Umræðan er um tölvupóst
23.1.2008 | 22:58
ég bendi á færslu Guðrúnar B bloggvinkonu minnar.
Hérna er ég með emailið mitt uppi við og stundum fæ ég send svona email.
Oftast eyði ég þeim en stundum sendi ég þau áfram og biðst hér með afsökunar á því og lofa að steinhætta því.
En málið er að það er fátt leiðinlegra en svona tölvupóstraðskeyti, þessi þar sem maður á að detta niður dauður eftir korter ef maður áframsendir ekki á 17 saklausa vini sína. Svo er dótið skreytt með fallegum kisum eða svöngum smábörnum. Svo situr maður í taugaveiklun í umrætt kortér og fær næstum slag af hræðslu og endar fyrir bragðið á geðdeild, taugabilaður !
Ég segi nei takk...ekki svona skeyti til mín.
Góða nótt
Athugasemdir
Ég var einmitt að kíkja hjá Guðrúnu og sá kommentið þitt, ég þoli ekki svona hótunarbréf og sendi aldrei svona nú orðið, hendi þeim ef einhver asnast til að senda mér, eða þá ég endursendu þau og afþakka fleiri.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 23:00
Sem betur fer fæ ég aldrei svona tölvupósthraðskeyti!
Huld S. Ringsted, 23.1.2008 kl. 23:05
Þessi færsla hjá mér er algjörlega rituð í kaldhæðni.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 23:20
Einar, þetta er þekkt aðferð til þess að safna virkum email adressum, svo færðu endalausann spampóst.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 00:03
Ég sá þetta líka og verð að viðurkenna að ég er orðin leið á þessum póstum. Hætt að senda áfram. En ég er farin að safna svikapóstunum í sérstaka möppu. Það er með ólíkindum að í hverri viku vinn ég í lottói sem é tók aldrei þátt í. Ég vinn aldrei í þeim lottóum sem ég tek þátt í!
Knús
Bjarndís Helena Mitchell, 24.1.2008 kl. 00:57
Sæl, vildi kvitta fyrir innlitið. Hehe, fannst þetta með kisurnar og svöngu smábörnin nokkuð gott. Er alveg sammála þessu, skil ekki vinkonurnar sem senda mér svona pósta.
Hafðu það gott, takk fyrir bloggið, Steinvör
Steinvör (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 02:33
....ég á bara ekki svona marga vini...........
Hrönn Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 09:42
Dulin hæoyunar e-mail.... frekar leiðinleg.
Kærleikskveðja.
Kristín Snorradóttir, 24.1.2008 kl. 10:37
Ég er ein af þeim sem slít allar keðjur sem koma til mín í e-mail, nánast sama hvað þessi bréf innihalda. Nánast eina undantekningin hjá mér er ef verið er að vekja athygli á einhverju góðu málefni sem ýta þarf á stjórnmálamenn að sinna og maður er beðinn um að vekja athygli á með áframsendingum. Flest annað af þessum kveðjum finnst mér annað hvort vera einhver svikastarfsemi eða einhverjar dulbúnar hótanir um ill örlög ef maður bregðist ekki við.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.