Í dag

ætla ég að horfa á skaupið sem verður endursýnt, ég missti af því á gamlárskvöld. Ég var að aka í vinnuna þegar það var og ók alein frá Álftanesi til Reykjavíkur. Það var eins og það væri útgöngubann. Það var svolítið merkilegt. Palli einn í heiminum tilfinning.

Í dag ætla ég líka að byrja að pakka niður jólunum, þau eiga heima í kössum sem geymdir eru í geymslunni.

Lappi er að lagast í fætinum. Hann fékk með sér heim lyfjaskammt og Steinar réttir honum bara pillurnar og hann étur þær eins og ekkert sé. Það er engin matvendi til þar. Keli fær nammi á móti. Í fjarska heyrum við aðeins í flugeldum en Keli kippir sér ekki upp við það. Það er of langt í burtu til að hann nenni að pæla í því. Það er ágætt. Það er ekki gott að sitja mikið undir 30 kílóa hundhlunki.

Mér finnst sniðugt í stjórnboxinu núna að þar birtast nýjar færslur jafnóðum, þannig nær maður auðveldlega að lesa hjá öllum sínum bloggvinum. Ég þarf hinsvegar að taka mig aðeins á í að kvitta fyrir lesturinn.

Hann Himmi er fluttur, þessi hugsun er búin að væflast í hausnum á mér í marga marga daga. Það er mynd af honum hérna á skenk í stofunni. Við erum að horfast í augu öðruhvoru. Mér fannst hann segja við mig að hann væri núna mun nær mér en oft áður. Ég sat og horfði á myndina og reyndi að skilja. Það tók smástund en svo fattaði ég það. Hann er fluttur inn í hjartað mitt. Hann er bara þar. Mér hefur oft veist erfitt að sjá fyrir mér himnaríki og sé bara fyrir mér kalda gröfina hans og þá á mamma bágt. Þetta skánaði hinsvegar til mikilla muna þegar hann einhvernveginn kom þessu að. Ég held að hann viti meira um hvernig mér líður en ég sjálf.

Sko ef ég set margar færslur inn í dag þá er ég áreiðanlega að svíkjast um í jóladótinu. Vinsamlega sparkið þá í mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

engin orð bara smáhlý sending til þín krútta

Gott að vera búin að finna Himma í hjartanu

Guðrún Jóhannesdóttir, 5.1.2008 kl. 12:47

2 identicon

Snilld. Ég ætla líka að horfa á skaupið aftur.

Knús til þín

Bryndís R (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 13:32

3 identicon

Gott að þú hefur fundið út það sem Himmi er örugglega búinn að vera að reyna að segja þér

Er að spá í að taka þig mér til fyrirmyndar í dag, í það minnsta að byrja á að taka til svo ég geti byrjað að pakka niður jólunum

Kidda (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 13:33

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert svo falleg sál Ragga mín

Hrönn Sigurðardóttir, 5.1.2008 kl. 13:35

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert æði Ragga mín, en ég hlakka til að vita hvað þér finnst um skaupið, mér fannst það nefnilega aumt. Gott að Lappi er að ná sér.
Það er gott að þú sért búin að uppgötva hvað hann Himmi er að reina að segja þér, því nú getur þú auðveldlega talað við hann, eins og hvern annan, hann mun svara.
                                     Kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.1.2008 kl. 14:21

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég tek undir með Hrönn.... þú ert svo falleg sál.... ein sú fallegasta sem ég hef kynnst. 

Anna Einarsdóttir, 5.1.2008 kl. 14:35

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert best og hugrökkust.  Heilunin er að koma, Ragga mín, þetta með hjartað og Himma er óræk sönnun þess.

Hvenær er skaup?

Almátt, ætli ég sé búin að missa af því?

Smjúts á þigl

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.1.2008 kl. 15:57

8 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Vá hvað þú er falleg... fékk gæsahúð þegar þú talaðir um að Hilmar væri fluttur í hjarta þitt, þar á hann heima enginn staður er betri en mömmuhjarta

Kristín Snorradóttir, 5.1.2008 kl. 17:16

9 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Rétt er það mömmuhjarta er sko langbest og hlýast Ég horfði á skaupið að mestu leyti en ætla að horfa aftur á eftir  Enginn önnur færslan komin og greinilegt að þú ert ekki að svíkjast um í jóladótinu  Þú ert bestust Ragga mín  

Katrín Ósk Adamsdóttir, 5.1.2008 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband