Keli aftur lappalaus
2.1.2008 | 17:36
og umræddur Lappi hálfskakkur hérna núna.
Fórum með einn loðrass til læknis og í ljós kom að það grefur í þessum blessaða fæti. Hann fékk klóasnyrtingu og við þurfum að fylgjast með klónni sem er biluð og klippa hana jafnt og hún vex fram. Hann fékk verkjalyf og pensíllín í sprautum, það truflaði hann ekki. Hann var mun óþægari að láta skoða bilaða fótinn og hrundi úr hárum af stressi. Það mátti ekki á milli sjá fyrir rest hvor var loðnari, hann eða Steinar. Svo fékk hann pillur í poka og á að taka í rúma viku ......hann er ískyggilega rólegur hérna núna...held að það hafi aðeins svifið á hann.
Keli hinsvegar beið heima, Lappalaus og afar hneykslaður. Hann skældi við hurðina og skældi við Bjössa "bróður" sinn enda knúsaði hann mömmu svo fast þegar hún kom aftur að minnstu munaði að kellan lenti á gólfið.
Keli..kveðjan komst til skila, takk fyrir það
Athugasemdir
Æ, þú ert nú skondin. Mikið væri gaman að sjá hund í þessu ástandi. Kær kveðja til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2008 kl. 18:10
Æi elska litla það er svo erfitt þegar dýrin mans eiga bágt og aumingja keli.
Kristín Katla Árnadóttir, 2.1.2008 kl. 18:44
Æ ég vorkenni Kela þínum, þetta er ekki þægilegt fyrir þá,
og svo eiga þeir svo bágt.
Kveðjur til þín Ragga mín Steinars
Lappa og Kela
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.1.2008 kl. 20:27
Æi krúttin, knús til beggja frá mér og til sjálfrar þín í leiðinni
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.1.2008 kl. 21:43
æ tek undir með kötlu, það er erfitt þegar dýrin mans verða veik.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.1.2008 kl. 01:33
Gott að hann Lappi lappalausi fékk eitthvað við bágtinu. Og gott að Keli fékk þig heim á ný. Þegar manni er fagnað svona, þá hlýnar manni alltaf um hjartaræturnar. Þetta er eitt af því besta við að eiga hunda. Maður fær svo sannarlega að vita það að maður er elskaður og ómissandi. Knús og gleðilegt nýtt ár, takk fyrir allt á því gamla.
Bjarndís Helena Mitchell, 3.1.2008 kl. 01:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.