samkvæmt þessu eru við örugg í milliriðilinn

Íslenska handboltalandsliðið er með öruggt sæti í milliriðlakeppninni eftir að Frakkar unnu Svía á EM í handbolta í gær.

Ef Svíþjóð vinnur Slóvakíu í dag er ljóst að Slóvakar sitja eftir með núll stig í riðlinum en þrjú af fjórum liðum fara áfram í milliriðlakeppnina.

Slóvakar þurfa því að vinna Svía í dag en ekkert minna en sex marka sigur dugar til. Það miðast einnig við að Ísland tapi fyrir Frakklandi í dag.

En hvort sem Slóvakía vinnur Svíþjóð með minna eða meira en sex marka mun fer Ísland áfram í milliriðlakeppnina með annarri hvorri þjóðinni.

Niðurröðun liðanna ræðst af árangri í innbyrðisviðureignum ef liðin þrjú - Ísland, Slóvakía og Svíþjóð - fá öll tvö stig í riðlakeppninni.

Ísland er með eitt mark í plús í markatölu í þeim samanburði. Sem stendur er Slóvakía með sex mörk í mínus og Svíþjóð fimm mörk í plús.

Vinni Slóvakía með sex mörkum í dag situr Svíþjóð eftir með eitt mark í mínus en Slóvakía verður þá með jafna markatölu.

Vinni Slóvakía með fimm mörkum sitja Slóvakar eftir með eitt mark í mínus en Svíþjóð verður þá með jafna markatölu.

Hvernig sem er verður Ísland alltaf með eitt mark í plús og því með betri árangur en bæði þessi lið.

Ef Slóvakar komast áfram í milliriðlakeppnina fer Ísland með tvö stig með sér í milliriðilinn en Slóvakar ekkert.

Ef Svíar komast áfram í milliriðlakeppnina fer Svíþjóð með tvö stig með sér í milliriðilinn en Ísland ekkert.

Allt þetta miðast auðvitað við að Ísland tapi fyrir Frakklandi í dag. Ef Ísland vinnur Frakkland dugar Slóvökum eins marks sigur á Svíum til að komast áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég alsæl með að handboltinn sé í gangi núna í janúar. Og að þú sért með áhuga fyrir handbolta.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 12:13

2 Smámynd: Signý

vá... það hefur aldeilis verið lagst í miklar pælingar gaman að þessu!

Hafðu það gott í dag

og áfram ísland!

Signý, 20.1.2008 kl. 13:30

3 identicon

Úff ég vona að þetta gangi allt saman hjá þeim.

Bryndís R (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 13:58

4 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég verð að viðurkenna að ég get ekki horft á neinar íþróttir nema box....ég fæ alltaf svona þynkutilfinningu........veit ekki hvað veldur. Takk þú yndislega kona fyrir að vera bloggvinur minn. Ég hef verið voða dugleg að blogga upp á síðkastið

Knús á þig og þína

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 20.1.2008 kl. 15:38

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég var svo glöð í gær að við skildum vinna En er kvíðin fyrir næsta leik ég vona að allt gangi vel hjá þeim í dag. Knús á þig

Kristín Katla Árnadóttir, 20.1.2008 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband