Ég er að lesa Moggann

og þá er best að koma með hlið þeirra í fangelsismálastofnun til að gæta alls velsæmis.

Var að laga aðeins til hérna hjá mér, ekki alveg búin. Bjó til tenglalista svo ég týni ekki uppáhaldsfólkinu mínu, tók upp á að sakna sumra meira en góðu hófi gengdi. Það vildi mér til happs að ég átti helling af eldhúsrúllum þannig að hægt var að þurrka upp tárapollana jafnóðum.

Ég var að horfa á Dog Wisperer í gær og sá ekkert sem passaði við mína hvutta....en svo breyttist það. Það kom hundur sem horfði sífellt niður á jörðina og var algerlega sambandslaus við umheiminn. Þá hafði verið leikið við hann með innrauðu ljósi og það var svo gaman að hann var alltaf að leita að ljósinu. Þarna var náttlega Keli minn lifandi kominn. Hann að vísu er ekki alveg með það á heilanum en hann veit hvar ég geymi vasaljósið og lifnar við þegar ég opna þann skáp. Hann er líka afar hrifinn af myndavélinni. Hinn hundurinn í myndinni gerði EKKERT nema gá að ljósinu. Ég sagði Kela hinsvegar þegar ég var búin að horfa á þáttinn að hann væri klikkaður, ég hefði séð það í sjónvarpinu. Hann horfði bara steinþegjandi á mig og skildi ekkert.

Ég fór að skoða hundaspjallsíður í gær og andlitið datt af mér. Það er náttlega ágreiningur milli félaganna, HRFÍ og ÍShunda...svo er komið nýtt sem heitir Rex...en að fólk láti hluti út úr sér eins og gert er á þessum spjöllum finnst mér alveg glatað. Þá rifjaðist upp fyrir mér þegar ég var að reyna að leita ráða með eitthvað problem á mínum hundum og póstaði inn á svona vef fyrirspurn...ja við skulum orða það þannig að ég mun ekki leita ráða á hundaspjallvef aftur fyrr en hundarnir kunna að svara manni sjálfir..hehe.

Nú held ég að skjóðan sé tóm í bili...áhugamál dagsins greinilega fangar og hundar.


mbl.is Tímabundin ráðstöfun í fangelsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Dog wispere? Ég væri til í að sjá þann þátt!´

Minn er líka svona stjórnlaust kátur þegar ég tek upp leiserpennann - á svona penna með rauðu ljósi á öðrum endanum sem sonur minn leikur við hann með. Ég veit svei mér ekki hvor þeirra skemmtir sér betur.......... Ég sagðist ætla að selja hann í sirkus um daginn - Ljónshjartað alltsvo - það mundi örugglega enginn vilja kaupa soninn

Ég er rosa montin að vera á tenglalistanum

Hrönn Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 12:49

2 Smámynd: Ragnheiður

Ef maður er með VOD frá símanum, þarna kerfið ....þá eru þættirnir þar inn á og kosta ekki neitt.

Ragnheiður , 4.2.2008 kl. 13:01

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ég er ekki með það - ég er ekki einu sinni með loftnet! Sem minnir mig á það.......

Hrönn Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 13:06

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það hlýtur að stytta dómana því að það er á við tvöfalda refsingu, að mínu mati, að þurfa að vera með einhverjum í herbergi. Ég kvíði því t.d. mjög að vera í tveggja manna herbergi með samstarfskonu í tvær nætur vegna árshátíðarinnar í Sverige ... samt er samstarfskonan æði. Væri til í að vera með fimm hundum frekar, eða sætum karli. Hehehehehe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.2.2008 kl. 13:11

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kettirnir mínir eru líka vitlausir í leiserljós!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.2.2008 kl. 13:12

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég ætti kannski að fá mér svona ljós og leika við kisu mína. Hún er reyndar mikið fyrir mýs og er ég alltaf að kaupa handa henni eina og eina, hún er ótrúlega dugleg að drepa þær.  Eigðu góðan dag.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 13:40

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Úff Ragnheiður.  Ég ætla að segja þér einhvern tíma private frá samskiptum mínum við hundaræktendur í höfuðborginni.    Ég get svosem sagt þér að ég skellti á fyrir rest. 

Anna Einarsdóttir, 4.2.2008 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband