Jæja
2.2.2008 | 13:46
Þá er ég líklega búin að baka mér ógurlega óvild hjá um það bil 50 bloggurum.
Það var atvik síðan í gær sem varð til þess að ég ákvað að láta slag standa og héðan í frá verða þessir bloggvinir einungis þeir sem ég þekki, sko hef hitt. Það er bara of mikið flækja fyrir mig að vera að fylgjast með rúmlega 60 sálum að ég tali ekki um einhverjar undarlegar kvaðir um að kvitta hjá fólki sem ég náttlega þekki ekki haus né sporð á.
Verst er að sólin skín í augun á mér og ég gæti óvart hafa eytt út einhverjum sem ég þekki persónulega. Þá er bara að smella á til baka.
Á venjulegum bloggsíðum þá velur maður linka á síður sem maður les. Hérna hrúgast yfir mann fólk -ef maður tekur ekki ákveðna stefnu í málinu....
Athugasemdir
Ég hætti nú samt ekkert að lesa bloggið þitt Ragga mín þó að ég sé ekki inni. Farðu vel með þig
Huld S. Ringsted, 2.2.2008 kl. 13:56
Það er einmitt málið Huld mín, engum úthýst neitt en bara sett ein ákveðin lína. Svo bara skellirðu þér í kaffi og hundaskoðun þegar þú átt leið um..
Ragnheiður , 2.2.2008 kl. 14:00
Finnst æðislegt að lesa bloggið þitt og ætla að halda því áframm þó ég kvitti ekki oft sem vonandi er í lagi finnst þú yndi kv frá Akranesi..
Brynja www.skordal.bloggar.is (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 14:02
Halló mín kæra. Það mætti halda að það væri komin tími á vorhreingernigarnar strax. Hjúkk. Gott að vera lítið rykkorn sem ekki náðist í. En mikið óskaplega hlýt ég að vera domm. Gengur ekkert að finna út úr hinu og þessu á þessu blessaða moggabloggi. Blogspot greinilega búin að yfirtaka í mér þessar örfáu sellur sem enn lifa. En sagði ekki kjellan að góðir hlutir gerðust hægt. Og hvernig er þetta með bangsann. Hef bara ekkert séð hann. Finnst að hann ætti að drífa sig. Sakna þess að láta stjana við mig klukkan 7 á morgnanna. Vera búinn að laga kaffi og sona fyrir moi..
Söngfuglinn góði
Söngfuglinn, 2.2.2008 kl. 14:04
Það er alveg öruggt að ég skelli mér í kaffi og hundaskoðun næst þegar ég á leið suður. Þú ert komin inn í favorites hjá mér
Huld S. Ringsted, 2.2.2008 kl. 14:05
Nú ætla ég að reyna að svara hverri fyrir sig...
Brynja = velkomin
Hallgerður= ég veit ekkert afhverju ég virðist ekki hafa yrt á þig. Í upphafi var þetta blogg mitt venjulegtkellingarausblogg en svo lést sonur minn og allt fór á hvolf. Enn er allt meira og minna á hvolfi og athyglin engin og skilningurinn enn minni. Fyrirgefðu ef þér finnst þú snuðuð.
Gunnhildur = Banginn var sendur í útlegð og hefur verið á Laugalæk en svo á sínum stað í nótt. Þar vill hann helst vera. Þú finnur út Moggabloggið en ég er lokuð úti hjá þér hehe
Huld mín =velkomin
Ragnheiður , 2.2.2008 kl. 14:13
Takk takk
Brynja www.skordal.bloggar.is (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 14:21
Ég var í stöðugum bloggvinahreingerningum á tímabili og fór samviskusamlega allan bloggvinahringinn. Ég neita ekki fólki um bloggvináttu en það er ekki séns að ég geti lesið þá alla. En ég er með mínar uppáhaldsvinkonur (Hallgerður þar með talin) sem ég les alltaf, og svo kíki ég á þá sem koma til mín. Það er svo asskoti mikið af góðum bloggurum hérna.
Smjúts inní daginn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.2.2008 kl. 14:24
Já þeir eru margir og maður nær að sjá þá á forsíðu moggabloggs með nýjar færslur, ég er dugleg að smella þar og lesa, sérstaklega þegar ég er í vinnunni en þá næ ég oftast ekki að kvitta.
Ragnheiður , 2.2.2008 kl. 14:38
Kveðja á þig flotta kona þetta kallar maður að standa með sjálfum sér og sleppa allri meðvirkni
kærleikskveðja
Kristín Snorradóttir, 2.2.2008 kl. 14:45
Hehe Stína mín, það er allaveganna ein skýring. Þolið er ekkert og úthaldið líka og þá verður maður að finna leiðina sem hentar manni.
Ragnheiður , 2.2.2008 kl. 14:46
snökkt snökkt....manni bara sárnar sko ....nei elskan mín veistu ef þér líður betur eftir að hafa gert þetta og vilt hafa þetta svona þá virði ég það alveg, finnst samt leiðinlegt að hafa dottið út því þú varst einn af mínum fyrstu bloggvinum:)
og varst alltaf efst á bloggvinalistanum mínum svo þannig að þegar ég fór hringinn byrjaði ég á þér en var auðvitað ekki dugleg við að kvitta og skammast mín fyrir það.
Knús á þig sætust og ég er stolt af þér fyrir að standa með sjálfri þér:)
Benna, 2.2.2008 kl. 20:31
Knús sæta Benna mín , ekkert persónulegt á ferð...bara lögð lína.
Getur skellt mér inn á msnið þitt hehe
Ragnheiður , 2.2.2008 kl. 20:33
Ekkert mál sæta, heyrðu já ég geri það bæta þér á msn hehe það er mikið betra líka:)
Benna, 2.2.2008 kl. 21:04
Skil þig vel Ragga mín Það er erfitt að hafa gott yfirlit ef maður er með marga bloggvini. Held áfram að fylgjast með þér og þínum skrifum
Blómið, 2.2.2008 kl. 21:25
Elskulega Blómið, ég ætla að hafa síðuna þína í uppáhalds...þar áttu heima. Velkomin alltaf
Ragnheiður , 2.2.2008 kl. 21:44
Þú ferð ekkert mín kæra, síðan þín er merkt í tölvunni minni og ég kem jafnmikið til þín og ég gerði. Þetta er tæknileg breyting..
Ragnheiður , 2.2.2008 kl. 22:01
Ég hætti samt ekki að lesa bloggið þitt, þú ert bara komin í favorites hjá mér. Þegar maður tekur ákvörðun, stendur maður við hana, er það ekki?
No hard feelings
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 3.2.2008 kl. 00:21
Já Matthilda (þú hefur kannski eitthvað gælunafn ?) Þú ert í favorites hjá mér líka. Fækkunin var ekki gerð í neinni illgirni en eitt varð þá yfir alla að ganga...ég setti næstum alla sem út fóru í favorites í staðinn, ´týndi engum.
Ragnheiður , 3.2.2008 kl. 00:28
Ég er yfirleitt kölluð Matta. Þegar ég var krakki í Færeyjum var ég kölluð Tilda og líkar mér það eiginlega betur en hitt. Eru ekki allar Matthildur kallaðar Matta? Svo er besta vinkona mín Matta.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 3.2.2008 kl. 11:58
Ó boj..þá er betra að laga það áður en þú kemur vaðandi í úlpunni. Eftir síðustu fréttir af fólki í úlpum þá er ég hálfhrædd við svoleiðis fólk
(Tarantino)
Ragnheiður , 3.2.2008 kl. 19:52
Mér þykir leitt að þú skyldir henda mér út ég veit að við höfðum lifað í sömu aðstöðu ég var einstæð móðir með 3 börn ég hef átt mjög erfitt líf mér þótt mjög vænt um þig. En ég ætla samt að fylgjast með þér Takk fyrir þín svör til mín sem mér fannst mjög væntum, gangi þér vel Ragnheiður mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 3.2.2008 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.