Í gær voru 6 ár síðan
12.1.2008 | 13:21
þessi ungi maður lést. Hann hét Hafþór og var stóri bróðir hans Himma. Oft fannst mér þessir tveir líkir. Báðir óskaplega glaðir og kátir. Miklir prakkarar og uppátækjasamir. Bíladellan var aðalsmerki þeirra tveggja. Nú hafa þeir kannski hist,bræðurnir. Tvisvar hefur Gísli, pabbi strákanna minna þriggja, þurft að ganga þessi þungu spor að fylgja barni sínu til grafar. Það eru hræðileg örlög. Undanfarna daga hefur hugurinn leitað til foreldra hans Hafþórs og bræðra hans. Á ferðalagi ,líklega ári síðar, fann ég leiði hans fyrir algera tilviljun. Ég var nánast teymd áfram og beint að leiði hans þarna fyrir norðan. Það áttum við tíma saman. Hafþór lét eftir sig 2 börn, sonur hans er svo mikið líkur Hafþóri eins og hann var árin sem við þekktumst best.
Kær kveðja til ykkar aðstandenda hans Hafþórs, ég veit að þessir dagar eru erfiðir.
Athugasemdir
Ég get ekki ýmindað mér sorg þeirra sem missa börnin sín þar sem ég hef sem betur fer ekki upplifað hana. Frá botni hjarta míns samhryggist ég þeim foreldrum sem upplifa þá sorg sem nístir inn að merg. Knús á þig Ragnheiður mín
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 13:41
Já Hafþór var yndislegur strákur það sem ég þekkti hann sem var alltof lítið, hitti hann nokkru sinnum eftir að hann og frænka fóru að búa saman, og það passar Davíð sonur þeirra er alveg eftirmynd pabba síns og hefur mikinn áhuga á bílum.
Hallgrímur Óli Helgason, 12.1.2008 kl. 13:51
Dísa (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 18:01
Kolgrima, 12.1.2008 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.