Jæja

held að allt sé orðið klárt. Á eftir að pakka inn gjöfunum en við Bjössi fórum áðan og kláruðum að kaupa....fyrst sat Steinar út í bíl og svo ég. Steinar sofnaði en mér leiddist að hanga og bíða. Ég náttlega heimsfræg fyrir þolinmæði.

Búin að setja saman matseðilinn

Hvítlauksristaður humar í forrétt

Hamborgarhryggur með brúnuðum kartöflum, waldorssalati og meðlæti

Ísterta í eftirrétt.

Haugur af malti og appelsíni en hér er ekki boðið upp á vín frekar en venjulega. Hér verða mest ungar manneskjur en þó verða hérna tveir litlir guttar. Það er sko fínt mál.

Í fyrra var enginn í jólamat enda ég að vinna í Rvk til 15.30 og átti þá eftir að skutlast heim, bjó í klukkutíma fjarlægð frá Rvk. Bý nær vinnunni núna og er líka í fríi á aðfangadag. Var með Hagkaups hamborgarhrygg í fyrra, þennan sem þarf ekki að sjóða. Kaupi hann ekki aftur í ár. Verst fannst mér að komast að því eftir jólin að Hilmar,Hjalti og Aníta voru bara heima hjá Hjalla með engan jólamat...Kjánarnir og mamma kjáni sem hélt að þau væru hjá mömmu hennar og Himminn í Grindavík. Svona fer þegar maður kynnir sér ekki málið ! Þetta reyndust síðustu jólin hans Hilmars míns...andsk..sem þessi tilhugsun kvelur í dag.

Gleðileg jól


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Ummmm. jólamaturinn kemur við bragðlaukana hjá manni  Ég hlustaði á konu á fundi á miðvikudaginn sem var frábær.

Hún talaði um að njóta og hafa spari alla daga ekki bara á jólum, fannst það flottur boðskapur.

Njóttu kona  alls þess sem þú átt og fallegu minningana um Hilmar þinn.

Það er svo dýrmætt.

Kærleikur og knús.

Kristín Snorradóttir, 21.12.2007 kl. 15:12

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Namminamm,

Hjá okkur,

Forréttur: Gæsabringur í berjasósu

Aðalréttur: Hamborgarhryggur með öllum fj....

Eftirréttur, heimatilfbúinn ís og tiramisjú

Ekki áfengi hér heldur.  Til hvers eiginlega, ég skil ekki jól og áfengi.

Knús

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.12.2007 kl. 15:16

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það dró ekki af því þegar mín tók sig til, sést best að það þarf ekkert stress, þetta kemur.  Æ, hvað ég skil þig með síðustu jól og Himma þinn, framvegis verður hann öll jól sem þú lifir hjá þér, í hjartanu.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 15:32

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottur matseðill, nú gafstu mér hugmynd hef bara notað Waldorf saladið við Kalkun, en auðvitað má nota hann líka við hamborgarahrygg, en svoleiðis verður hér líka.  Seturðu yfir hann brunfarin sykur og sinnep ? það er ógeðslega gott, þegar hann á eftir svona hálftíma í ofninum, þá tekur maður hann út aðeins, hrærir saman sinnepi, brúnum sykri og rjóma og smyr yfir hamborgarann, þetta er svo sett aftur inn í ofnin og sett á fullt. 

En þetta með Hilmar, elsku Ragnhildur mín, stundum verðum við að skilja að það er ekki hægt að fara til baka, þau hafa örugglega haft það gott, og þetta hafa verið sérstök jól hjá þeim.  Ef til vill treyst fjölskyldu og vinarbönd vegna aðstæðna.  Við getum ekki alltaf skilið tilganginn með af hverju hlutirnir eru svona eða hinsegin.  En ég er viss um að Hilmar er sorgmæddur ef hann finnur að þetta er þér erfitt.  Það besta sem þú gerir honum er; að vera glöð, senda honum kærleika þinn og tala til hans.  Jafnvel gantast við hann og ræða við hann eins og hann sé hjá þér, sem hann er örugglega.  Og ræða um hlutina eins og allt sé í lagi.  Það svínvirkar skal ég segja þér.  Hann vill bara að þú sért ánægð með allt og sérstaklega hann.  Þannig líður honum best.  Þetta er alveg hreina satt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2007 kl. 16:08

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

RAGNHEIÐUR átti þetta að vera

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2007 kl. 16:09

6 Smámynd: kidda

hm, matseðilinn kominn og gjafirnar komnar.  Gott mál

EEEEn hvernig er heilsan, er hún orðin það góð að þú þurfir ekki að hitta doktor? Ertu nokkuð að þrjóskast

Knús og klús

kidda, 21.12.2007 kl. 16:25

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég fæ vatn i munninn að lesa þetta.

Þetta með síðustu jólin hans Himma. Þú gast ekkert af því gert. Ég er svo hamingjusöm að eiga mynd af Lilju á síðustu jólum hennar. Hún var svo falleg. Megi guð vera með þér og þínum á jólaunum Ragga min og megi þetta skarð ekki vera of sárt. Hilmar fylgist með. Það er ég viss um. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.12.2007 kl. 20:12

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta verða örugglega tregablandin jól en reyndu samt eins og þú getur að njóta.... njóta þess sem þú hefur og þakka fyrir það sem þú hafðir.  Ég veit þó að það er hægara sagt en gert.... en reyndu. 

Heyrðu, hér er ég slefandi yfir hvítlauksristuðum humar... er hægt að kenna manni í fljótheitum að malla það ?  Ég er flink að elda ýmislegt en þetta kann ég ekki.

Anna Einarsdóttir, 21.12.2007 kl. 23:24

9 identicon

Elsku kellan min, ég held að ég mæti bara með famelínuna í mat til þín.   Hér verður frumraun bóndans í eldamennskunni á aðfangadag, og ég krossa allt sem hægt er að krossa. Hann ætlar að reyna allavega þessi elska. Ég virði hann fyrir það. 

Vona að þú sért nú að hressast, las færsluna þína um að þú hefðir veikst skyndilega. Þú verður nú að fara vel með þig kona. Þú átt það nú inni eftir allt sem á undan er gengið.

Bestu kveðjur til þín.

Kærleiksknús.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 23:59

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gleðileg jól elsku bloggvinkona, hafðu það sem allra best

Gif santa claus Images

Huld S. Ringsted, 22.12.2007 kl. 12:25

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðileg Jól elsku Ragnheiður mín og hafðu það gott um jólin

Kristín Katla Árnadóttir, 22.12.2007 kl. 13:21

12 Smámynd: Benna

Langaði bara að kasta kveðju til þín Ragnheiður mín, ég skrifaði smá kveðju til þín á blogginu vona að það sé í lagi sæta...

Benna, 22.12.2007 kl. 15:17

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gif santa claus Images

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.12.2007 kl. 20:20

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mikið er þetta girnilegur matseðill. Hér verður kalkúnn með öllu tilheyrandi. Hamborgarhryggurinn á gamlárskvöld.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.12.2007 kl. 23:28

15 identicon

Gleðileg jól Ragnheiður mín , og farðu vel með þig bæði á sál og líkama.

Njóttu líðandi stundar, og elskaðu minningu liðinna stunda.

Guð gefi að þú eigir góð jól með fjölskyldunni þinni.

Gunna (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband