Þegar ég var krakki

í Laugarnesinu þá varð allt vitlaust eitt árið, það stóð yfir skákmót í laugardalshöllinni. Við krakkarnir snigluðumst þarna í kring með óttablandinni virðingu. Þarna voru flottir bílar og haugur af fréttamönnum. Mikið kapp lagði ég á að sjá teikningar Sigmunds á hverjum morgni, hann teiknaði skákmeistarana. Þetta vakti upp skákáhuga hjá okkur krökkunum, seinna fórum við flest í Laugalækjarskólann. Það var Þráinn Guðmundsson skólastjóri, afskaplega yndislegur maður og mikill skákmaður alla tíð. Það komu margir skákmeistarar úr hans skóla í gegnum tíðina. Alltaf þegar ég á leið framhjá skólanum þá sé ég fyrir mér þennan hlýja og góða skólastjóra, honum átti ég margt að þakka. Hann er nú látinn. Ástæða þessara bernskuminninga er auðvitað sú staðreynd að nú er annar þessara miklu skákmeistara fallinn frá. Bobby lést í gær. Ég er ánægð með að hann fékk að eyða sínum tæplega síðustu 3 árum hérna á Íslandi í friði og ró.

Í dag fylgir Greta bloggvinkona mín föður sínum Úlfi síðasta spölinn. Það eru rúm 5 ár síðan ég gekk hnuggin á eftir kistu móður minnar sem lést eftir hatramma baráttu við krabbann. Hún var merkileg kona. Fram á síðustu stundu ætlaði hún heim og þessi krabbi skildi ekki vinna sigur á henni. Á föstudegi 29 nóvember var hún að byrja að fjara út en þá kom fyrrum mágur minn í heimsókn. Hún náði að heilsa honum og brosti til hans. Hann hefur alltaf verið mikið uppáhald í fjölskyldunni enda hafa þau náð að setja börnin sín í forgang eftir skilnað þeirra. Slíkt fólk er magnað. Stuttu seinna missti hún meðvitund og vaknaði ekki aftur, hún lést síðdegis næsta dag. Hann fékk síðasta brosið hennar og það átti hann svo innilega skilið. Okkar hjálparhella í veikindum mömmu var Gréta systir hennar. Þær voru alltaf svo samrýmdar og máttu ekki hvor af annarri sjá. Gréta stóð eins og sá klettur sem hún alltaf var. Hún lést síðastliðið vor, í sömu stofu og mamma og í sama rúmi, þá búið að berjast við krabbann sjálf. Hún var þá búin að ganga í gegnum þá mestu sorg þegar hún missti dóttur sína snögglega nokkrum mánuðum eftir að systir hennar féll frá. Stína dóttir hennar, alin upp á vestfjörðum, var mesti heimsborgari sem ég hef nokkru sinni þekkt. Ótrúlega mögnuð kona alla tíð. Stína missti mann sinn af slysförum frá ungum börnum og það vissum við að reyndist henni erfitt en dugnaður hennar í gegnum lífið var okkur hinum fyrirmynd. Hálfu ári áður en Gréta frænka lést þá lést öldruð móðir hennar, Gréta hafði borið þungann af umönnun gömlu konunnar í áraraðir. Stundum finnst mér ég hafa verið snuðuð um báðar mæður mínar, Gréta var mér sem móðir og tók það sérstaklega fram þegar við stóðum við dánarbeð mömmu. ,,Ég skal vera mamma þín, Ragna mín" sagði hún.

Fjölskyldan hefur alltaf kallað mig Rögnu og það finnst mér alveg ágætt. Það er einka fyrir mitt fólk. Þetta breyttist í gegnum tíðina, einhver tók upp á að kalla mig Röggu þegar ég var unglingur og fannst hitt kellingalegt. Mér er alveg sama hvort er notað en í seinni tíð finnst mér nafnið mitt heilt og óstytt bara best.

Ég veit ekki hvert þessi pistill fór...hann átti að snúast um skák bernsku minnar en eitthvað fór ég útaf sporinu.

Báðar "mömmurnar" mínar hafa vonandi tekið á móti Himma mínum og passa hann nú vel. Mamma kallaði hann oft ,,lilla nabba" . Það var úr einhverjum sjónvarpsþætti sem vinsæll var, hann hét líklega ; undir sama þaki . Ég man það þó ekki alveg en hann átti að gerast í blokk. Íslenskur þáttur og eins og svo margt sem gert var á þeim árum alveg snilldarframleiðsla.

Jæja....farin að gera eitthvað annað en að skrifa hérna.

Já gleymdi einu, ég hef verið að fækka bloggvinum. Þetta bloggvinakerfi fer svolítið í taugarnar á mér, ég set alltaf síður í favorites sem ég vil ekki týna. Mér finnst standa upp á mig að lesa hjá öllum bloggvinum og ég mun fækka þeim þar til ég er sátt við fjöldann. Ykkur er samt velkomið að lesa og kommenta að vild. Ykkur var ekki skutlað út vegna kommentaleysis, alls ekki. Þar af leiðir þá mun ég ekki taka við nýjum bloggvinum heldur, þetta er náttlega fáránlegt að koma sér í svona aðstöðu...þvingandi aðstöðu. Það er ekkert persónulegt ef þið eruð sett út....og vinsamlega ekki taka því svoleiðis.

Á tímabili var ég að hugsa um að hafa bara þá bloggvini sem ég hefði hitt í eigin persónu...hehe þá hefði þeim fækkað niðurfyrir 10 hehehe...nei og þó....Rósantsdæturnar yrðu náttlega hérna....kannski rúmlega 10 hehe

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Stundum byrjar þetta sakleysislega en leiðist svo út í minningu sem er gott að koma upp á yfirborðið, þú hefur misst marga og það er erfitt elsku Ragga mín. Vona að þú eigir góða helgi.  Kveðja til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.1.2008 kl. 13:18

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín þetta er hið besta mál, er maður reikar með huganum frá einu í annað, sagt er að þá sé maður að minnast og hreinsa út eitthvað
sem hefur hvílt á manni og þér líður vel á eftir.
þetta voru góð skrif hjá þér, fær mann til að hugsa til allra þeirra sem maður hefur misst og hugsar of lítið til.
                             Takk fyrir mig. Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.1.2008 kl. 13:30

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Bara að vinka bless..... er að fara að heiman um helgina.  Ekki að strjúka samt. 

Góða helgi mín kæra. 

Anna Einarsdóttir, 18.1.2008 kl. 13:47

4 identicon

smá forvitni í mér sá að þú varst í Laugarlækjaskóla þá hefur þúvæntanlega líka verið í laugarnessk ég var þar líka en er fædd 60 ég bjó í samtúni mín uppvaxtarár svo kannski vorum við saman í skóla? en þú mátt líka svara mér á brynja_har@hotmail ef þú vilt kv frá skaganum:)

Brynja www.blog.central.is/skordal_1 (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 14:50

5 identicon

Úff, byrjaði á að tékka á hvort ég væri á mínum stöðum

Það er víst þannig að þegar við komum í þennan heim þá er það eina sem er alveg öruggt með dvölina okkar hérna að við munum yfirgefa þennan heim þegar okkar tími er kominn. Og við skiljum vonandi flest okkar eftir fólk sem okkur þykir vænt um og þykir vænt um okkur. Þegar pabbi fór þá þakkaði ég guði fyrir að leyfa honum að fara en þakklæti er ekki í huga syrgjenda við skyndilegar brottfarir. Þá kemur upp reiðin, sem er jafn eðlileg og þakklætið. 

Knús og klús

ps. hittumst vonandi á miðvikudaginn

Kidda (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 15:11

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þetta er einmitt það sem ég elska við bloggið þitt...hvernig hugurinn fær að reika, minningar koma fram og við fáum að ferðast með...verðum,  í það minnsta sum okkar, örlítið betri fyrir vikið.....takk fyrir það.

Það er svo misjöfn byrði sem mannfólkinu er úthlutað......sumir gráta af því að það brennur við í pottunum eða springur á bílnum svo eru svona fjölskyldur eins og þín sem fá hverja þolraunina á fætur annarri....og standið samt uppi.....með mikinn sálarstyrk og þú greinilega ert með það á hreinu hvað skiptir máli í lífinu...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.1.2008 kl. 20:38

7 identicon

Veistu ég held að þetta sé góð hugmynd. Bloggvinalistinn er allt of langur. Ég til dæmis samþykki bara blint alla þá sem poppa upp í listann hjá mér, en ég er að spá í að fækka hjá mér líka.

Bestu kveðjur á þig ljúfust, vona að þú hafir það gott.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband