Fyrirsögn?

Ekki veit ég hvað ég á að hafa í fyrirsögn....en ég hafði hugsað mér að spá aðeins í hlutverk fórnarlamba í dag.

Fram til 27 ára aldurs upplifði ég mig sem mikið fórnarlamb..var ansi svartsýn og átti oft í mesta basli með sjálfa mig. Mér fannst ég glataðasta mannvera sem til var og þetta væri allt mér sjálfri að kenna fyrir að vera eins og ég er.

Á sínum tíma fór ég í kvennaathvarfið og varð alveg hissa. Þar fékk ég að vera til og ýmislegt sem ég hafði ekki skilið fékk merkingu. Þaðan fór ég í Stígamót og komst að því að afbrotamaðurinn var ekki ég. Hann var allt annar og á þeim tíma kominn fram fyrir sinn dómara, sem var ekki af þessum heimi.

Ég lærði margt en ekki alveg nóg. Síðasta leiðréttingin kom frá henni systur minni sem er eldklár. Hún skammaði mig og ég móðgaðist heilmikið. En ég fór að hugsa málið og komst að því að það var ekkert tilefni til að móðgast. Núna þegar hún les þetta þá sér hún að ég móðgaðist, það vissi hún auðvitað ekki fyrr en nú...en hey....það var fínt!

Allt hefur sinn tilgang og í öllu er falinn lærdómur. Fyrir mig hafa verið lögð ýmis próf. Ég hef kannski ekki brillerað neitt á þeim en þau hafa oftast valdið heilmikilli umhugsun. Umhugsun er góð, í henni er námið sjálft falið.

Ég er enn á námskeiði. Mér er farið að skiljast að þannig verður það alltaf, héðan í frá er nýtt að læra alla æfina.

Viðbrögðum mínum ræð ég sjálf en kjósi ég að læra ein og í friði þá mun ég koma því áleiðis. Hérna stjórnar enginn nema ég sjálf. Ég sjálf er mitt verkefni. Mér stjórnar enginn annar en ég,ég kem fram við aðra eins og ég vil að komið sé fram við mig.

Ýmislegt þarf að laga,margt er enn bilað. Versti hausverkurinn í upphafi þessa árs er að komast af stað, mannafælnin sem ég hef haft með mér í poka alla æfina er alltaf að þvælast fyrir mér. Ég þarf að hugsa mér einhverja tækni á það.

Ég vaknaði í morgun, las bréfmoggann og drakk kaffi með hjásvæfunni minni. Voða lúxus að hafa hann heima að morgni dags. Fór svo að skoða netmoggann. Þar blöstu við vondar fréttir. Mér finnst þetta ár ekki byrja vel.

Eins og ég fann ekki upphaf pistils þá virðist mér ekki takast að finna á honum hinn endann.....pifff....farin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Góð grein hjá þér, það er mikilvægt að vera ekki endalaust fornarlamb aðstaðna.  Auðvita getur maður valið hvort maður takist á við vandamálin með því að brotna saman og verða fórnarlamb eða sigrist á þeim eins og hetja. 

Maður hefur einmitt lesið bækur um hetjur sem virkilega taka líf sitt í sínar hendur þrátt fyrir að hafa verið þolendur af allskyns ofbeldi. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.1.2008 kl. 12:42

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta eru góðar pælingar sem ég er svolítið að glíma við sjálf af og til.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.1.2008 kl. 12:59

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður pistill hjá þér Ragga mín, þú ert á réttu brautinni. Vildi að ég gæti kennt þér á myrkrið, en ég hef trú á því að þú finnir þá leið sem hentar þér best. Hafðu það gott elskan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 13:02

4 identicon

Það er eins og þú sért að skrifa um mig.Ég er á einu stóru námskeiði líka.Stundum vont en oftast gott í dag.Góð færsla hjá þér.Það er eðlilegt að depurð og myrkur hellist yfir af og til.Það er stutt síðan Himmi kvaddi.Það bara batnar.Þannig er það hjá mér.Þeim hefur fækkað mikið dimmu dögunum hjá mér.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 13:59

5 identicon

Sæl , Ég þekki þig ekki neitt en finnst þú frábær og mér finnt þú vera í það minnsta komin með stútentspróf í verkefnum lífsins hvort sem þau hafa verið góð eða slæm. En þau verkefni sem fyrir okkur er lagt eru ekki endilega það sem manni langar síður en svo en það er víst ekki annað í boði að leysa þau hvort sem líkar betur eða verr. En ég sá þennan sálm í einhverri bók og ef ég er alveg að gefast upp þá fer ég með hann.

 Skín blíða ljós ég löngun enga hef , bara næsta skref .....

Já stundum er gott að taka bara einn dag í einu eða bara eina kukkustund í einu og maður á að leyfa sér það hvað sem aðrir tauta.  

Berglind ókunnug (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 14:24

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín þú finnur upphafið og endann til að tjá þig ,
þegar þú ert tilbúin, þetta er eins og hjá mér áðan
allt í einu opnaðist eitthvað og ég fór að segja frá.
Af hverju ættum við að líða fyrir það sem er ekki okkur að kenna?
Ragga þú vinnur vinnuna þína þú hugsar um heimilið,
hunda lubba krúsidúllurnar, Steina, börnin þín og barnabörn,
svo ég tali nú ekki um alla hina.
Þú stendur teinrétt.
Þú stendur þig vel.
Þess vegna getur þú hent elsku feimnispokanum
sem þú ert búin að drattast með í allt of mörg ár,
Veist þú ekki hvað þú ert frábær? ef ekki, þá segi ég þér það hér með og allir hinir líka.
Gakktu út í víðsýnið og brostu- það mun brosa á móti.

Reyndu ekki. Gerðu! eða gerðu ekki. það er ekkert til sem heitir að reyna.
                          ljós og orkukveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.1.2008 kl. 14:38

7 Smámynd: Dísa Dóra

já maður svo sannarlega velur hvort maður er fórnarlamb, þolandi eða sigurvegari.  Í mínum huga ertu og hefur lengi verið SIGURVEGARI og það álit mitt minnkar ekkert með tímanum

Dísa Dóra, 7.1.2008 kl. 16:21

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ef maður fær svona djúp sár, eins og þú, þá held ég að maður þurfi fyrst að láta þau gróa aðeins.  Eftir það, upplifir maður auðvitað af og til sorg en þess á milli gleði.... og sú gleði er dýpri og fyllri en áður.  M.ö.o. djúp sorg kennir manni að njóta gleðistunda mun innilegar.  Þetta er mín skoðun af fenginni reynslu.  Ég vona að þú finnir þetta líka með tímanum, mín kæra.  Svo máttu vita að þú ert gjörsamlega frábær mannvera. 

Anna Einarsdóttir, 7.1.2008 kl. 17:26

9 Smámynd: Brattur

... rosalega gaman að lesa textann sem þú skrifar, svo hreinn og beinn... og alltaf er ég að læra eitthvað eftir innlit á þessa síðu...

Brattur, 7.1.2008 kl. 23:11

10 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Ég tek undir öllum hér fyrir ofan. Hugsaði mjög svipað þegar ég las þetta. Knús frá mér.

Bjarndís Helena Mitchell, 7.1.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband