Nýtt persónulegt met slegið í dag
16.1.2008 | 17:02
Ég fór í Kringluna í dag, það er óvenjulegt. Þangað fer ég aldrei. Auðvitað kom það ekki til af góðu. Björn þurfti endilega að breytast í hálfgert lukkudýr í dag. Það byrjaði með að hann hringdi í augnlækninn og það var til tími þar í dag. Meðan við biðum eftir honum þá margkomust við að því að engir tímar voru lausir fyrr en í apríl. Björn datt svona snyrtilega inn í afpöntun á tíma. Svo var að fara um lukkudýrið í gleraugnabúðina og þar kom fyrir það sem aldrei hefur áður gerst. Glerin fyrir vonda augað voru til. Ég hef skrilljón sinnum keypt fyrir hann gleraugu í gegnum tíðina og þau hafa ALDREI verið til og alltaf þurft að panta þau og bíða eftir þeim. Hann er með svo slæma sjón á þessu bilaða auga að venjulega hafa verslanir ekki legið með svona gler á lager. Hann komst að því í leiðinni að hann hefði svo slæma sjón að hann hefði ekki fengið vottorð fyrir meirapróf, það á eftir að verða leiðinlegt fyrir hann. Það verður skoðað betur síðar. Vont að vera úr atvinnubílafamilíu og geta ekki verið með í félaginu.
En metið mitt var semsagt að vera í Kringlunni í 3 klukkutíma og hér sit ég og blogga um þennan merkilega atburð í lífi mínu. Það var auðvitað fullt af fólki þar og ég gæti vísast gleymt mér heilan dag í að horfa á allt fólkið þarna.
Þegar við komum út aftur þá komumst við að því að það hafi kafsnjóað...KAFsnjóað. Ókum heim og komumst að því í leiðinni að Bessastaðir voru horfnir.
Ég var svo heppin að eiga gjafakort í Kringlunni og ég gat notað það. Fékk mér eina seríu af sjónvarpsþáttum sem ég er að safna og einn geisladisk. Skrapp í Bónus þarna og það er þá í annað sinn sem ég fer í Bónus í Kringlunni...sko mig ! Rambaði inn í bókabúð og fékk mér bók á útsölu. Bók sem kom út fyrir jólin eftir Ólaf Ragnarsson um Halldór Laxnes. Þarna mátti líka fá Guðna á útsölu en ég tímdi ekki að kaupa nema eina bók.
Nú eru feðgar farnir að sækja gleraugun, Steinar ákvað að hlífa kellingarvarginum (eða heimilisbókhaldinu?) fyrir meiri Kringludvöl og skutlaði mér heim meðan var verið að græja gleraugu Bjarnarins.
Komi hann heim á mínum bíl þá hefur hann ekki treyst sínum í snjónum. Minn er náttlega á mun betri dekkjum
Nú ætla ég að sitja hér, slaka á og taugabilast yfir því að kallarnir mínir eru úti í vonda veðrinu......
Þessi færsla var í boði Kringlunnar.
Athugasemdir
vá þú færð hrós frá mér ég efast um að ég mynndi þola 3.tíma í Kringlunni...... þú ert hetja
Kærleikskveðja.
Kristín Snorradóttir, 16.1.2008 kl. 17:11
Nú getur þú ekki sagt framar: Ég fer ALDREI í Kringluna, ónei, en þú getur glöð sagt: Ég fer nánast aldrei í Kringluna.
Smjútsí
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.1.2008 kl. 17:12
Úff ég fæ svokalla Kringluveiki þegar ég fer þarna.
Bryndís R (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 18:07
Glæsilegt met Ragga...og frábært að Björninn fékk gleraugu verð nú að segja að ég kann betur við hann með þau á nefinu hrekk enn við þegar hann kemur og engin gleraugu ...þá er ekki eftir nema að drífa sig í ökunámið.....kveðja til ykkar í snjóinn úr snjónum hér...
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 16.1.2008 kl. 18:17
dugleg varstu! ég tolli ekki þarna innan dyra nema örstutt, veit ekki hvað er í loftinu þarna.
Knús
Guðrún Jóhannesdóttir, 16.1.2008 kl. 18:18
ohh ég þoooli ekki kringluna.. þú ert hetja að hafa afrekað þetta
Signý, 16.1.2008 kl. 18:24
Mér finnst erfitt að fara í kringluna alltaf troði af fólki úff. knús á þig
Kristín Katla Árnadóttir, 16.1.2008 kl. 18:55
Þetta met þitt gæti ég aldrei slegið, ef ég neyðist til að fara þarna inn þá er strunsað áfram og svo beint út aftur.
Gott hjá Bjössa að ná sér í bílprófið.
Og Hilmar litli er bara megakrútt, en fer ekki ofan af því að hann er gömul sál.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 19:27
Síðast þegar ég var í 3 tíma í Kringlunni þá fór ég í Kringlubíó!
Mummi Guð, 16.1.2008 kl. 20:57
Vá dugleg ertu. Það þarf mikið að ganga á til þess að ég fari í Kringluna, eða Smáralind. Þoli ekki þær miðstöðvar
Blómið, 16.1.2008 kl. 22:08
Mummi, ég hef aldrei farið í Kringlubíó
Blómið mitt, ég fer helst ekki í svona miðstöðvar, finnst þær alveg voðalegar en nú varð ég að fara hehe. Augnlæknir stráksins er þarna og svo átti ég þetta gjafakort....eyða eyða eyða....tíhíhíí
Ragnheiður , 16.1.2008 kl. 22:18
ég læt duga að vinna í kringlunni 2 til 3 daga fer ekki annars í kringluna nú orðið aðdáuvert hvað þú ert dugleg að hafa tóra í kringluni þú ert algjör kjarnakona í mínum augum
lady, 16.1.2008 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.