Saman í klefa?

Nú hef ég ekki séð klefana þarna nema í myndum og mér hefur sýnst ekki vera pláss fyrir nema einn rúmbálk þarna inni, borðræfil og eitthvað persónulegt dót. Þetta er kannski alrangt hjá mér.

Að hafa menn saman í klefa getur verið varasamt eins og linkurinn í fréttinni ber með sér. Það er þá eins gott að velja vel saman þá sem eiga að kúldrast saman á 10 fermetrunum eða hvað það er.

Mér datt nú í hug við lesturinn að það væri kannski best að við skiluðum til síns heimalands öllum erlendum föngum til að búa til pláss.

Hitt er annað, ég hélt að menn væru ekki kallaðir inn í afplánun nema það væri pláss fyrir þá ?

 


mbl.is Segja að fangelsið á Litla Hrauni sé yfirfullt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hélt líka að ekki væri kallað í fólk fyrr en pláss væri fyrir það.En það eru svo margir í gæsluvarðhaldi þessa dagana.Það vantar  stærra fangelsi og meðferðarúrræði fyrir strákana. Þá er næsta víst að fleiri mundu ná sér að fullu. Knús á þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 11:45

2 identicon

Ég hugsaði allt þetta einmitt líka þegar ég las þessa frétt.

Kidda (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 11:45

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nefnilega! Hitt er svo annað að kannski eiga þessir erlendu fangar fjölskyldur hér?

Eigðu góðan dag

Hrönn Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 11:52

4 Smámynd: Ragnheiður

Já það er svo eitt Hrönn, kannski er það. Ég var bara að hugsa um þá sem hafa engin tengsl hingað, ekkert hrifin af því að sundra fjölskyldum

Ragnheiður , 4.2.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband