7 janúar 2008

Nú er ég endanlega búin að leysa fyrirsagnavalkvíðann...set bara dagsetningu efst.

Dagurinn ágætur, fór í búðir og við ákváðum að splæsa í nýjar sængur og ný ver, fórum með öll hin óhreinu í þvottahúsið ( já maður varð svo snobbaður allt í einu að ég læt sængurfatnaðinn í þvottahús)

Hundar skrugguhressir og Lappi hálfnaður með meðalaskammtinn sinn, steinhættur að vera haltur og allt. Löppin fæst samt ekki skoðuð með góðu, hann man þetta ennþá.

Bloggvinir búnir að hafa ofan af fyrir mér í kvöld. Jóna með færslu um feminista og ég er búin að lesa hvert komment hjá henni, maður verður að reyna að fræðast eitthvað Whistling

Milla mín með skemmtisögur og vísur af ráðvilltum og reikulum bændum

Í gær birti Annan mín mynd af mér síðan eftir jólBlushErrm

Og í kvöld hefur Jenný rembst við að reka starfsmennina sína semsagt þingmennina, þeir hafa amk enn ekki gegnt henni. Eru það nú starfsmenn W00t

Semsagt ég á flottustu bloggvini sem hægt er að eiga og býð hér með öllu liðinu góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús ljúfust.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 00:02

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú ert þá lítill gul-hvítur kettlingur inn við beinið. 

Anna Einarsdóttir, 8.1.2008 kl. 00:08

3 Smámynd: Bryndís

Góða nótt, sæta góða kona 

Bryndís, 8.1.2008 kl. 00:11

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú varst algjörlega á mörkunum með færsluna, hún datt inn oo.oo. Annars er þetta gott ráð hjá þér að nota bara dagsetninguna.  Sofðu vel undir öllu nýju nema hjásvæfunni. 

Ásdís Sigurðardóttir, 8.1.2008 kl. 00:22

5 Smámynd: Ragnheiður

hehe já maður verður nú að hafa smá spennu í lífinu...nær hún inn á réttum degi eeeeðððaaa........dadaradda...

Dettur ekki í hug að fá mér nýja hjásvæfu, þessi gamla bara hálfnotuð

Ragnheiður , 8.1.2008 kl. 00:31

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, ég er nú ekki búin að gefast upp á að hrista þetta lið til hlýðni.  Trúðu mér.

Sofðu rótt í nýju sængunum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.1.2008 kl. 00:32

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga , Ó may god! Veist þú hvað kostar að hreinsa tvær sængur,
fórum með tvær fyrir jólin, hundur veiktist,
7000.00. sko já, borgar sig að fara í rúmfó
og kaupa nýjar, eða ert þú kannski með æðardún, bara spurdi elskan,
varstu ekki að tala um snobb?
Ásdís míó míó maður sefur ekki undir hjásvæfunum, eða sko ekki ég.
Jenný er flott auðvitað gefst hún ekki upp, það veitir nú ekki af að hrista upp í sofandahættinum.
                              Knús á ykkur allar og góðan dag.
                                       Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.1.2008 kl. 08:47

8 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Vonandi sváfuð þið hjásvæfan vel í nótt undir nýju sængunum. Gott að Lappa er að batna meinið. Hafðu það gott í dag og knús frá mér.

Bjarndís Helena Mitchell, 8.1.2008 kl. 10:11

9 identicon

ummmmmmmmmmmmmm nýjar sængur og þvottahúsahrein rúmföt.Ég flyt til þín.Og obbalítill Nói-Síríus.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 12:07

10 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

Ég mæli bara ekkert með því að reyna að þvo sængurnar sjálfur. ég var næstum búin að kála minni þegar ég ákvað að þvo allar sængurnar hérna síðasta sumar. Nú fer ég bara með þær í hreinsun, það er örugglega aðeins ódýrara en ný þvottavél

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 8.1.2008 kl. 13:20

11 identicon

Sniðug ertu með fyrirsögnina hjá þér

Bryndís R (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 14:30

12 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Lestrarkvitt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.1.2008 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband