EM 2008

Bara örfærsla....íslenskir áhorfendur á EM 2008 fá klappið í upphafi leiks. Þeir sungu þjóðsönginn hátt og snjallt með strákunum og gáfu þar með rétta tóninn.

Áfram Ísland !

Þá er fyrri hálfleikur búinn og ég er búin að komast að því hvað þessi alkunna svíagrýla heitir, hún heitir Thomas Svensson og er markvarðarantik ...með glóðarauga og allt og minnir mig helst á sjóaðan fresskött.

Íslenska liðið virkar á mig þungt og þreytt. En stundum hafa þeir komið tvíelfldir til baka eftir leikhlé og nú bind ég vonir við það....Alfreð ...ýttu á réttu hnappana !!

 

Hann ýtti ekki á réttu hnappana og nú er ég orðin svartsýn...verulega svartsýn og akkurat í skrifuðum orðum eru dómararnir að gera einhvern skandal

Ó boj..okkur er slátrað þarna bara. Það klikkar allt hjá okkar mönnum, bara allt. Svensson markvörður er bara búinn að loka markinu og henda lyklinum. Það er alveg sama þó Svíar séu 2 færri, það bara skiptir ekki neinu máli.

Steinar er farinn úr stofunni, hann tautaði áðan yfir að það hefðu verið of margir æfingaleikir og mennirnir væru þreyttir. Ef það hefðu ekki verið neinir æfingaleikir þá hefði hann áreiðanlega sagt að þá hefði vantað W00t

Nú kom allt í einu góður kafli og ég er alveg hissa...munar bara 6 mörkum núna en rétt áðan voru þau 10

Og við töpuðum Crying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Bara smá knús

Kristín Snorradóttir, 17.1.2008 kl. 19:34

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

sama hér-knús knús.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.1.2008 kl. 19:40

3 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Frábærir stuðningsmenn  Er að fríka út af stressi hér við sjónvarpið

Katrín Ósk Adamsdóttir, 17.1.2008 kl. 19:41

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta var flott byrjun, nú er bara að taka Svíana.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 19:47

5 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ásdís ! Ég hélt að það hefði verið um samið að þú horfðir ekki á leikinn

Katrín Ósk Adamsdóttir, 17.1.2008 kl. 19:49

6 identicon

ÁFRAM ÍSLAND

Bryndís R (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 20:03

7 identicon

Endurtek: ÁFRAM ÍSLAND

Bryndís R (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 20:09

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég hef aldrei verið svona stressuð við sjónvarpið.    Anda inn, anda út, anda inn..... og TAKA ÞETTA SVO !!!! 

Anna Einarsdóttir, 17.1.2008 kl. 20:11

9 Smámynd: Ragnheiður

Æj ég mundi bara eftir að anda inn....ekki nema von að ég sé búin að fylla 3ja sæta sófann...

OG KOMA SVO!!

Ragnheiður , 17.1.2008 kl. 20:12

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

hlusta bara á í fjarlægð, hef ekki taugar í þetta,

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.1.2008 kl. 20:28

11 identicon

Hlusta í fjarlægð, skilst að þetta gangi ekki nógu vel hjá strákunum.

Kidda (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 20:33

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Ég er ekki viss um að ég nái að klára leikinn..........

Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 20:34

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þetta er orðið vandræðalegt; 14-23

Jóna Á. Gísladóttir, 17.1.2008 kl. 20:41

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Tap aftur.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.1.2008 kl. 20:56

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ahhhhh..... okkar óheppni hvað Svendson hinn Sænski var fjörugur fyrir fjörutíu árum.  (útskýring - hann bjó þá til þennan markmann).    Assgoti fannst mér dómararnir óvanir eitthvað að dæma líka á köflum.  En það verður ekki frá okkur tekið... sóknarleikurinn alltaf verið betri.  Logi skoraði þó laglegt mark í lokin og ég ætla að muna það og gleyma úrslitunum. 

Anna Einarsdóttir, 17.1.2008 kl. 21:05

16 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mikið er ég glöð að nenna ekki að horfa á handboltann, ég yrði svo svekkt!

Huld S. Ringsted, 17.1.2008 kl. 21:25

17 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hvað er handbolti ?

Steingrímur Helgason, 17.1.2008 kl. 21:52

18 identicon

Gengur bara betur næst. Vonandi

Bryndís R (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 21:58

19 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 18.1.2008 kl. 01:24

20 Smámynd: Adda bloggar

innlitskvitt og góða helgi.kv adda

Adda bloggar, 18.1.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband