CSI lætur allt virðast einfalt
6.2.2008 | 00:18
ég er undarleg kona, er á póstlistum hjá skrýtnustu stofnunum og þar á meðal FBI. Ég hef mikinn áhuga á glæparannsóknum og allri tækninni sem hægt er að beita nútildags.
En í dag setti mig hljóða, ég fékk þetta sent frá FBI í dag og þetta hefur truflað mig í dag. Viðkvæmir eru varaðir við að opna linkinn . Þeir eru að leita að forráðamönnum þessa drengs og hafa gert síðan 2003, í csi þáttunum tekur allt augnablik. Fingrafaraleit í milljónum fingrafara tekur pínkustund. DNA rannsókn bara álíka smástund. Krufning tekur kannski einn dag og niðurstöðurnar um leið. Ég beið í 6 vikur eða meira eftir niðurstöðum krufningar á Hilmari mínum.
En skemmtanagildi þessa þátta er ótvírætt, líka fyrir okkur sem heillumst að tækninni við þetta allt.
Velkomin aftur mínir kæru vinir, næst verð ég ekki svona fljótfær.
Athugasemdir
SKelfilegt að sjá þetta. Það er farið illa með marga í veröldinni, ekki spurning.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 00:30
Almáttugur..
Veslings barnið.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 00:43
úff
Brynja www.skordal.bloggar.is (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 08:59
Hræðilegt að lesa þetta - en jafn sorglegt og þetta nú er - þá er þetta ábyggilega ekkert einsdæmi. Það er hreint skelfilegt hvernig fólk fer með fólk!
PS til hamingju með að vera búin að eignast mig fyrir bloggvin aftur
Hrönn Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 09:02
Maddý (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 10:40
Þetta er óhugnanlegt.
knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 11:08
Æ, vá. Hefði betur sleppt að klikka á linkinn. Þú varaðir mig við, Ragga mín, æ nó.
Hugarfluga, 6.2.2008 kl. 11:21
Ég var líka vöruð vir lét mig hafa það en hefði betur sleppt því. Svonalagað á það til að festast í hausnum á mer.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.2.2008 kl. 11:28
Það eru 322 dagar til jóla, vei,vei,vei
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.2.2008 kl. 11:29
Já og að barn geti fundist svona án þess að nokkur taki eftir að þess sé saknað, það finnst mér glatað !
Finn mér annað að blogga um...
Ragnheiður , 6.2.2008 kl. 11:31
Sorglegt
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 6.2.2008 kl. 12:40
Hræðilegt hvað margt vont fólk er til í heiminum!
Mummi Guð, 6.2.2008 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.