að þetta var sonur minn!!! Eitthvað fannst mér ég kannast við barnið en nafnið undir myndinni passaði engan veginn enda var það bara bull og þvæla sem ljósmyndarinn spann upp. Ég vildi að ég ætti video af því þegar ég var að horfa á myndina og sjá viðbrögðin þegar ég uppgötvaði að ég átti sjálf þetta barn ...
Maddý (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 16:49
hehe mömmur eru göldróttar hehehe
Mér dettur bara lag í hug sem heitir það sem er bannað...minnir mig....
Knús á ykkur Heiður
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 6.2.2008 kl. 17:36
Ég er svo glöð að vera komin með þig aftur á bloggið mitt í röðina og að sjálfsögðu setti ég þig aftur númer eitt þar sem þú var ein af mínum fyrstum bloggvinum og þar sem það er þá líka svo auðfarið yfir til þín:)
En já ég man sko eftir því þegar maður var að reyna að næla pokana aftan á fólk....fór alltaf í Kaupfélagið heima og það var svaka stuð auðvitað.....er þetta alveg dottið upp fyrir í dag?
Eins hef ég oft spáð í´því hvað mér finnst mikið flottara þegar krakkar búa til búningana sína heima frekar en að kaupa þá út í búð...
Benna, 6.2.2008 kl. 19:23
Já Benna mín, það er notalegt að hafa þig þarna á þínum stað
Ragnheiður , 6.2.2008 kl. 19:36
Ég hef nú talað um það áður, mínar dömur segja að það sé ekkert gaman að gefa mér eitthvað því ég veit alltaf hvað það er.
Eins og maður þekki ekki börnin sín.
Kveðja til þín Ragga mín
og takk fyrir mig.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.2.2008 kl. 20:16
Jöminn, ertu svo fræg forsíðufyrirsæta eftir allt saman!!?! Æ em só onord!!
Hugarfluga, 6.2.2008 kl. 20:32
Fluga ein náði pointinu hehehhe
Ragnheiður , 6.2.2008 kl. 20:34
Bíddu hvar eru myndirnar? Ekkert fútt í svona sögum nema að fá myndirnar.
Híhí
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.2.2008 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.