Hvenær verður umburðarlyndið of mikið ?

Samkvæmt tölfræði þá brutu útlendingar sjaldnar af sér en íslendingar...ok gott og vel.

Í síðasliðinni viku þá réðust nokkrir menn á lögreglumenn við störf (óeinkennisklædda) og börðu þá í plokkfisk. Ekki var hægt að greina að um væri að ræða lögreglumenn en það kemur málinu bara ekki við. Þetta hefðu þá bara í staðinn verið við, almennir borgarar. Svo kemur upp úr kafi að þessir kappar eru ekki að berja mann og annan í fyrsta sinn og áður hjólað í löggur.

Í dag slógust svo tveir. Gat kom á annan svo hann lak um allt. Hver kemur til að bjarga málinu, nú löggan. Þá kemur í ljós að þessi með lekann er með berkla...örugglega þessa austurevrópsku sort sem snýr upp á sig þegar gefin eru hefðbundin berklalyf.

Á þetta bara að vera svona ? Á að flytja inn bara alla sem vilja koma og þykjast ekki sjá reynslu annarra þjóða af slíku ?

Svo er hitt, hver vill eiginlega vera lögga ? Ekki er tímt í þá kaupinu ræflana og svo mega þeir eiga von á barsmíðum og allskyns smiti.....

Þessi færsla er til heiður lögreglunni. Án þeirra væri margt í voða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég get ekki ímyndað mér að það sé spennandi að vera lögga þessa dagana, verandi í stórhættu með skítalaun!  Auðvitað á þetta ekki að vera svona en enginn þorir orðið að tjá sig um hlutina því þá verður allt vitlaust og orðið Rasisti ofnotað þegar það kemur rasisma ekkert við. En mér líst ekkert orðið á hvernig þjóðfélagið verður orðið þegar mínar dætur fara að ala upp börn ef ekkert verður gert

Huld S. Ringsted, 12.1.2008 kl. 16:30

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Löggur eru hetjur!!

Það á að setja alla í læknis skoðun sem sækja um landvistarleyfi.

Sporðdrekinn, 12.1.2008 kl. 16:59

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ó já, ég held við séum komin á þann stað, þar sem við verðum að íhuga okkar gang varðandi þessi mál.  Peningar eru aldrei þess virði að fórna fyrir það öryggi, heilbrigði og fá yfir okkur erlendar mafíur sem berja á fólki og flytja inn ólögleg efni.  Nú er nóg komið.  Íslensk stjórnvöld eiga ekki að leyfa erlendu fólki að koma í landið og setjast hér að, nema viðkomandi sé með hreint sakavottorð og læknisvottorð. 

Anna Einarsdóttir, 12.1.2008 kl. 18:22

4 identicon

Það er ein lína sem er dregin í þessu máli, Hells Angels fá ekki að koma inn í landið að því að sagt er ... svei mér þá ég er farin ef þetta á að vera svona!

Maddý (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 18:29

5 Smámynd: Hugarfluga

Þetta er nefnilega orðið gott og mál að linni. Góður pistill.

Hugarfluga, 12.1.2008 kl. 18:40

6 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Innlitskvitt. Knús frá mér,

Bjarndís Helena Mitchell, 12.1.2008 kl. 19:04

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hélt ég myndi seint segja það, en mér er farið að ofbjóða.  Það verður að fara að taka af einhverri skynsemi á þessum málum.

Ég sárvorkenni  lögreglunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.1.2008 kl. 23:36

8 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

það mætti sannarlega krefjast þess að sakavottorð væri hreint og einnig þyrfti að skila heilbrigðisvottorði!

Segir konan  með erlendu tengdadæturnar hehehehe 

Guðrún Jóhannesdóttir, 12.1.2008 kl. 23:52

9 Smámynd: Mummi Guð

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og æðsti yfirmaður lögreglunnar gefur í skyn á heimasíðu sinni að mennirnir sem réðust á lögreglumennina hafi verið gerðir út af erlendri mafíu til að lumbra á lögreglunni til að koma þeim í skilning um hver ræður.

Þannig er það bara í Litháen að lögreglan ræður engu, þar ræður mafían og hún er að reyna að ná undirtökunum hérna og þeim tekst það ef við gerum ekkert og höldum áfram að vera umburðarlyndir gagnvart þessum glæpamönnum.

Mummi Guð, 13.1.2008 kl. 00:50

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þið eruð farin að hljóma sem Frjálssundurlyndir rasistar eiginlega.

Nú, þessar skoðanir voru kallaðar það fyrir kosníngar...

Venlíg heilsen, Ragga.

Steingrímur Helgason, 13.1.2008 kl. 01:06

11 identicon

Ég er ekki fordómafull gangvart útlendingum, en það er hins vegar staðreynd að innan um allt þetta erlenda fólk sem er hérna eru stórhættulegir einstaklingar sem eiga ekkert erindi hingað.

Meira að segja fólki sem hefur búið lengi hérna, jafnvel í áratugi blöskrar að fólk skuli komast svona auðveldlega inn í landið. Án þess að sýna sakavottorð eða heilbrigðisvottorð.

Ég vil stöðva glæpagengin í að koma hingað og ná fótfestu, saklaust fólk er velkomið hingað mín vegna. 

Kidda (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 02:14

12 Smámynd: Ragnheiður

Frjálssundurlyndirrasistar er hér með valið orð dagsins.

Ég hef enga fordóma gegn útlendingum. Það er nákvæmlega ekkert að því að hingað komi heiðarlegt fólk, til lengri eða skemmri dvalar. Við erum nú heldur ekki að gera þeim sérstakan greiða með að flytja inn glæponana.

Það hlýtur að vera hægt að sortéra þetta eitthvað betur en gert er.

Það er best að kíkja á færslu BB um málið 

Ragnheiður , 13.1.2008 kl. 02:28

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það er góður punktur sem Maddý kemur með hér. Þegar spurt er út í þessa hluti: afhverju er ekki dregin lína...? þá eru svörin alltaf: vegna þess að við erum partur af systemi bleh.. En svo stoppa þeir Hell angels af. Hvernig má það vera að það sé löglegt ef svo má ekki meina neinum öðrum aðgang?

Jóna Á. Gísladóttir, 13.1.2008 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband