Ekki geðvond
6.1.2008 | 14:54
og það má undrum sæta. Hér hélt einn hinna friðsömu nágranna veislu. Lappi var lasinn og gubbaði. Þannig að nóttin fór svona...
Kona í rúmi, næstum sofnuð.......kvisssss....BANG! flugeldur
Kona ; andskotinn! Sneri sér á hina hliðina en komin með samvaxinn hund.
Kona í rúmi, næstum sofnuð........úgg úgg úgg hundaæla á gólfið
Kona; andskotinn! fram úr og sóttar hreingerningavörur....Lappi hundslegur
Kona í rúmi, næstum sofnuð.......bíll að spóla
Kona; andskotinn ! Snerist enn á einhverja aðra hlið
Kona í rúmi, næstum sofnuð.........fólk að kjafta og hlæja út á götunni
Kona ; andskotinn ! og snerist enn meira
Steinar kom heim í morgun. Hér steinsvaf allt, kona og tveir hundar. Á svefnherbergisgólfinu blasti við stór hundaæla.
Nú var að hefjast handboltalandsleikur í sjónvarpinu....en ég ætla að koma á framfæri áríðandi leiðréttingu. BJÖRN meiddi sig í tánni í gær, hann tekur við batnióskum hér á síðunni minni. (sjá athugasemd við færsluna Jóla hvað)
Athugasemdir
ÆÆ, finn innilega til með ykkur báðum og óska Birninum góðs bata í tánni. Vorkenni honum voðalega mikið
kidda, 6.1.2008 kl. 15:00
... eitt ráð hef ég handa þér þegar háfaði truflar svefn... farðu í apótek og kauptu sílíkon eyrnatappa... ég nota þá þegar ég fer í sund, en þeir hafa einnig komið sér vel þegar einhver læti eru í kringum mig þegar ég þarf minn svefn... bara fylla eyrun af þessu og maður sefur eins og lamb í túni... bataóskir til táarinnar og Björns líka...
Brattur, 6.1.2008 kl. 15:45
Svara þeim til baka? Morgunin eftir, þegar þau liggja (sennilega) í þynnkunni, að setja hundana út í garð, geltandi. Fara að vaska upp, með tilheyrandi hávaða. Spila einhverja and-þynnkulega músik svoldið hátt. Bjóða þeim gleðilegan dag, verandi alveg svakalega hress, næst þegar þú sérð þau. Halda barna-afmæli með ca. 50 stykkjum af krökkum, öll búin að stelast í appelsínið og súkkulaðikökuna, og eru orðin óð af sykri.
Ég sé slatta af möguleikum....
En... Gleðilegt nýtt ár :-)
Einar Indriðason, 6.1.2008 kl. 15:56
Gleðilegt ár Einar...hehe hef þessi ráð í pokahorninu.
Brattur sakir framleiðslugalla á umræddum eyrum (sjá myndir af Himma) þá er ansi erfitt að koma nokkrum verkfærum inn í þau...ja nema það eigi ekki að fjarlægja þau aftur.
Kidda mín, kveðja skilast til viðkomandi bjarndýrs.
Ragnheiður , 6.1.2008 kl. 16:11
Úff átti svona nótt um daginn.....er lengi að ná mér eftir slíkt, aldurinn skilurrrrðu
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.1.2008 kl. 16:30
Já það skil ég enda er ég þess fullviss að ég er eldri en þú Krumma mín
Ragnheiður , 6.1.2008 kl. 16:31
batakveðjur til allra.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 17:40
Sæl nafna,
Ég er ad reyna ad setja mig inn á bloggvinalistann hjá thér og thad er ekki ad virka. Held ad ég kunni bara ekkert á thetta Ætladi loksinns ad koma úr pokahorninu og byrja ad blogga og ekki bara ad fylgjast med og kveikja á kertum í laumi
kk. Ragnheidur E. alias Ragnheidur ókunnug alias neinars :)
neinars, 6.1.2008 kl. 18:11
Held að ég sé búin að leysa það, nú þarftu bara að samþykkja mig í þínu stjórnborði og þá á það að virka.
Gaman að fólki sem sleppur úr pokahorni á nýju ári
Ragnheiður , 6.1.2008 kl. 18:20
Batakveðjur til Lappa og Björns frá mér. Knús á þig
Bjarndís Helena Mitchell, 6.1.2008 kl. 18:37
Datt Steinar þá niður úr rjáfrinu og á tána hans Björns ?
Anna Einarsdóttir, 6.1.2008 kl. 20:15
Nei en honum tókst að skella stigaræksninu á tána á Birninum, þetta fór að mestu framhjá mér enda er Bjarndýrið hetja og rak ekki upp öskur.
Ragnheiður , 6.1.2008 kl. 20:17
Það er spurning hvort ekki borgi sig að fá lyftu í húsið ?
Anna Einarsdóttir, 6.1.2008 kl. 20:21
Það er sko spurning...eða bara að kallar gái hvar stiginn er að lenda og aðrir kallar átti sig á táslysahættu í kringum hina kallana
Ragnheiður , 6.1.2008 kl. 20:25
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.1.2008 kl. 20:30
Ef Björn stendur á höndum á meðan.... þá gerist þetta ekki.
Anna Einarsdóttir, 6.1.2008 kl. 20:34
Hahaha já veistu, nú vek ég hann og segi honum það...
Ragnheiður , 6.1.2008 kl. 21:04
Gleðilegt ár :)
Kveðja Inda
Inda (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 21:05
Úff.. ekki gaman að svona nóttum. Hundaæla... já þú segir nokkuð.. Jeremías ég gæti ekki sofið með samvaxinn hund á mér.
Ég segji bara knús og læt það duga í dag.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 21:12
Ekki geðvond enda engin ástæða til ... eða þannig
Jóna Á. Gísladóttir, 6.1.2008 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.