Hefur einhver sem þið þekkið eignast hund óvænt ?

Ég er hundakona, löngu farin í hundana....myndir af hvuttunum mínum eru hérna í myndaalbúmum. Ég þoli illa að hundar séu í vondum málum, mér er bölvanlega við það.

Ég auglýsti eftir ketti um daginn en nú auglýsi ég eftir hundi. Sjá þessa tengingu.

Þarna eru símanúmer og allt sem til þarf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég var búin að sjá þetta hjá Jóni Steinari.  Gott hjá þér að auglýsa líka, Ragnheiður.   Ferlegt og óskiljanlegt að stela lifandi dýrum. 

Anna Einarsdóttir, 11.1.2008 kl. 23:47

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ósköp eru sumir óþroskaður og leiðinlegir.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.1.2008 kl. 00:18

3 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Þakka þér kærlega fyrir þetta Ragnheiður.

Hlynur Jón Michelsen, 12.1.2008 kl. 00:26

4 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Ég sá þetta fyrr í dag á hundaspjallinu. Ég hef mestar áhyggjur af því hvað drengurinn sem stal hundinum er að gera við hann, en ekki, í guðanna bænum, fara í Lúkasinn með það! Það stoðar lítið að vera með múgæsing. Ég vona bara að hundurinn komist til skila strax í kvöld.

Ég sem hélt að þú værir að fá þér annan hund kona!

Bjarndís Helena Mitchell, 12.1.2008 kl. 01:11

5 identicon

Ef minni yrði rænt þá veit ég ekki hvað ég myndi gera

Er næstum því alveg viss um að bróðir þessa hunds var í pössun hjá mér um síðustu helgi. Aldur, tegund og útlit passar alveg.

Vona svo sannarlega að hann komist til síns heima strax. 

Kidda (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 01:28

6 Smámynd: Ragnheiður

Já ég segi það, vonandi kemst hvutti fljótt heim. Það þarf nú alls ekki neinn Lúkas á þetta...bara auglýsa þetta.

Ragnheiður , 12.1.2008 kl. 09:01

7 Smámynd: Mummi Guð

Mér finnst ótrúlegt að einhver steli hundi. Ætlar maðurinn virkilega að reyna að eiga hann og vera með hann í felur á meðan hann lifir. Ef þjófurinn er úti að labba með hundinn eftir 5 ár og hittir löglegan eiganda hundsins. Þá mun eigandinn þekkja hundinn og hundurinn mun þekkja eigandann aftur. Ég held líka að það sé lítið gaman að eiga hund sem enginn má sjá!

Ég vona að Mjölnir komist heim sem fyrst. 

Það er ekki hægt að líkja þessu við Lúkasarmálið.

Mummi Guð, 12.1.2008 kl. 09:27

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Búin að fara inn á síðuna hans Hlyns og senda Marvin syni hans baráttukveðjur. Hann er svo mikið krútt hann Mjölnir og flott nafn.
                                Kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2008 kl. 10:24

9 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Vonandi finnst hundurinn heill á húfi, þetta er ekkert annað en níðingsverk.

Vildi annars bara láta vita af mér, hef ekki verið dugleg á blogginu undanfarna daga.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 12.1.2008 kl. 10:49

10 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

ÆJ hvað ég skil strákinn vel dýrin eru svo stór hluti af fjölskyldunni ég bara skil ekki að fólk geri svona leisa dýrið og sleppa...vona að hann finnist sem fyrst.

Kveðja til þín Ragga mín þú brekst ekki þegar á þarf að halda... 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 12.1.2008 kl. 11:05

11 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Að stela annara manna hundi. Það skil ég ekki.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.1.2008 kl. 11:31

12 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

þetta er ljótt að heyra, vonandi finnst hann sem fyrst,

ég á 2 hunda, og mér líður nógu illa þegar þeir stinga  af í smá-könnunarleiðangur, hvað þá ef einhver myndi stela þeim, úfffffff 

Svanhildur Karlsdóttir, 12.1.2008 kl. 12:53

13 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Góðar  fréttir.

Mjölnir er kominn í leitirnar.

Mjölnir er fundinn. Hundaeftirlitsmaður Reykjavíkurborgar fékk hann í hendurnar og kom honum fyrir í hundageymslu. Þangað getur Marvin sótt hann á morgunn. Við Marvin viljum þakka ykkur fyrir ábendingarnar og ekki síst þann ómetalega stuðning sem þið bloggverjar sýnduð, sem leiddu til þess að hundurinn komst þangað sem hann er nú.

Hlynur Jón Michelsen, 13.1.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband