23 janúar 2008
23.1.2008 | 22:36
Og ég er að horfa á Kastljósið, umfjöllun um gosið í Eyjum. Í huganum bærast ýmsar tilfinningar, ég man þessa atburði vel. Ég missti nú sjaldnast af stórfréttum, hún mamma heitin sá til þess. Ef eitthvað stórbrotið var í blöðunum þá kom hún þjótandi inn til mín með blaðið til að sýna mér. Ég á áreiðanlega met í að vakna með andfælum
Ég man að ég fann óskaplega til með flóttafólki úr eyjum. Nú þegar ég horfi á þetta þá dáist ég að æðruleysi vestmanneyinganna. Fólk bara pakkaði saman og fór um borð í skip, engin læti eða neitt. Afar margt varð til þess að ekki varð stórfellt manntjón, röð heppilegra tilvika. Veður var skaplegt, sprungan sneri frá byggð og allur flotinn var inni.
Enn í dag eru vestmanneyingar alvöru fólk, það þóttist ég sjá á því að grunnskólabörnin syngja drykkuvísur í skólanum .
Ég man ekki til þess að neinn hafi birst í skólanum hjá mér, ég er þó ekki alveg viss. En mikið hefur verið nöturlegt að snúa heim, allt svart af gjalli og allar aðstæður hinar erfiðustu. Vestmanneyingar stóðust prófið og eru hugaðir og heilir einstaklingar.
Þessi færsla er til heiður þeim sem í þessum eyjum búa.
Jahá...bæjarstjórinn í eyjum heldur enginn sé til sem ekki hefur komið til eyja, hvar ætti ég að fela mig ?
Athugasemdir
Man ekki eftir þessu enda svo lítil þá en svona til gamans þá er húsið sem ég bý í byggt fyrir flótta fólkið úr eyjum og hverfið er kallað Eyjabyggð.
Góða nótt kveð að sinni.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 23.1.2008 kl. 22:42
Já einmitt, þið eruð í viðlagasjóðshúsi eins og þau voru kölluð.
Góða nótt
Ragnheiður , 23.1.2008 kl. 22:44
Þessu man ég vel eftir. Var í Versló á þessum árum. Skrítið að ég fór aldrei austur á Hellisheiði til að sjá eldana, það var ekkert verið að rjúka í óþarfa ferðir. Ég hef aldrei til eyja komið en sjálfur Árni Johnsen er búin að bjóða okkur hjónum og fleiri reyndar og þetta er spurning hvort maður fari ekki að drífa sig.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 22:44
Ég man eftir þessu, ekki hægt annað þar sem pabbi vakti okkur öll um sexleytið um morguninn með þvílíkum látum að það var eins og hann væri farinn að gjósa! reyndar var ástæða fyrir þessum æsing því að næst elsti bróðir minn var á vertíð í eyjum.
Eyjamenn eru hugaðir að búa þarna.
Huld S. Ringsted, 23.1.2008 kl. 22:55
Úps, ekki hef ég komið til eyja. Átti að fá að fara með á þjóðhátíð þá um sumarið
Kidda (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 23:32
Bæjarstjórinn í Eyjum bullar greinilega út í eitt.
Mér finnst að hann ætti að styrkja ykkur systur í "utanlandsferð" til Vestmannaeyja.
Anna Einarsdóttir, 23.1.2008 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.