Syfjuð
14.1.2008 | 09:12
Þrátt fyrir að Heiður hafi reynt að vekja mig með kafsnjómyndum úr Grindavíkinni. Þá datt mér í hug við kallinn í gær, þurftum aðeins að skreppast að heiman. Steinar segir með skelfingu í röddinni, það hefur bara snjóað heilmikið ! Ég leit út um bílgluggann og taldi snjókornin, ég held að þykktin á ullarteppinu hafi næstum náð hálfum sentimetra ! Ég benti manninum á þessa veðurathugun mína og hann ákvað að skipta um umræðuefni. Ekki skil ég afhverju ?!
Annars er nákvæmlega ekkert í fréttum nema náttlega á heimsvísu, bendi á www.mbl.is og www.visir.is
Nú ætla ég að halda áfram við það sem ég er að gera....gríðarlega upptekin.
Bonzó er í klappi og knúsi hjá Öskju. Hann átti tíma þar í morgun og eftir skakkaföll helgarinnar fær hann nýjar síur...sá verður glaður, hann verður áreiðanlega alveg grænn af gleði !
Athugasemdir
Það er allt hvítt hér. Hafðu það gott Ragnheiður mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 14.1.2008 kl. 10:46
Í hvaða landi búið þið??? hér er bara föl eins og í gær.
Ásdís Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 12:31
Yndislegt veður, verð að segja að ég elska að vera heima hjá mér í svona smá snjóveðri
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 12:33
Hér er sko ekki snjór heldur kafsnjór.
Það nær mér upp a mið læri fjandans snjórinn.. en ég er svosem með hæstu dvergum í heimi þannig að þetta kanski nær öðrum upp á miðja kálfa.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 13:30
Gott að heyra að þú ert upptekin. Ég vona að það sé í einhverju skemmtilegu.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.1.2008 kl. 14:16
ég var að segja við mömmu að mér væri farið að líða eins og þegar ég var lítil fyrir vestan allt á kafi í snjó.
kveðja til ykkar.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 14.1.2008 kl. 14:32
Hæ öll eins og ég bloggaði í morgun þá er ég hætt að skilja þetta
veður á suðvestur landi, en farið varlega, þetta veður getur verið varasamt fyrir þá sem eru ekki vanir því
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.1.2008 kl. 14:34
Mér líður ágætlega í snjónum enda í útgöngubanni. Hehe.
Knús á þann græna og sjálfa þig í leiðinni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.1.2008 kl. 15:45
Bryndís R (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 16:30
Getur maður orðið grænn af gleði ? Ég hef þá alltaf haldið að ég væri orðin veik, þegar ég var bara svona glöð.
Anna Einarsdóttir, 14.1.2008 kl. 16:41
Ég spurði Steinar og hann er víst grænn bara hvorteðer....honum er batnað og ég losnaði við að eiga margar krónur inn á reikningnum mínum...ég er ótrúlega heppin
Ragnheiður , 14.1.2008 kl. 19:23
Mikið vildi ég nú fá svona veður eins og var í Grindavíkinni, minnir mann á þá gömlu góðu þegar vetur var almennilegur hérna á höfuðbirgarsvæðinu
Mikið ertu heppin að geta létt á buddunni í svona ovænt
Kidda (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 00:54
Klús í nóttina
Bjarndís Helena Mitchell, 15.1.2008 kl. 01:22
99758, frrrrrrrrrrrrruuuuuuuuuuuuuussssssssssssssssssssssssssssss
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.1.2008 kl. 15:57
99773, heyrðu Ragga, heldurðu að fólk fatti að mér leiðist í veikindunum? Ha? Segi sonna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.1.2008 kl. 16:03
hehe nei nei Jenný, það dettur engum það í hug
Ragnheiður , 15.1.2008 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.