Seinni til en aðrir.
20.1.2008 | 09:21
Ég hef aldrei strengt áramótaheit. Ég þekki sjálfa mig og mína galla svo vel að ég hef alltaf talið hæpið að ég stæði við slík heit. Einhver áramótin hætti ég að reykja en ég man nú ekki hvort það entist eitthvað hjá mér.
Ég er samt búin að reyna að leggja niður með sjálfri mér markmið ársins.
a) Verða umburðarlyndari
b) Reyna að vinna gegn eigin fordómum
c) Reyna að sættast við lífið.
Ég sé að systir mín hefur sett inn myndir af nýjum "frændsystkinum". Ég hef aldrei séð svona nýja naggrísi og ég varð hissa á hvað þeir eru flottir, ekkert smábarnalegir. Bara eins og venjulegir grísir í smækkaðri mynd, sniðugt.
Athugasemdir
A,B,C. Er bara gott fyrir árið, þú höndlar það snúllan mín.
Eru þau komin krílin þarf að kíkja á þau.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.1.2008 kl. 09:30
Ég ef aldrei strengt áramótheit. En þetta eru fín heit hjá þér þarna.
Bryndís R (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 10:47
Þetta finnst mér flott áramótaheit, ætli ég hermi ekki bara eftir þér og geri þau að mínum líka.
Til hamingju með "limina"!
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.1.2008 kl. 11:05
Flott heit hjá þér. Ég strengdi það áramótaheit að strendja ekki neitt áramótaheit, heldur halda bara áfram að vera ég með öllum mínum kostum og göllum.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 20.1.2008 kl. 11:20
Þetta eru frábær áramótaheit hjá þér, ég tek mér það bessaleyfi að herma eftir þér. Ég kíkti á myndirnar af afkvæmunum, algjörar dúllur!
Huld S. Ringsted, 20.1.2008 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.