Keli lappalaus
28.12.2007 | 14:10
en það gerist alltaf einusinni á ári.
Málið er að Kelmundur er svo hræddur við flugelda (eins og mamma hans) að hann fer aukaferð til dýró til að fá róandi fyrir áramótin. Hann fékk klóaklippingu í leiðinni og er núna flottastur á klónum. Heyrist ekkert þegar hann kemur labbandi. Við upplifðum okkur smá asnalega þarna á biðstofunni, við með nærri 30 kílóa hundhlunk en allir aðrir með 2-5 kíló af sama dýri. Við erum líklega búin að leysa pössunarmálið fyrir áramótin.
Lappi fer ekki með í þessa áramótaferð til dýró og þess vegna var Keli Lappalaus í dag.
Athugasemdir
Æi greyj Keli
Mér er líka meinilla við flugeldana, vorum eitt gamlárskvöld á slysó fyrir 10 árum, þeir voru samt heppnir kallinn minn og yngri guttinn, náðum samt að vera komin heim fyrir miðnætti það árið, ekki gaman það kvöld Vona að þú og Kelmundur hafið það gott um nýárið
Kv. úr Mosóbæ
Bryndís, 28.12.2007 kl. 14:20
Elsku dýrin eiga svo erfitt á gamlárskvöld ég vona bara að þeir sem eiga dýr bassi vel um þau. Æi þau eru svo hrædd litlu skinnin ég vona þú Ragnheiður mín
og fjölskylda eigið góð áramót þess óska ég
Kristín Katla Árnadóttir, 28.12.2007 kl. 14:32
Ég gerði það ekki hehehe . Hann hét þetta þegar ég eignaðist hann og þetta passaði svo vel á hann...var sko bara gott á hann
Sorry mar...(vorkenni þér ekki baun samt )
Ragnheiður , 28.12.2007 kl. 14:43
Keli ræfillinn, er hann ekki farinn að finna þetta á sér.? Hún kisa mín er að fara að upplifa sín fyrstu áramót, hef grun um að hún feli sig inni í gluggalausa herberginu með loppur yfir eyrum. Kveðja á nesið.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.12.2007 kl. 14:51
Nei hann er sem betur fer svo sljór að hann fattar það ekki fyrr en hann heyrir fyrstu hvellina. Ég er að vona að ekki verði margir hér í götunni, það eru svo margir hvuttar hérna..nánast í hverju húsi og sumsstaðar tveir
Ragnheiður , 28.12.2007 kl. 15:21
Dýralæknir: "Get ég aðstoðað"?
Ragnheiður: "Hann Keli minn er lappalaus".
Dýralæknirinn horfir á hundinn....... horfir síðan á Ragnheiði..... klórar sér í hausnum....... ....... og er enn að klóra sér í hausnum.
(Svona sé ég dýralæknisheimsóknina fyrir mér)
Anna Einarsdóttir, 28.12.2007 kl. 16:20
Hehehe.. mínir hvuttar eru nú þegar farnir að skríða undir rúm og halda fyrir eyrun, þó eru þau bæði um eða yfir 30.kíló.
Ég skil þau vel, mér er meinilla við þessa flugelda, finnst þeir fallegir en vill ekki vera nálægt þeim.
Knús á þig.
Kristín Snorradóttir, 28.12.2007 kl. 16:24
Hehehe já Anna, einmitt svona og svo bað konan dýró um að snyrta klærnar á lappalausum Kela hehe.
Rosalega eru þínir klárir Kristín, eða hafa þeir heyrt hvelli ? Hér hefur ekki komið einn hvellur...þannig að hérna ríkir fáfræðin ein um hvað er í vændum.
Ragnheiður , 28.12.2007 kl. 16:33
Okkar fékk líka sínar klær snyrtar fyrir jólin, nú rennur hann ekki á parketinu eins og áður. Við Neró ætlum að leggjast saman í dvala
um áramótin, förum bara saman undir sæng setjum
Eyvöru á fullt þá heyrum við ekki eins í sprengjunum.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.12.2007 kl. 16:48
Í mosanum er byrjað að sprengja og mínir skelfingu lostnir greyin.
Kristín Snorradóttir, 28.12.2007 kl. 16:58
Vonadi hafið þið það sem best um áramótin. Já, þetta er dýrunum efritt. Þegar ég var lítil áttum við páfagauk sem faldi sig undir sófa á meðan skotið var.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.12.2007 kl. 16:59
Það þyrftu flerii róandi en blessuð dýrin. Mér stendur ekki á sama í öllum þessum látum og verð þeirri stund fegnust þegar þetta er afstaðið.
Knús.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.12.2007 kl. 17:03
Núna heyrðum við í fjarska daufar sprengingar, hér ruku upp tveir alveg hissa en ekki hræddir. Þeir hentust hér um allt að kíkja út og komu svo að skoða mömmu sína sem þóttist ekki heyra neitt óvenjulegt. Litu þá á hvorn annan og fóru aftur að sofa, fyrst mamma gáði ekki þá hlaut þetta að vera í lagi....hehe mamman með pókerfeisið
Ragnheiður , 28.12.2007 kl. 17:20
....... ætli pókerfeisið haldi á gamlárskvöld ? Þú lætur okkur vita hvort þeir halda áfram að trúa ekki sínum eigin eyrum.
Anna Einarsdóttir, 28.12.2007 kl. 19:02
Æ, hvað ég skil þetta ástand. Ég fór mína Tinnu upp að Stuðlum á Selfossi til að fá handa henni róandi fyrir áramótin og þrettándann. Í fyrra á gamlárskvöld hélt ég að hún myndi ekki lifa það af, en það voru hennar fyrstu áramót. Við fengum róandi fyrir þrettándann hins vegar. Það er verst hvað sprengt er stanslaust dagana á mílli og á eftir. Hún fékk hins vegar klóasnyrtinguna fyrir jólin svo það var ekkert "klikk-klakk" á parketinu um hátíðarnar. Blessuð dýrin eiga mörg alveg skelfilega erfitt þetta kvöld. Gangi þér vel Ragnheiður mín, með Kela þinn. Sjáum svo hvernig þeim vegnar. Kær kveðja. Silla
Sigurlaug B. Gröndal, 28.12.2007 kl. 19:03
Mér sýnist svona á veðurspánni að það verði ekki mikið um sprengingar um þessi áramót. Vona bara að þeir sem kaupa flugeldana kíki á veðurspánna áður en þeir kaupa, en treysti ekki á smá glufu í veðrinu. Hérna hjá mér er byrjað að sprengja og mín er ótrúlega róleg ennþá.
knús og klús
kidda, 29.12.2007 kl. 11:10
við eignuðumst 2 nýja hunda á árinu , en vona að þeir séu ekki hræddir við sprengingar, enda vanir skothvellum á veiðum...............en ef veðurspáin gengur eftir (sunnan 21 og rigning) þá verður lítið um flugelda hér
Svanhildur Karlsdóttir, 29.12.2007 kl. 13:20
Stúfur Stubbalings er með eyrun lárétt aftur og skríður undir öll borð sem ég er nálægt. Okkur líkar ekkert sérlega vel við allar þessar bombur. Svo er ekki eins og Gamlárskvöld sé látið duga. Hér er sprengt öll kvöld og fram á nótt!
Hrönn Sigurðardóttir, 29.12.2007 kl. 15:12
Kæra Ragnheiður takk fyrir falleg orð um pabba á blogginu hennar Grétu
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.12.2007 kl. 22:52
Þetta með klærnar, þá er nú nauðsynlegt að klippa þær annað slagið, rétt eins og við með neglurnar okkar, en gangi þér nú vel með hann yfir áramótin.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.