Yfir þessu skemmti ég mér í dag
3.2.2008 | 20:12
já eða fræddist. Dagmar keisaraynja lést 1928, það eru 80 ár síðan. Einn mannsaldur. Hún átti merkilega æfi, stórmerk kona. Ég hef mikinn áhuga á sögu og horfi svo á History Channel alveg upp á kraft. Í dag horfði ég líka á 3 þætti af Dog Wisperer, hundasálfræðingur. Hann er alger snillingur. En ég sá hinsvegar að mínir eru ekki súperklikkaðir...bara smá leiðinlegir þegar er umgangur .
En ég horfði ekki bara á sjónvarp, ég fékk heimsókn og ég þreif allt húsið og þvoði nokkrar þvottavélar...ég held að ég sé ofvirk.
Hérna er fróðleikurinn um Dagmar keisaraynju
Danska keisaraynjan
Den danske kejserinde: Dagmar zarina fra Danmark
Danska keisaraynjan (Den danske kejserinde: Dagmar zarina fra Danmark) er dönsk heimildamynd um Dagmar Danaprinsessu, dóttur Kristjáns IX og Lovísu drottningar, sem fæddist árið 1847 og dó 1928.
Dagmar var fjórða í röðinni af sex börnum þeirra hjóna og áttu þau kærleiksríkt heimili í Gulu höllinni í Amaliegade. Systirin Alexandra, sem var þremur árum eldri en Dagmar, var henni sérlega kær ævina á enda, en hún giftist Játvarði sjöunda af Englandi árið 1863.
Árið eftir trúlofaðist Dagmar rússneska stórfurstanum Nikolaj Alexandrovitsch en hann dó ári seinna.
Hinn 23. júní 1866 trúlofaðist hún litla bróður hans, stórfurstanum Alexander sem var Rússakeisari frá 1881 til dauða síns 1894.
Nokkrum mánuðum eftir trúlofunina fluttist Dagmar til Pétursborgar og gekk rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni á hönd. Dagmar tók sér nafnið Marija Fjodorovna og varð virt og vel liðin stórfurstafrú og síðar keisaraynja.
Eftir fráfall keisarans lét hún lítið fyrir sér fara og bjó í Anitsjkoff-höll í Pétursborg þangað til byltingin braust út 1917.
Síðustu tvö ár sín í Rússlandi, 1917-19, var Dagmar í eins konar stofufangelsi á Krímskaga en son hennar, Nikulás keisara annan og fjölskyldu hans, sendu bolsévikkar í útlegð til Jekaterínborgar í Úralfjöllum árið 1918.
Árið 1919, þegar Rauði herinn nálgaðist Krímskaga, lét Alexandra systir hennar, þá orðin ekkjudrottning á Englandi, bjarga Dagmar um borð í breskt herskip og forða henni frá Jalta. Dagmar var svo gestur systur sinnar í Sandringham um nokkurt skeið.
En hún tók föðurland sitt fram yfir Bretland og fluttist heim, fyrst í Amalienborgarhöll en síðan til Hvidøre norðan við Kaupmannahöfn en þá eign höfðu þær Alexandra systir hennar keypt saman skömmu eftir lát föður þeirra 1906.
Í Hvidøre bjó hún upp frá því og vann ötullega að því að hjálpa rússnesku flóttafólki í Danmörku. Dagmar lést á Hvidøre 13. október 1928 og var jarðsungin með viðhöfn frá Dómkirkjunni í Hróarskeldu að viðstöddum fulltrúum konungsfjölskyldna hvaðanæva úr Evrópu.
Athugasemdir
Maður er bara margs vísari. Hafðu það gott í kvöld.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 20:17
Jahá. Þú ert sko dugleg.is.
Anna Einarsdóttir, 3.2.2008 kl. 21:24
Takk fyrir þennan fróðleik og orkuskotið!
Njóttu bara kona.
Kristín Snorradóttir, 3.2.2008 kl. 22:51
Þú hefur haft nóg að gera í gær
Alltaf gaman að fylgjast með bláa blóðinu í denn.
Kidda (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 10:36
Gaman að þessum fróðleik en ég og maðurinn minn gistum einmitt í Hvidöre síðasta sumar. Höllin er í eigu lyfjafyrirtækis sem leigir það út sem ráðstefnuhús. Þetta er stórkostlegt hús og æðislegt að vera þarna, svo fallegt og vel hugsað um það. Hef aldrei verið á jafn flottum stað eða hóteli og maturinn er alveg sérstakur enda kokkarnir fyrstaflokks++ og gefa út sínar eigin uppskriftarbækur. Gæti sagt endalaust meira um þetta en....
Sesselja (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.