Undur og stórmerki

og ég er alveg hissa og sannfærð um að málshátturinn ; þolinmæði þrautir vinnur allar...svínvirkar. Þegar sumir ungir menn á heimilinu voru að verða 17 þá voru sömu ungu menn búnir að vinna sér inn hjá móður fyrir bílprófi og svoleiðis. Hann fór í tíma og í ökuskólann, hann var næstum búinn með allt þegar............púff..........hann nennti þessu ekki.

Í morgun spurði hann okkur hvað hann hefði eiginlega verið á sterkum lyfjum þegar hann hætti við þarna um árið.. Gamla settið glotti ofan í kaffibollana..og þvertóku fyrir að nein lyf hefðu verið notuð. Nú ætlar hann að vaða í að klára þetta, verst er að hann verður að byrja aftur frá grunni.

Hver ferð hefst á einu hænuskrefi....hann fer í augnlækninn í dag.

Við eigum hérna ágætan gamla bíl handa honum, hann þarf að laga hann smávegis en þá ætti bíllinn líka að henta ágætlega fyrir byrjanda í umferðinni. Himmabíllinn er hérna inn í skúr og ég ekki tilbúin að sleppa af honum hendinni ennþá....vesalings Himmi minn.

Björn hefur semsagt ákveðið að ljúka við bílprófið áður en hann verður tvítugur....

Vei !

PS..tók aðeins til og hef örugglega farið offari við það...þið kvartið þá bara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Smúts

Fjóla Æ., 16.1.2008 kl. 11:41

2 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Mikið rosalega er ég ánægð..ég spuri hann einu sinni í vetur þegar hann var hjá okkur hvenær ætlar þú að taka bílprófið ? svarið var mjög skírt hann þirfti ekki að flíta sér því þá myndi ég bara senda hann í leikskólann og sækja systir sína..hehe ég vil nú einlega meina það að það væri bara gaman fyrir hann og ég tala nú ekki um litla systir en hann minnti mig á það að ef svo væri þá þirfti hann að fara út...hann er sko í afslöppun hér ,en eis og þú veist er Bjössi svo góður og hjálpsamur.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 16.1.2008 kl. 12:29

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Flott hjá stráksa. Um að gera að drífa þetta af, bráðnauðsynlegt fyrir unga herramenn að vera sjálfstæðir með bílpróf. Knús

Bjarndís Helena Mitchell, 16.1.2008 kl. 12:50

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bílpróf er bara algjört möst í mínum huga. Skil ekki þá sem geta beðið fram yfir 17 ára aldurinn.  Vona að pilti gangi vel og fari varlega í umferðinni.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.1.2008 kl. 13:00

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Flott hjá honum. Um að gera að drífa sig í bílprófið

Huld S. Ringsted, 16.1.2008 kl. 14:10

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt-kvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.1.2008 kl. 14:23

7 Smámynd: Signý

Hehehe vá... hann er duglegur maður, að geta og nenna að vera bílprófslaus. ég skildi ekki fólk sem tók ekki bílpróf þegar það varð 17 ára, þegar ég var 17 18 ára. Það var bara mitt stærsta markmið í lífinu að fá bílpróf, og ekki bara einhverntíman, heldur akkúrat á 17 ára afmælisdaginn. Og þrátt fyrir hvað ég er vitlaus og þurfti að taka bóklega prófið 3 sinnum þá náði ég samt að fá bílprófið á afmælsidaginn minn... Skipulag er ofar öllu hérna megin... sjitt hvað maður var illa rugluð

Signý, 16.1.2008 kl. 14:59

8 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

Já það er voða fínt að hafa bílpróf :)

Annars er ég að uppgötva kosti þess að taka strætó... það er bara afslappandi held ég bara. Fyrir utan það að maður fær kannski smá hreyfingu með því að labba sér út á stoppistöð ;)

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 16.1.2008 kl. 15:11

9 identicon

Flott hjá honum, á endanum verður maður vitur

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 17:00

10 Smámynd: Solla

jeyyyyyhhhh loksins kemst ég á rúntinn með litla bróður. Klús til Bjössa

Solla, 16.1.2008 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband