Jæja
15.1.2008 | 22:44
Ein alveg snilldarmynd af Hilmari.
Hann er bara flottastur...
Dúa segist hafa verið nr . 600.000 en ég held að hún sé bara að endurnýja pönnukökuinneignina sína, það er líka allt í lagi. Anna var rosalega nálægt þessu...
Það er ekkert í fréttum hérna núna...er ekki alveg sú hressasta, báðar hliðar bilaðar en á morgun ætla ég að reyna að hvíla mig og sjá hvort þetta lagast eitthvað. Þetta er ansi þungt stundum. Ég sé menn fá brandaradóma fyrir það sem ég tel alvarlegt brot. Himmi var dæmdur mun þyngra oft á tíðum en hann meiddi ekki fólk, hvorki börn né fullorðna.
Steinar ætlaði að kaupa 2 dekk í dag en vegna þess að við erum sérvitur og viljum bara ákveðna sort þá fékk hann ekki dekk. Ekki til á landinu. Hann er svosem ekki á ónýtum dekkjum, vetrardekkjum frá mér síðan í fyrra. Græna skruggan (dekurrófan) fékk nýja kuldaskó í vetur.
Við púslum bara hérna og höfum það ágætt.
Ég eins og fleiri vorum slegin óhug eftir atvikið við Laugarnesskóla, gamla skólann minn. Við þurfum alltaf að halda vöku okkar og brýna fyrir börnum okkar að fara ekki í bíl með ókunnugum, við getum ekki passað þau hverja mínútu. Forvarnir byrja heima.
Þetta er samt ekki framtíð sem við íslendingar höfum áhuga á...það er skelfilegt að fylgjast með t.d. bandarísku þjóðfélagi, þar má ekki líta af börnum....æj hrollur...Það er eiginlega ekkert hægt að segja en það setur að mér óhug.
Jenný leiðist ekki neitt og hefur ekki leiðst neitt í dag, ég er alveg viss um það
Athugasemdir
Algjör gullmoli barnið, hélt þegar ég sá fyrirsögnina að það væri ný mynd af Himma þínum.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2008 kl. 22:46
Já ég hef enn ekki treyst mér í að skoða myndaalbúm og svoleiðis til að finna fleiri myndir af Himma, þetta er enn svo sárt og erfitt þó ég sé að reyna að bera mig mannalega hérna.
Ragnheiður , 15.1.2008 kl. 22:50
Yndislegur strákur, alveg bráðfallegur. Knús í bæinn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.1.2008 kl. 22:56
Jesúsinn minn hvað hann er bjútis. OMG. Krúttkast.
En heyrðu ef einhver á að fá pönnsu þá er það ég fyrir viðleitni. Var í því að fara inn á þriggja mínútna fresti og taka status á teljara. Bílíf jú mí ég á skilið pönnsu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.1.2008 kl. 23:04
OMG hvað krílið er mikið krútt.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 23:19
Ég fæ óstjórnlega löngun í að máta litla kút.... algjört krútt
Hehe sá að elskan hún Jenný hafði nóg að gera í dag......á síðunni þinni
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.1.2008 kl. 23:46
Bara flottastur og með fallegasta nafniðég sendi þér Ragga mín þér óteljandi kossa og knús.
Ps.Ég Þekki þig ekki neitt ,en les pistlana þína kæra Ragga mín ég vona svo sannarlega mín kæra að það fari að birta hjá þér mín kæra.kv.linda
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.1.2008 kl. 23:59
hann er yndislegur
vona að þú farir að hressast
Svanhildur Karlsdóttir, 16.1.2008 kl. 00:15
Já það er satt Jenný mín, þvílík viðleitni hehe...ekki blikkað auga í dag
Ragnheiður , 16.1.2008 kl. 00:15
Hann er svo sætur sko!!
Mér finnst samt að þetta ætti að vera bannað. Að sýna konum á barneignaraldri svona lítil og sæt börn. Annars tilkynnti eldri dóttir mín mér í dag að hún vildi eiga 4 systkyni.... ahamm!!! Ég er ekki alveg viss sko! Væri svosem alveg til í að eiga svona mörg börn en þá þyrfti ég að hafa nóg pláss og formúgu af peningum til að sjá fyrir skaranum... Þannig að henni verður líklegast ekki að ósk sinni blessunin.
Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 16.1.2008 kl. 00:18
Hehehe já það ætti að vera bannað, það er satt. Ætti kannski að útbúa viðvörun efst þarna á borðann :
VARÚÐ BARNAMYNDIR
Ragnheiður , 16.1.2008 kl. 00:24
Jeminn hann Hilmar er svo sætur og hrilli fallegur vona að ég fái að sjá hann og máti næst þegar við droppum við á Nesinu.
Svo ein spurning er Bjössinn farin út ? æj mér var bara svo sterkt hugsað til hans í gær..og hef ekki sé hann á msn..
Knús á Nesið frá okkur úr snjónum.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 16.1.2008 kl. 08:19
Vá hvað hann er mannalegur Algjör moli
Krúttkast !!
Guðrún B. (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 08:58
ótrúlega fallegt barn
Rut Rúnarsdóttir, 16.1.2008 kl. 09:13
Sjáiði svipinn á drengnum? Hvernig fara svona kríli að því að verða svona heimspekileg? Sjáiði augun? Svona djúpvitur!
Yndislegur snáði
Hrönn Sigurðardóttir, 16.1.2008 kl. 09:29
ohhhhhhh bráðn - hann er svo fallegur þessi litli snáði
Dísa Dóra, 16.1.2008 kl. 09:31
Hárið á Hilmari litla, ó hann er sodan dúlla, en amma hann er að segja að honum sé doldi kallt. oddó malla, knúsi knús. Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.1.2008 kl. 10:05
Þessi mynd er svo flott að það er eiginlega ekki hægt að koma neinum lýsingarorðum að því. Svakalegur hárlubbi er á guttanum
Jóna Á. Gísladóttir, 16.1.2008 kl. 11:23
Oddó malla, knúsi knús.
Hvernig er hægt að vera svona falleg mannvera ?
Anna Einarsdóttir, 16.1.2008 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.