gömul hús, feminismi og aumingjaskapur

Þessi gömlu hús á Laugavegi, ég er hreint ekki á því að almenna reglan eigi að vera að rífa alltaf þetta gamla og byggja nýtt. En...núna er málið svo langt gengið með þessi hús á Laugavegi 4-6 að borg eða ríki munu baka sér bótaskyldu ef áætlanir ganga ekki eftir um að rífa og byggja hótel (sic eru þau ekki þegar of mörg í miðborg) Ég dauðsé eftir aurunum sem fara í hugsanlegar bætur....hef sko skrilljón hugmyndir um hvernig má nota þann aur betur og í þágu fólksins.

Um daginn las ég umræðu hjá Jónu um feminisma. Eitt kommentið sem kom þar inn snerist að því að til væri sérstakt helvíti fyrir konur sem ekki stæðu með konum. Þar sem ég hef alla tíð metið hvern einstakling eftir eigin verðleikum og verið slétt sama um utanáliggjandi vatnsgang viðkomandi þá tel ég einsýnt að þangað lendi ég. Spurningin er ; hefur einhver lýsingu á staðháttum þarna ? Er þetta eins og hitt Hellið, sjóðheitt lastabæli þar sem maður má gera allt sem manni var bannað hérna megin ?

Ég er að setja persónulegt met í aumingjaskap. Mér er kalt og ég er þreytt, er að komast í vaktafrí og er að hugsa um að eyða fríinu upp í rúmi bara. Annars á ég nýtt púsluspil Whistling klikkaði aðeins á sparnaðarstillingunni í Bónus um daginn. Það kostaði reyndar bara 1300 krónur en nóg til þess að kallinn minn náði að gera aðeins grín að mér...hehe. Hann segir nú oft að við séum heppin að geta gert grín að hvoru öðru án þess að neinn móðgist hehe.

Las stafapistil frá snjöllum stelpum í Logalandi, finnst svo gaman að hugmyndaflugi barna.

Já....hm...man ekki meira í augnabliki


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ertu ekki bara í þessu helvíti núna?? gott að klára það og svo allt bú. Ég er algjörlega á móti þessum tilteknu húsum, en aðhyllist vernd yfirleitt, þetta er bara svo geðveikt peningadæmi og ég þoli það ekki. Er hissa á kommentum hjá mér þar sem ólíklegasta fólk vill bara vernda og vernda án alls tillits til kostnaðar, mér finnst það skrýtið.  Hvíldu þig vel yndið mitt, það er gott fyrir heilsuna.  Recliner 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 20:01

2 Smámynd: Bryndís

Ahh, elska púsl     Minntir mig á að ég ætla að fara til borgarinnar á morgun og kaupa mér pússluteppi, takk 

Bryndís, 9.1.2008 kl. 20:05

3 Smámynd: Ragnheiður

Ásdís mín, það er kannski bara málið ? Mér finnst ég amk stundum á vondum stað.

Dísa mín, það er fátt meira róandi en að sitja og púsla...tæmir hugann og maður nær að hvílast. Benti einni rifrildisskjóðunni á barnalandi á þetta um árið og fékk eintómar skammir fyrir það hehe

Ragnheiður , 9.1.2008 kl. 20:12

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Púsl er alveg frábært að eiga stórt og mikið, mamma setti alltaf upp á sér borð, stórt púsl fyrir hver jól, síðan gátu allir púslað sem vildu,
það er afar róandi.
Þær eru yndislegar systur í Logalandinu.
Já það er gott að vera í kröfulausu sambandi.

                            Sendi þér ljós og orkukveðjur inn í vaktafríið þitt
                                             Milla. 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.1.2008 kl. 20:23

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt og kærar kveðjur.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.1.2008 kl. 20:34

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

'i ég er á móti því að gömul hús séu rifin en nú hallast ég að því að húsin við Laugavegin séu komin of langt í ferlinu og það borgi sig að klára dæmið í staðinn fyrir að morga milljónir í bætur.

Mér fannst þetta full gróft með helvítið þú veist. Þó ég skilji meininguna.

Þetta er rosalegur útsláttur og eyðsla á þér kona, heilar 1300 spírólínur í pússluspil.  Hehe.

Njóttu þess, ég er sjálf með hósta og hita og sef og sef.

Það er best.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.1.2008 kl. 21:01

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Óh hvað  hvað mér þykir væntu þig og er svo sammála þér.Og reyndu að hafa það gott.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.1.2008 kl. 21:48

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já Ragnheiður..... "eiga konur að standa með konum" samkvæmt þessu kommenti ?  Ég er þá líka í slæmum málum, því ég stend með þeim sem mér líkar vel við, alveg burtséð frá því hvort viðkomandi er karl eða kona. 

Við erum í slæmum málum, tralla lala laaaa. 

Anna Einarsdóttir, 9.1.2008 kl. 21:55

9 Smámynd: Myndlistarfélagið

Það eru engin dæmi fyrir því að borgaðara hafi verið bætur fyrir ímyndaðan gróða einhverra verktaka. Best að láta á það reyna fyrir dómstólum ef þeir vilja. Við verðum enn glaðari eftir 20 ár ef þessum húsum verður bjargað. Sjáið Bernhöftstorfuna í dag, vildum við hafa þar Moggahallir í dag eins og til stóð!) Auðvitað ekki, en íhaldið var næstum búið að boxa það í gegn á sínum tíma og þá sögðu margir: "Þessi hús eru ónýt og ljót, rífum þau".

En nú eru breyttir tíma vona ég. Það eru líka til peningar til að bæta stöðu aldraðra, langveikra barna og fátækra. Peningarnir eru bara settir í annað í dag og því þarf að breyta. Bestu kveðjur, 

Myndlistarfélagið, 9.1.2008 kl. 21:56

10 Smámynd: Bryndís

Já mjög róandi að pússla, er samt með eitt núna og það pirrar mig rosalega , byrja alltaf að söngla:  ein ég sit og pússla og er að verða geðveik, hehe,  set músík í botn á morgun og held áfram með það, svo ég heyri ekki sönglið. 

Bryndís, 9.1.2008 kl. 21:58

11 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þessi færsla átti að vera í mínu nafni (Hlynur Hallsson) en ekki myndlistarfélagsins. Ég sé um þá síðu en skrifa auðvitað ekki athugasemdir í nafni þess! Afsakið þetta. Bestu kveðjur aftur, frá mér,

Hlynur Hallsson, 9.1.2008 kl. 21:59

12 Smámynd: Hlynur Hallsson

Það eru engin dæmi fyrir því að borgaðara hafi verið bætur fyrir ímyndaðan gróða einhverra verktaka. Best að láta á það reyna fyrir dómstólum ef þeir vilja. Við verðum enn glaðari eftir 20 ár ef þessum húsum verður bjargað. Sjáið Bernhöftstorfuna í dag, vildum við hafa þar Moggahallir í dag eins og til stóð!) Auðvitað ekki, en íhaldið var næstum búið að boxa það í gegn á sínum tíma og þá sögðu margir: "Þessi hús eru ónýt og ljót, rífum þau".

En nú eru breyttir tíma vona ég. Það eru líka til peningar til að bæta stöðu aldraðra, langveikra barna og fátækra. Peningarnir eru bara settir í annað í dag og því þarf að breyta. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 9.1.2008 kl. 21:59

13 Smámynd: Mummi Guð

Ríki og borg eiga ekki að skipta sér af því hvort það eigi að rífa svona kofa. Kofarnir eru í algerri niðurníðslu og passa engan veginn inn í miðbæinn.

Ef eigendurnir vilja rífa kofana, þá á að leyfa þeim það.

Mummi Guð, 9.1.2008 kl. 22:08

14 Smámynd: Ragnheiður

Ég og torfan eigum langa samleið, þegar ég var krakki í Þingholtunum þá skreið ég þarna inn í ónýt húsin að leita að villiköttunum sem amma mín hafði í fæði. Ég fann þá en það er efni í annan pistil.

Að sjálfsögðu hlýtur að skapast bótaábyrgð þegar málið er látið ganga svona langt áður en framkvæmdir eru stöðvaðar. Það kemur þá í ljós síðar. Nú hafa bæði forseti, forsætisráðherra, biskup og seðlabankastjóri hvatt almenning til að herða sultarólar. Það er sjálfsögð krafa okkar smælingjanna að ríki og borg gangi þar á undan með góðu fordæmi og kasti ekki almannafé á glæ.

Ég er almennt á móti niðurrifi þessara gömlu sögufrægu húsa og finnst fátt ljótara í miðbænum en þessi gamla morgunblaðshöll, næst ljótast er Plaza sem er það við hliðina á.

Það er samt bara ekki pointið hjá mér heldur að gætt sé aðhalds og peningunum eytt eins og mér líst á en ekki í tóma vitleysu.

Svo er annað mál hvað ég á að vera að skipta mér af fjárreiðum Reykjavíkurborgar, ég bý alls ekki þar

Yfirsjónin með að skammast sem myndlistarfélag er að fullu fyrirgefin

Ragnheiður , 9.1.2008 kl. 22:09

15 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Tek undir hvert orð hjá þér Hlynur.

Maðurinn minn er í Ferðaþjónustu geiranum þú meira segja birtir mynd af honum á síðunni þinni um daginn samkvæmt þeim gögnum og vitneskju sem þeir búa yfir hafa eldri byggingar mesta aðdráttaraflið gagnvart ferðamönnum. Ég sjálf leita uppi gömul hús með sögu þegar ég er á ferð í erlendis. Svo eru þessar byggingar partur af sögu íslendinga, fólk lét líka svona gagnvart torfbæjunum og við eigum sorglega lítið af þeim, hugsaðu þér bara ef við hefðum rutt þeim öllum í burtu.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.1.2008 kl. 22:21

16 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

nei djók það varst ekki þú sem birtir mynd honum..það var Ásdís

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.1.2008 kl. 22:23

17 Smámynd: Ragnheiður

Talandi um það Krumma, hefurðu komið að Sænautaseli ? Það er hrein snilld að koma þar...

Hinsvegar þarf að laga Laugaveginn og koma þessum húsum í gott ástand (ég er ekki endilega þá að meina 4 og 6) Ég vinn sjálf með túristum og veit vel hvað þeim finnst um þessi hús. Oftast afar hrifinir af þeim

Ragnheiður , 9.1.2008 kl. 22:24

18 Smámynd: Ragnheiður

Anna hafi ég þinn félagsskap þarna þá tel ég mig vera í góðum málum

Ragnheiður , 9.1.2008 kl. 22:36

19 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Við erum í góðum málum..... tralla lala laaaaaa

Anna Einarsdóttir, 9.1.2008 kl. 22:51

20 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Kvitt og knús, sofðu rótt í fríinu þínu

Bjarndís Helena Mitchell, 9.1.2008 kl. 23:32

21 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

 verð því miður að játa að þangað hef ég ekki komið en húsband aftur á móti mörgum sinnum... hann sér um uppbyggingu á almennum ferðamannasvæðum á landinu. Ég ólst líka upp í miðbæ Reykjavíkur nánar tiltekið á Bókhlöðustíg, sælla minninga, innan um villiketti....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.1.2008 kl. 00:37

22 Smámynd: Ragnheiður

Aha..ég rétt ofan við næsta stíg, Amtmannsstíg...

Ragnheiður , 10.1.2008 kl. 00:40

23 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Erum við á svipuðum aldri? ég er 65 módel....kannski höfum við leikið okkur saman, það voru allir krakkar alltaf úti á kvöldin í allskonar leikjum...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.1.2008 kl. 00:56

24 identicon

Veit ekki alveg hvað mér finnst um þessi hús, en veit um margt sem væri hægt að nota peningana í ef til skaðabóta kemur.

Ha, er komið annað helvíti? Hef enga trú á að ég lendi í því gamla en ef það er komið nýtt fyrir kvenkynið þá veit ég ekki hvar ég lendi.

Til lukku með nýja pússlið, verst að það gengur ekki alveg að pússla upp í rúmi undir sæng.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 11:17

25 identicon

Ef þið viljið vita eitthvað meira um þetta nýja helvíti fyrir konur þá myndi ég bara spyrja einhverja af forsvarskonum femínistafélags Íslands. Þetta er víst staður þar sem allar "þægu"(skv, skilgreiningu femínstafélags íslands) stelpurnar fara.

Bjöggi (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 11:29

26 Smámynd: Ragnheiður

62 módel Krumma

Bjöggi, það er einmitt verkurinn, við erum ekki aaaalveg nógu þægar hérna

Ragnheiður , 10.1.2008 kl. 13:15

27 identicon

ah, þá hljótum við að fara í himmnaríkið, því ekki förum í gamla helvítið  og eftir þessu ekki í þetta nýja heldur

Kidda (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 13:48

28 identicon

Hei við höfum þá verið í Austurbæjarskólanum saman? Og prílað á listaverki MR. Og reykt á bakvið Bernhöftstorfuna ? Nei segi nú bara svona.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 16:08

29 Smámynd: Ragnheiður

Neibb Birna, í Þingholtsstræti var ég hjá ömmu, bjó annars í Laugarnesi

Ragnheiður , 10.1.2008 kl. 17:09

30 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Madeleine Albright sagði þessi orð um að til væri sérstakur staður í helvíti fyrir konur ... Hef bara aldrei þolað þessa setningu. Ég segi eins og Anna hérna fyrir ofan, ég ræð því bara sjálf hverja ég ætla að vera góð við, ekkert fj. hjarðeðli hér ... hehehehhe. Ætli Madeleine hafi átt við að konur ættu að standa saman gegn körlum? Ja, þá fær hún ekki margar konur í lið með sér. Út kom bók með þessu nafni, algjör snilldarbók en nafnið á henni pirraði mig mikið. Knús í bæinn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.1.2008 kl. 22:52

31 identicon

Hvernig gengur annars að pússla? 

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband