Þreytt og úrvinda

og obbulítið pirruð á sjálfri mér í viðbót við hitt.

Stundum tek ég upp á hreinni vitleysu, læt annað fólk-fólk sem mér kemur ekkert við- hafa áhrif á mig. Þessu þarf ég að hætta og ég held að ég geri það hér með. Þetta er náttlega bara rugl.......

Þið sem voruð hér inn á og viljið vera hérna inná eruð vinsamlega beðin að senda inn pöntun um slíkt. Hinu tek ég á öðruvísi..það er klárt mál. Ég biðst afsökunar á fljótfærninni og kjánaskapnum, ef þið viljið vita nánar þá er emailið mitt þarna í höfundarboxinu.

Kelinn er óþekkur þessa dagana..Hann tók upp á í morgun að svífa yfir girðinguna og niður í innkeyrsluna hjá nágrannanum. Steinar tók Lappann með sér, Lappi klagaði strax að Keli væri stunginn af og náði afbrotavoffanum strax. Eftir hádegið lék Keli sömu kúnstir nema ég hinkraði aðeins með að elta hann og eftir 10 mínútur var hann kominn að útidyrahurðinni hinu megin. Lúpaðist inn, eyrna og skottlaus og skammaðist sín. Stuttu seinna kom gul tík í garðinn hjá okkur, laus og ein á ferð. Líklega á lóðaríi því hún smásprændi um allan garðinn....Keli horfði stóreygur út. Steinar setti þá 2 svo út en í keðjurnar sem fastar eru við húsið. Það fannst þeim veruleg spæling !

Það er samt gaman að Lappa þegar hann kemur að klaga, hann gerir manni alveg grein fyrir að hann þurfi að sýna manni eitthvað og nær alveg að gera sig skiljanlegan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ekkert að vera pirruð á sjálfri þér.  Láttu mig um það.  Búin að vera svo pirruð á sjálfri mér ídag að ég myndi henda mér út á Guð og gaddinn væri það mögulegt. (sko ég vil sitja áfram inni í hlýjunni)

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.2.2008 kl. 20:28

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég held að við dettum flest í þann pitt að láta álit og framkomu annarra hafa áhrif á okkur... a.m.k. í smástund.  Fyrir jól mætti ég konu og heilsaði henni en hún vatt upp á nefið á sér, hnussaði og strunsaði framhjá mér eins og ég væri skrattinn sjálfur.    Ég tók þetta ferlega nærri mér.... vitandi líka að ég hef sko aldrei gert þessari konu nokkurn skapaðan hlut.  Eeeen svo fór ég að hugsa;  maður á ekki að láta undarlega hegðun annarra stjórna líðan sinni... nema að hámarki í tvær mínútur.   Díll ? 

Anna Einarsdóttir, 5.2.2008 kl. 20:33

3 Smámynd: Ragnheiður

Díll Anna mín, díll.

Dúa fjallafari, búin að skýra málið á msn

Ragnheiður , 5.2.2008 kl. 20:44

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nei, maður á víst að stjórnast af sjálfum sér, en stundum getur það verið erfitt.  Ég er inni og ef ég dett út þá bara bið ég um endur inntöku í stórstúkuna "þreyttar og lúnar á köflum" med det samme.  Hafðu það gott með hundum í kvöld mín kæra.   Knúsilús.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 20:45

5 Smámynd: Ragnheiður

Þegar ég kemst heim þá lofa ég að knúsa skottálfana mína, það er ljóst.

Klús Ásdís mín

Ragnheiður , 5.2.2008 kl. 20:48

6 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Verðum við ekki öll pínu pirruð af hreinum óþarfa stundum....knús á Lappa og Kela frá okkur í Grindavíkinni,mér datt bara einn kisustrákur í hug þegar talað er um lóðarí hann er mjög duglegur að heimsækja dömurnar hér ská á móti...þar sem öll jólalósinu voru...kveðja Heiður.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 5.2.2008 kl. 21:12

7 Smámynd: Ragnheiður

Aha...þá er hann annaðhvort kvennabósi eða rafvirki hann Sokkur hehe

Ragnheiður , 5.2.2008 kl. 21:13

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

örugglega rafvirki......

Hrönn Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 21:16

9 identicon

Ragga : diggadiggadigg !!  *smæli-kall*

Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 21:56

10 Smámynd: Ragnheiður

diggidigg til baka, er ekki gott að búa á suðurnesjunum..múhahaha...Huld heppin að vera á akureyri

Ragnheiður , 5.2.2008 kl. 22:06

11 identicon

LOL þú ert óborganleg kona.

Lestu færsluna mína nýju og segðu mér hvað þér finnst.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 22:15

12 Smámynd: Ragnheiður

búin, á hraða ljóssins

Ragnheiður , 5.2.2008 kl. 22:16

13 identicon

óggislega snögg kona.. hehe

Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 22:19

14 Smámynd: Hugarfluga

Sko .. ég og þú höfum aldrei verið skráðir bloggvinir, en mér finnst það svosem ekkert þurfa. Ég les þig reglulega þó ég viðurkenni alveg að það myndi stytta mér leið að geta "klikkað á þig" á listanum mínum. Fannst þessi ákvörðun þín um bloggvinahreinsunina samt ekkert út úr kortinu og bara mjög normal eitthvað.

Hugarfluga, 5.2.2008 kl. 22:19

15 Smámynd: Huld S. Ringsted

Af hverju er ég heppin að vera á Akureyris? Mér finnst það ekki Þið eruð nefnilega allar þessar skemmtilegu fyrir sunnan.

Heyrðu, ég dett í þennan pitt rosalega oft að láta annað fólk pirra mig, ég held að þetta sé ættgengt, mamma mín er nebblega svona. Suma daga pirra mig allir og svo næsta dag finnst mér allir æðislegir

Ég er nú bara voða glöð Ragga mín að sjá mig þarna undir "skemmtilegar konur og menn"

Huld S. Ringsted, 5.2.2008 kl. 22:24

16 Smámynd: Ragnheiður

Þú ert heppin að búa svona langt frá henni Túllu vinkonu Guðrúnar hehe...betra að búa í skafli en innan um svona tarantúlur hehe

Fluga mín, ég smellti á þig

Ragnheiður , 5.2.2008 kl. 22:26

17 identicon

Ragga, Túlla er ekki vinkona mín, ég hefði líklega skotið hana ef ég hefði fundið hana.  Að minsta kosti bakkað yfir hana.   Grrrr...

Diggadigg.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 22:33

18 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Smáskvetta af knúsi á þig kona. Kannast lítilega  við þetta hugtak pirruð  Það hefur stundum bankað uppá hjá minni

Kristín Snorradóttir, 5.2.2008 kl. 22:38

19 Smámynd: Ragnheiður

Ég þoli svo illa þegar ég skokka á þessa ímynduðu veggi sem eru ekki annað en mínar eigin hindranir í hausnum, þá verð ég reið við mig.

Tek æðruleysis bæn á þetta

Ragnheiður , 5.2.2008 kl. 22:40

20 Smámynd: Hugarfluga

Hugarfluga, 5.2.2008 kl. 22:40

21 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe allskonar kallar til greinilega, þessir hefðu þurft að vera til á EM um daginn...ferlega flottir kallar

Ragnheiður , 5.2.2008 kl. 22:43

22 Smámynd: Fjóla Æ.

Eftir að hafa látið óheppilegt orðalag og framkomu hjá fólki fara endalaust í pirrurnar á mér þar sem það tók frá mér alla orku og hafði þó enga til að eyða fór ég að reyna að láta ummæli og framkomu ýmist um eyru þjóta eða taka á því með kaldhæðni. Reyndar eru einstaka atvik þar sem ekki er hægt að beita þeim brögðum en þau eru samt ekki mörg og fer fækkandi.

Í sambandi við Túllu, þá hitti ég hana ekki og sakna þess alls ekki en eftir að hafa lesið bloggið hjá mínum elskulega sambýlismanni er útlitið þannig að ég fái jafnvel svona heimsóknir sem verða látnar heita "pólitískt hæli"

Eigðu gott kvöld og ég sakna myndarinnar af þér á listanum hjá mér

Fjóla Æ., 5.2.2008 kl. 22:48

23 Smámynd: Ragnheiður

Já nákvæmlega Fjóla, það er nú ekki eins og maður sé heilt orkubú þessa dagana. Búin að smella á þig til baka,og kallinn þinn líka

Ragnheiður , 5.2.2008 kl. 22:58

24 Smámynd: Fjóla Æ.

 Takk. Drífi mig að samþykkja þig. Þakka trúnaðinn.

Fjóla Æ., 5.2.2008 kl. 22:59

25 Smámynd: Benna

Elsku Ragga láttu mig þekkja þetta, þetta kemur fyrir mig reglulega að ég læt álit annarra fara að stjórna mér og svo átta ég mig á því allt í einu eða þegar mér er bent á það að það er ég sem get stjórnað því hvernig og hvort ég læt álitin hafa áhrif á mig....

Þú veist að þú ert frábær og ég vill svo sannarlega fá að komast aftur inn, fannst ferlega leiðinlegt að missa þig sem bloggvin:)

Benna, 5.2.2008 kl. 23:02

26 Smámynd: Benna

Humm nú er ég búin að klikka og klikka á ...bæta hross við en ekkert gerist:(

Benna, 5.2.2008 kl. 23:04

27 Smámynd: Ragnheiður

hm..já ég var að reyna að smella á eina áðan og ekkert gekk..ég prufa hjá þér Benna mín.

Þið eruð þvílíkir kappar, elskurnar, að móðgast ekki við mig. Það segir sko margt um ykkur

Ragnheiður , 5.2.2008 kl. 23:05

28 Smámynd: Benna

Ó ég sé að ég er þarna sæta....haha ég er ekki alveg með hausinn í lagi í augnablikinu  

Benna, 5.2.2008 kl. 23:05

29 Smámynd: Benna

Iss fer sko ekkert að móðgast skvís...en þetta er komið og nú líður mér mikið betur að vera búin að fá þig aftur þarna ...mikið auðveldara að fara á síðuna þína,...hitt var bara vesen sko að þurfa allt í einu að fara krókaleiðir:)

Knús á þig:)

Benna, 5.2.2008 kl. 23:08

30 Smámynd: Ragnheiður

Svana mín, ég var að reyna að bæta þér við aftur en gekk ekki nógu vel.

Þið eruð bestar. Það sést nú á því hversu fljótfær maður er...að skutla út vinum sínum, eins og mér þykir vænt um ykkur

Ragnheiður , 5.2.2008 kl. 23:12

31 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég ákvað að skella inn eins og einni pöntun, sakna þess að hafa ekki myndina af þér inni (búin að reyna að troða myndinni í favorites) !

Huld S. Ringsted, 5.2.2008 kl. 23:28

32 Smámynd: Brattur

... Lappi er miklu klárari en ég, ekki næ ég alltaf að gera mig skiljanlegan...

Brattur, 5.2.2008 kl. 23:41

33 Smámynd: Ragnheiður

Búin að laga það Huld mín.

Brattur, þú kannski fær námskeið hjá Lappa við tækifæri hehe

Ragnheiður , 6.2.2008 kl. 00:07

34 identicon

Þú ert bara yndislegust. Ég sakna þín úr minni röð. Klikka á þig skvísa. Nú þegar ég er orðin opinberlega starfsmaður Grafarvogskirkju 2-3 daga í viku er sko kveikt á kertum fyrir strákana okkar og ég er búin að segja ÖLLUM hvaða kertastjaka þeir "eiga".Nei ég er ekki frek hahahaha.Auðvitað eru þeirra kerti efst í stórum stjakanum eins og höfðingjum sæmir.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 08:33

35 identicon

Þegar ég las þessa pirringsfærslu í gær þá var ég rosalega pirruð út í soninn. En núna þegar ég er búin að sofa á pirringnum, þá lítur allt aðeins betur út. En ekki mikið.

En hvað var þessi gula tík að gera laus og ein, skil strákana vel að  hafa verið ósátta við að vera settir í keðju. En þau eru yndisleg þegar þau eru að klaga eða kvarta

Kidda (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband