Maður ársins

2007 er að mínu áliti Þórdís Tinna Aðalsteinsdóttir. Með ekkert nema bjartsýni að vopni hefur hún barist opinskátt við lungnakrabba. Bloggið hennar lýsir baráttu hennar og ekki síst ást hennar á telpunni sinni Kolbrúnu Ragnheiði. Hún er hetjan mín.

 

 

 

Annars þykir mér útþynnti brandarinn með uppdiktaðar persónur hérna á Moggabloggi vera orðinn hálfbragðdaufur. Þetta hefur gerst á velflestum vefsvæðum, tröllin taka smátt og smátt yfir og hinum venjulega Jóni verður ekki vært fyrir vitleysunni. Kannski var þetta fyndið í 2-3 skipti en það er löngu komið nóg. Jóna skrifar ágæta færslu um þetta í dag (www.jonaa.blog.is)

 

Brátt gengur nýtt ár í garð. Mér líst verulega illa á ástandið í Pakistan nú þegar búið er að myrða Bhutto. Hún var að mínu áliti vonarstjarna. Við getum svo sem ekki setið hérna á okkar litla skeri og haldið að þetta muni ekki hafa áhrif hingað.

447954A


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þórdís Tinna fær mitt atkvæði. Ótrúleg hetja.

Og svo færð þú STÓRT knús fyrir að vera bara þú sjálf

Bryndís R (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 14:36

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég hef ekki verið á blogginu í nokkra daga og ég var að lesa færslunar þínar áðan. Mér fannst þetta gott með að maður ræður hvernig maður vinnur úr sorginni og að  þú hafir ætlað að eiga gleðileg jól. Þú talar um að þið hafið talað um Himma og minnst með gleði að þið áttuð hann. Þetta finnst mér óendanlega fallegt og þú er örugglega einstök.

Megi áramótin vera þér góð.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.12.2007 kl. 14:37

3 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég er sko sammála þessu Ragga mín  Þórdís Tinna án efa mikil baráttukona  Reyndar þú líka

Katrín Ósk Adamsdóttir, 27.12.2007 kl. 15:26

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ég er líka sammála með Þórdísi Tinnu hún á mikið hrós skilið þessi elska,mikill dugnaðarforkur hún er og baráttuviljinn hennar  er með alveg ólikindum og eins og Katrín seigir hér fyrir ofan mig,þú Ragnheiður á hrós skilið eftir erfitt ár kæra Ragga,ástarkveðja.linda 

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.12.2007 kl. 16:03

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þórdís Tinna fær líka mitt atkvæði.... ekki minnsti vafi á því.

Anna Einarsdóttir, 27.12.2007 kl. 17:29

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já Þórdís Tinna fær mitt atkvæði það er eingin spurning.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.12.2007 kl. 19:21

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú færð mitt atkvæði og ekki orð um það meir.

Sammála með þessar gervipersónur sem alltaf eru að skjóta upp kollinum, samt eru þær svona pc ekki sem verstar, heldur liðið sem kemur í athugasemdakerfin þeirra.

Algjörlega búin að fá nóg.

Knús og klem.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.12.2007 kl. 20:53

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þórdís  Tinna fær mitt atkvæði, hún er baráttukona mikil.
Sammála þessu með gervi fólk, hvað fær það  eiginlega út úr þessu ógeði.

                 ljós og knús þín Milla. 

                        
 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.12.2007 kl. 22:23

9 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Þórdís Tinna fær mitt atkvæði 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 27.12.2007 kl. 22:45

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst Þórdís Tinna og dóttir hennar hafa verið til algjörrar fyrirmyndar í dugnaði og æðruleysi.  Þær fá mitt atkvæði.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.12.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband