Ég var að spögulera...
18.1.2008 | 22:27
Í nokkur skipti þegar ég hef lesið blogg víðsvegar hef ég séð fólk tala um að hafa lent í basli á vinnustað vegna bloggfærsla sinna. Stundum hefur það gengið svo langt að fólk hefur verið rekið úr starfi, án þess að hafa nokkru sinni rætt um sinn vinnustað á blogginu. Þetta hefur komið mér verulega á óvart og það er langt í frá að ég skilji slíka starfsmannastefnu. Hvaða minnimáttarkennd ætli þetta sé ? Hvar á að draga mörkin milli persónufrelsis og helsis vinnunnar ?
Mér dytti ekki í hug að reka starfsmann fyrir það að halda úti bloggsíðu. Ef sú staða kæmi upp að hann væri að drulla yfir sinn vinnustað opinberlega þá myndi ég mögulega ræða fyrst við starfsmanninn og sjá hvað væri hægt að laga.
www.skessa.blog.is skrifaði fantafærslu en ég er syfjuð og skil hana ekki. Heiða mín, á ég að setja upp lesgleraugun ? Reyni kannski aftur á morgun að lesa og botna í. Þetta kemur stundum fyrir mig, næ ekki að einbeita mér.
Ég er hrifin af bókinni sem ég er að lesa, bókin um Laxnes skráð af Ólafi Ragnarssyni. Hún er bráðskemmtilega fyrir Laxnes aðdáanda eins og mig.
Mér þóttu fréttamenn mjólka heldur fréttir af andláti Bobby´s í kvöld, upp dregnir allir sem mögulega höfðu einhver samskipti við hann, sýndur tómur stóll og ég veit ekki hvað...en mikið rosalega langaði mig inn í þessa fornbókabúð
Það er hálfvesaldarleg bloggtilvera svona Jennýarlaus...rosa skarð skilur konan eftir sig í skreppinu til London.
Hérna til hliðar er linkur á kertasíðu fyrir hana Þórdísi Tinnu, kveikið ljós fyrir hana þessa elsku. Hún er ansi lasin núna.
Góða nótt
Athugasemdir
ég kveikti á kertunum 2 og bað fyrir Þórdísi Tinnu og Kolbrúnu Ragnheiði en mikið er þetta fallega skrifað hjá þér ég las þetta alveg í gegn sum blogg virka missvel á mann takk fyrir að skrifa þetta elsku Ragnheiður mín PS vildi bara kvitta fyrir mig kveðja Ólöf Jónsdóttir
lady, 18.1.2008 kl. 22:39
Hvað kemur vinnuveitanda við hvað starfsmaðurinn gerir í sínum frítíma.
Kíkti hjá skessunni, þessi Kolbrún er ekki við mitt hæfi.
Búin að kveikja á kerti fyrir mæðgurnar, vona að KR geti verið eitthvað hjá mömmu sinni um helgina eins og áformað var.
Kidda (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 23:25
Góða nótt Ragga mín
Katrín Ósk Adamsdóttir, 18.1.2008 kl. 23:45
Já, hún Jenný okkar er stórt blóm í blogg garðinum. En vonandi skemmtir hún sér vel í Londres með Oliver sínum og Mæjsunni. Hún er svona möst í erli dagsins. Kær kveðja til þín og góða helgi, ég mun bæta Þórdísi Tinnu í bænir mínar, það er erfitt hjá henni núna.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.1.2008 kl. 23:57
Ég hugsaði málið í smá tíma en ákvað á endanum að reka mig ekki úr vinnu fyrir eitthvað smávægjilegt bloggerí.
Mar er líka einstaklega aumíngjagóður alltaf.
Steingrímur Helgason, 19.1.2008 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.