Álftanes
3.2.2008 | 10:14
Tekið af www.ruv.is
Grjóti sturtað á náttúruperlu
Mörgum bílförmum af stórgrýti hefur verið sturtað í fjöru á norðanverðu Álftanesi. Enginn sótti um leyfi fyrir efnislosuninni hjá yfirvöldum en skilti við akveginn á norðanvert Álftanes bannar alla losun.
Norðanvert Álftanes er að margra mati náttúruperla enda á náttúruminjaskrá. Ein fárra skeljasandsfjara sem eftir er á höfuðborgarsvæðinu. Á náttúruverndaráætlun Umhverfisstofnunar er lagt til að friða hana ásamt fjörum í Skerjafirði. Meðal ástæðna er mikilvægur viðkomustaður farfugla og grunnsævi með auðugu lífríki.
Á aðalskipulagi er gert ráð fyrir smábátahöfn á þessum svæði en það er í einkaeigu. Ekkert deiliskipulag liggur þó fyrir. Grjótgarðurinn sem nú hefur verið lagður í sjó fram er ekki ólíkur þeim sem er á teikningum aðalskipulags.
-------------------------------------------------------------------------
Hérna hafa heilu vörubílalengjurnar ekið út á nesið, mér skilst að vísu að einhver hluti þeirra sé að setja efni ofan í einhverja mýri en svo hafa einhverjir aðrir sett þetta grjót í fjöruna. Steinar er búinn að halda því fram að þeir megi þetta ekki og svo kom þessi frétt. En fyrst landið er í einkaeigu getur vel verið að landeigandinn hafi gefið leyfi fyrir þessu, hvað veit maður svo sem ?
Annars er allt gott að frétta, ég held að ömmumolar ætli að koma í heimsókn til mín á eftir.....
Athugasemdir
Held að það sé ekki nóg að landeigandi heimili losun á sinni landareign. En þetta er synd að svona lagað skuli vera gert.
Góða skemmtun með ömmumolunum
Kidda (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 10:26
Nei mér skilst að það sé ekki nægilegt. Ég bíð spennt eftir gormunum mínum
Ragnheiður , 3.2.2008 kl. 10:27
Eigðu góðan dag með ömmubörnunum, yndislegar myndirnar af drengjunum í fyrri færslunni, hann Hilmar litli er svo mannalegur á þeim
Huld S. Ringsted, 3.2.2008 kl. 10:41
Mér finnst líka hræðilegt hvað þessir trukkar keyra hratt á Jörvaveginum, hann er nú ekki beinlínis byggður fyrir trukkahraðakstur. kveðja frá bakhúsinu,
Sigrún Óskars, 3.2.2008 kl. 10:59
Fáum við þá myndir af ömmumolum í kvöld? litli Hilmar er yndislegur.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 16:26
ndskotans náttúruspjöll allstaðar hreint,
En knús á ömmudúllur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.2.2008 kl. 16:33
Heyði þetta í fréttunum áðan og var hugsað hverskonar þetta er að skemma náttúrperlur...
vona að þú hafir átt góða stund með ömmugormunum.
Kveðja Heiður.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 3.2.2008 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.