Undnar tuskur og annar borðbúnaður

Þannig er þetta eiginlega þessa dagana. Það er alveg sama hvað ég sannfæri sjálfa mig um að ég sé nú svoddan kraftakelling þá á þetta til að læðast aftan að mér og berja mig fast í hausinn...frekar fast og nú rann það upp fyrir mér.

Ég hef komist að því að ég ber ekki nema sjálfa mig eins og er. Aðrir verða að kljást við sitt sjálfir. Úthaldið er minna en ekki neitt. Þetta mun þó örugglega lagast - það er ég viss um. Bara gefa mér smá frið og frí frá brasi og þrasi....

Kæru vinir, bestu þakkir fyrir hlýjar kveðjur bæði hérna í kommentum og í gestabókinni (sem ég gleymi oftast að kíkja í )

Nú hvíli ég mig.

Mér leiðist janúar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Maður hefur yfirleitt nóg með sjálfan sig ... svo maður reyni ekki að halda uppi öllum heiminum. Svo er líka mjög eðlilegt að erfiðir hlutir læðist aftan að manni þegar maður á sér einskis ills von. Það mun eflaust gerast eitthvað áfram ... góðir dagar, vondir dagar. Leyfðu þér bara að vera anti-hetja þegar þú þarft á því að halda. Ég held að það sé ávísun á sjúkdóma að bíta alltaf endalaust á jaxlinn og troða sorgum sínum enn innar ... Sendi þér innilegt knús, elsku stelpa.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.1.2008 kl. 10:06

2 Smámynd: kidda

Hvíldu þig mín kæra og náðu heilsunni í lag og úthaldinu. Jafnvel hörðustu kraftakjellingar þurfa hvíld af og til.

Knús og klús

kidda, 3.1.2008 kl. 12:25

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Þetta líður hjá, er bara tímabil. Janúar flýgur áfram, sjáðu bara til. Vonandi nærðu að hvílast vel. Knús

Bjarndís Helena Mitchell, 3.1.2008 kl. 12:50

4 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Ragga mín þú ert kraftakerling og hörkunaglin en þarft að leifa þér að fá hvíld og njóta þess að slappa af.

Janúar er ekki skemmtilegasti mánuðurinn en hann er samt upphaf að nýju ári og boðberi góðra stunda.

Kærleikur og knús

Kristín Snorradóttir, 3.1.2008 kl. 12:59

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi stundum er ágætt að horfast í augu við að maður þarf auðvitað að halda sér á floti, fyrst og fremst.  Annars dugar maður engum.  Safnaðu nú kröftum Ragga mín og áður en þú veist af verður kominn febrúar (ef það er hótinu betra, hehemm).

Smjúts

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.1.2008 kl. 13:00

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hvíldu þig sem þú framast getur, safnaðu kröftum og farðu vel með þig.....það er jú bara eitt eintak af þér og maður verður engum til gagns örþreyttur á líkama og sál.

Bestu kveðjur. 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.1.2008 kl. 13:58

7 identicon

Þú ert búin að vera svo dugleg, og klár, þú þarft bara aðeins að hvíla þig. Knús og klús til þín, og ég sendi þér ljós kraftakellingin mín. Vittu til þú verður orðin eldhress áður en þú veist af. Þú ert svo gefandi og sterkur einstaklingur.

Smjúts (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 15:13

8 Smámynd: Einar Indriðason

Sendi smá orku á þig.

Einar Indriðason, 3.1.2008 kl. 15:13

9 identicon

Sendi þér alla mína aukaorku Ragnheiður. Vona að þú náir að hvílast.

Anna S (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 15:42

10 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Bestu kveðjur. Janúar er afmælismánuðurinn minn. Mér leiðist hann ekki neitt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.1.2008 kl. 18:05

11 identicon

Janúar er að mínu mati sá mánuður sem gott er að hvíla sig og safna upp nýrri orku áður en hækkandi sólin fer að lokka mann út í meiri hreyfingu. Gott að taka lýsi á morgnana og drekka heitt kakó á kvöldin og fara snemma að sofa og smá saman kemur orkan aftur með hækkandi sól. Fyrst og fremst erum við mannleg.

Knús og kram.

Maddý (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 19:21

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hmmmm... ég er að reyna að skilja þig.... ætlar þú fá þér blund í dag eða ætlar þú að hvíla þig á blogginu ALLAN JANÚAR ?  (hérna átti að vera fýlukarl en hann neitar að koma.... er sennilega í fýlu einhvers staðar).  Ef þú meinar janúar, þá á ég eftir að sakna þín of mikið.  Er nokkuð möguleiki að ég geti borið þig ?  Ég hef tekið 87 kílóa mann og tölt með hann eftir ganginum.  Í öllu falli, sendi ég þér stóóóóórt knús og vona að þú ætlir bara að fá þér smá bjútíblund.... svona eins og ég fæ mér reglulega.  Hvað varðar janúarmánuð hinn leiðinlega;  "Hvernig væri að taka sig upp....þið fjölskyldan... og koma með mér og mínum í sumarbústað eftir tvær vikur, þ.e. aðra helgi"?  Viltu það mín kæra ?    Þá er eitthvað að hlakka til !

Tölvan mín er að stríða mér og hér er allur texti orðinn margfaldur og neitar að yfirgefa mig.... ég veit ekki hvort ég sendi ritgerð á þig þegar ég sendi..... en læt vaða eins og venjulega....

Anna Einarsdóttir, 3.1.2008 kl. 19:29

13 Smámynd: Ragnheiður

Anna mín ,ég er náttlega að vinna...hvíldin á að felast í að gera sem minnst og hugsa alls ekkert fyrr en í febrúar.

Ég bið ykkur afmælisbörn janúar afsökunar...ykkur má þykja október leiðinlegur á móti.

Ragnheiður , 3.1.2008 kl. 19:55

14 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Knús Ragga mín

Katrín Ósk Adamsdóttir, 3.1.2008 kl. 22:33

15 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hugsun er líka oft ofmetin, sé þig á þorranum ...

Steingrímur Helgason, 3.1.2008 kl. 22:56

16 identicon

Knús á þig fallega kona, þú gerir bara akkurat það sem þú villt. Ef þú þarft að hvíla þig þá bara geriru það.

Í vor verðuru svo farin að hlaupa um með Hilmar litla í kerru og allt verður gott aftur. Vittu til. Vorið græðir allt.

Knús á þig dúllan min.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 00:15

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín hvíldu þig eins og þú getur, vinna, borða, sofa, og aftur það sama dag eftir dag, alveg þangað til þú færð leið á því.
Er Lappi orðin betri? minn er ekki búin að jafna sig eftir gamlárskvöld,
víkur ekki frá okkur þessi dúlli.
                                  leti kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2008 kl. 09:34

18 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hvíldu þig elskan kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.1.2008 kl. 10:45

19 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Hvíldu þig bara og láttu tuskur og uppvask eiga sig. Heilsan skiptir öllu. Það koma altaf tímabil, þar sem maður er gjörsamlega uppgefinn og þá er eina ráðið að slappa af og láta aðra um stressið.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 4.1.2008 kl. 12:02

20 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst alltaf febrúar, leiðinlegri en Janúar, veit ekki afhverju.  EN elsku Ragga mín, hafðu þetta eins og þér finnst best, við munum auðvitað sakna þín, en við bíðum róleg og þú kemur sterk aftur með hækkandi sól.  Vona að lífið verði sæmilega þolanlegt.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2008 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband