Jóla hvað ?

Sko..eins og það er gaman á jólunum þá er hið versta mál að koma þessu dótaríi aftur í kassana ! Hér hefur konan ekki verið mjög guðræknisleg í orðavali. Þó sýnu verst þegar hún tíndi saman jólatréð sjálft. Loksins þegar tókst að "girða niðrum" tréasnann og koma því sjálfu frá þá hrökk upp úr frúnni um leið og hún rétti húsbóndanum með jafnaðargeðið tréð ; hirtu etta helvíti !!  Hann náfölnaði og örugglega viss um að allir jólaandar munu ofsækja heimilið ; ekki segja þetta !. Mannræflinum varð svo um að hann tók ekki við trénu. Ég varð að leggja það kurteislega frá mér. Var búin að gera tilraun til að senda kallinn út í skúr eftir bensíni en hann með einhvern grun um að ég ætlaði að kveikja í trénu fór hvergi.

Við ákváðum að setja jóladótið á háaloftið. Stiginn þangað er hálfgert himpigimpi og síðast þegar kall fór upp á loft þá rann stiginn. Mér barst eymdarlegt neyðaróp og ég bjargaði stiganum undir kallinn aftur sem hékk þarna eins og drusla.Ég hló alls ekki neitt.  Minnugur þess þá leist honum ekki á háaloftið núna. Ég hjálpsöm eins og oftast bauðst til að grípa hann, þá hló hann svo mikið að hann var næstum farinn að skæla.

Annars set í hið hugaða Bjarndýr í að rétta kalli kassana á eftir.

Nú bíður mín fargins hrúga þar sem tréð stóð...æj þið vitið...draslið sem maður vefur um skrambans tréð...borðar og sería og gjörsamlega í flækju.

Ansi hef ég verið aftarlega þegar þolinmæðinni var úthlutað !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú hefur líklega troðið þér fremst í röðina þegar einlægninni var úthlutað !!

Ég sé Steinar fyrir mér hálfskælandi úr hlátri. 

Anna Einarsdóttir, 5.1.2008 kl. 18:22

2 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe já ég var stundum búin að troðast fremst en stundum alveg aftast. Hann er með alveg öfugt við mig. Hann hefur verið fremst td í þolinmæðinni enda situr hann núna, þessi elska, og kroppar í sundur það sem ég flækti hehe

Ragnheiður , 5.1.2008 kl. 18:23

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Fæ netta frestunaráráttu þegar þessi tími ársins rennur upp......NENNI ekki að taka niður skrautið...hvað þá tréð. Verð samt að gera það, hætta á að það verði sjúskað ef það fær að standa allt árið

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.1.2008 kl. 19:11

4 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Gleðilegt árið Ragga mín,þetta kemur allt með kalda vatninu.

Magnús Paul Korntop, 5.1.2008 kl. 20:03

5 identicon

Sumir eru víst farnir að henda jólatrjánum með öllu

Hefði viljað vera fluga á veggnum og sjá Steinar

Ég frestaði hins vegar að taka mitt niður

Kidda (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 20:39

6 Smámynd: Ragnheiður

Allt bú hérna...allt komið í kassa og upp á loft án nokkurs manntjóns

Ragnheiður , 5.1.2008 kl. 21:00

7 identicon

pff kjaftæði eg meiddist á tá

Björn (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 07:19

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Erá leiðinni í þetta dásamlega verkefni að taka niður jólin nánast as we spek.  Ég svo glöð og kát með það - NOT.

Baráttukveðjur í jólaniðurhalningunni og knús á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.1.2008 kl. 12:08

9 Smámynd: .

Heldur þú ekki bara að þú hafir verið fjarverandi þegar þolinmæðinni var úthlutað ....... svona miðað við lýsinguna......

., 6.1.2008 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband