Taugasterka konan
13.1.2008 | 18:08
Hún braut saman tonn af þvotti meðan fyrri hálfleikur var spilaður.
Hún sortéraði annað pússluspil í stað þess sem kláraðist.
Hún rápaði um allt hús og tók til
Þegar tvær mínútur voru eftir af seinni hálfleik þá stóð hún í eldhúsinu
Þegar leiknum var lokið gekk hún pollróleg inn í stofu og spurði hjásvæfuna hvernig leikurinn hefði farið.
Róleg ...ahh....nei....taugakerfið hrundi og svona brýst það út hjá næstum miðaldra konu
Annars leist mér ótrúlega vel á Bjarna Fritsson, leikgleðin skein út úr andliti hans og hann minnti mig á gullaldarstrákana sem var unun að horfa á.
Óli betri en síðast, ekki ragur við að skjóta.
Góður æfingaleikur.....
Farin að elda mat...úff...ég er þreytt af þessum æsingi.
Athugasemdir
Ragga lestu hjá mér, við erum alveg eins með þetta,
bloggaði í hálfleik og svo viðbót þegar leikurinn var búin,
þá var ég líka búin að saxa lauk, sveppi og brocoli í öreindir
þetta getur gert út af við mann og maður er hás af öskrum.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.1.2008 kl. 18:17
Af hverju fattaði ég ekki að láta minn mann fá þvottinn í sófann á meðan leikurinn fór fram Veit sosum ekki hvort það hefði dugað en aldrei að vita.
Kidda (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 18:17
Hahaha já Milla við erum eins með þetta hehe....
Ég veit ekki Kidda...ég meira að segja afþakkaði hjálp við þvottinn, minn svo elskulegur að hann ætlaði að aðstoða mig.
Ragnheiður , 13.1.2008 kl. 18:23
Dugleg kona.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.1.2008 kl. 18:26
Ragga... TONN AF ÞVOTTI ? Nú ætla ég að vera alveg hreinskilin við þig: Þú átt of mikið af fötum. OF MIKIÐ. Nú koma svo góðu fréttirnar: Þú ert velkomin hingað að horfa á leik með mér. Ég á samt bara svona 50 kíló af þvotti en það má bjarga því... leita bara til nágrannana með aðstoð.
Mér líst þrusuvel á þetta lið, fyrir utan Garcia. Hann vil ég hafa heima. Snorri Steinn er mitt aðal-uppáhald þótt allir séu þeir í uppáhaldi. Petterson, Óli, Guðjón Valur, Logi og markverðirnir, allir þrusuleikmenn. Bjarni Fritsson kemur nýr inn og bara blómstar með það sama.
Annars er saltkjöt í matinn.
Anna Einarsdóttir, 13.1.2008 kl. 18:33
Ég er aldrei duglegri en þegar ég horfi á leiki, þoli ekki að sitja kyrr í æsingnum. Mig vantar þvott. og sól
Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 18:52
Úff já segi það með þér. Ég verð bara þreytt eftir að horfa leiki.
Bryndís R (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 18:54
Ónei!! Ég gleymdi að horfa á leikinn!! Hvernig gat þetta skeð??
Nú er ég hissa..........
Hrönn Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 19:10
Anna..smá skreytni með þvottinn. Líst vel á að horfa á handboltann með þér. Svona 4 þvottavélar er nóg til að brjóta saman á meðan...eða sko fyrir eina.
Nei Hrönn ? Hvað gerðist ? Æj æj æj
Ragnheiður , 13.1.2008 kl. 20:52
þið eruð dásamlegar
Næ bmér bara svona á strik þegar Snæfell í Hólminum keppir í körfu, en þá á ég líka til að rífa í hár, sko mitt eigið
Guðrún Jóhannesdóttir, 13.1.2008 kl. 21:20
Er þessi þvottur ekki orðinn úr sér genginn? Mætti kannski bara setjann útí tunnu og kaupa nýtt, það gerur ástæðu til að fara í smáralindina og sjá allt flotta fólkið ......
Maddý (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 22:00
innlitskveðja
Adda bloggar, 13.1.2008 kl. 23:51
Þegar kemur að 'strákunum okkar' í íslenska handboltalandsliðinu þá kemur greinilega í ljós að einhver munur er á kynjunum.
Alla vega á þeim heimilum sem að ég þekki eitthvað til á.
Konur nefnilega vita meira um handbolta en karlar...
Einfalt mál,
en samt flókið...
Steingrímur Helgason, 14.1.2008 kl. 00:56
Já er það Steingrímur ? Ætli það sé þess vegna sem Steinar spyr mig alltaf hvað þeir heita ? Hehehehe...handbolti eru stelpusport, hálfberir kallar og mikill hamagangur
Ragnheiður , 14.1.2008 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.