Munaði mjóu

og svo sem ekki útséð með það enn.

Öfugt við það sem ég vildi þá fárveiktist ég í nótt og er gjörsamlega frá. Það munaði minnstu að kallinn brunaði með mig á spítala en ég trú minni læknafóbíu neitaði að fara. Núna er heilsan samt þannig að ég er að velta fyrir mér að líta við hjá lækni.

Skrapp í FJARÐARKAUP áðan, á riðandi fótum. Þjónustan þar er úrvals. Frábærar í kjötborðinu og afgreiða mann þannig að manni finnst maður vera eðalkúnni þarna. Svona eiga þær að vera, að maður fari glaðari út en maður kom inn.

Hef ekki heilsu í meir...

Heyri í ykkur seinna..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Æjæ elsku Ragnheiður.  Þú ferð ekkert eftir því sem ég segi að láta þér batna.  Ég tuða þá bara aðeins í þér.... LÁTTU ÞÉR BATNA. 

Anna Einarsdóttir, 20.12.2007 kl. 17:26

2 Smámynd: .

Reyndu að fara almennilega með þig kona , það er ekki til nema eitt eintak af þér og varahlutir eru oft ekki fáanlegir eða passa ekki.... ergo...... passaðu þig vel, okkur þykir svo vænt um þig........

., 20.12.2007 kl. 18:00

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Til eru alveg ROSALEGA sætir og góðir læknar ... held ég bara lang, langflestir, svei mér þá! Þeir urra yfirleitt ekki eða bíta, sprauta kannski smá og það er ekkert svo vont. Farðu vel með þig, elskan mín ... segir ein í frjálsu falli! Knús af Skaganum.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.12.2007 kl. 19:15

4 Smámynd: Bryndís

talaðu við lækni Ragga mín, maður er bara komin með hellingsáhyggjur  

Knús úr Mosó

Bryndís, 20.12.2007 kl. 19:22

5 Smámynd: Söngfuglinn

Koma nú kjelling.  Bara drífa sig til doktorenn. Tek undir með Gurrý. Til sko alveg haugur af flottum læknum.  Þú verður náttla að vera komin í lag á jólunum.

Söngfuglinn, 20.12.2007 kl. 19:43

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já í guðanna bænum talaðu við lækni batakveðjur til þín elskan.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.12.2007 kl. 20:21

7 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Drífðu þig til læknis. Ég þrjóskaðist við í vor og var veik meira og minna í þrjá mánuði. Annars er sætasti læknir landsins hérna í eyjum.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 20.12.2007 kl. 20:32

8 identicon

Veistu, það borgar sig oft að leita til læknis, nennir þú að vera lasin yfir hátíðirnar ? úffff,,, örugglega ekki. En það er rétt hjá þér með Fjarðarkaup, þær eru allar yndislegar, mikill munur að versla þar og í Bónus þar sem krakkar eru.

Viltu láta þér batna kona góð og Gleðileg jól dúlla  á þig.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 20:54

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Vonandi fer þér að batna, svo þú getir notið jólanna. Farðu endilega til læknis.

Æ, en svo ég sé dálítið neikvætt-jákvæð þá kætist ég þessa dagana í hvert sinn sem ég heyri um lasleika annarra, því sjálf er ég búin að vera slöpp, og pabbi líka; - svona fréttir staðfesta flensugrunsemdir. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.12.2007 kl. 21:03

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín til læknis með þig, ég er nú ekkert hlynnt því að fólk fari til læknis, en stundum verður maður

bara að fara til þeirra og ég held að það sé kominn

tími á það hjá þér. Snúllan mín þú verður að hugsa um sjálfan þig, svo þú getir hugsað um alla þá sem þú elskar, þau þarfnast þin, sér í lagi á jólunum.

Kærleiks og orkukveðjur litla stelpan mín,

Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.12.2007 kl. 21:09

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Láttu batna og ekki þvælast of mikið.  Smjúts

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.12.2007 kl. 21:09

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ragnheiður það er mjög eðlilegt að fólk sem hefur orðið fyrir mikilli sorg eða áfalli öðru veikist hastarlegar og verr en þeir sem eru í jafnvægi.  Þess vegna elskuleg, skaltu bara taka þessu rólega, og reyna að slaka á.  Ekki taka of mikið inn á þig annað fólk, það er einmitt það sem þú hefur gert, sem er allrar virðingar vert, en tekur meira frá þér en þú ræður við.  Lokaðu þig aðeins af, fyrir sjálfa þig, og láttu aðra um sína baráttu.  Þetta er ekki illa meint, heldur bara ráðlegginar frá kerlingu sem þekkir margt ansi vel, sérstaklega í tilfinningamálum.  Þú þarft fyrst og fremst að hlú að sjálfri þér, og þínu lífi.  Hitt bjargast án þín í stórum dráttum elskuleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2007 kl. 22:12

13 identicon

Farðu nú vel með þig Ragga mín

Bryndís R (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 22:18

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Ragga mín. Ónæmiskerfið er örugglega hrunið eftir áfallið, þá verða saklausar flensur að miklum og erfiðum veikindum, lenti í því þegar ég missti manninn minn að fá flensu og lá í móki í 8 daga og var lengi að ná mér. Þú verður að hugsa um sjálfa þig eins og Ásthildur segir líka, þú verður að fá tíma bara fyrir þig og sálina þína. Vonandi getum við gert eitthvað fyrir þig. FARÐU VEL MEÐ ÞIG.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.12.2007 kl. 22:28

15 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Rosa stórar batakveðjur, þú ert eðalkúnni enda eðal kona.

knús

Kristín Snorradóttir, 20.12.2007 kl. 22:32

16 Smámynd: Steingrímur Helgason

Jamm, tek undir með framangreindum, ekki lesa þetta bloggerí, heldur kúra undir sæng & endurnýja kraftana í rólegheitum.

Steingrímur Helgason, 20.12.2007 kl. 22:40

17 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Segi eins og Ásthildur og Ásdís, hlúðu að sjálfri þér e´skan og þú ættir eindregið að hitta lækni, bestu kveðjur

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.12.2007 kl. 02:16

18 Smámynd: kidda

Hlýddu núna kona og farðu vel með þig.

Batakveðjur

Knús og klús

kidda, 21.12.2007 kl. 08:43

19 Smámynd: Ragnheiður

Björninn: sit hérna þennann morguninn að bíða eftir að gamla vakni svo ég geti personulega dregið hana til læknis undir fölskum forsemdum að við séum að fara kaupa eithverjar jólagjafir hehe
verð að koma henni i stand svo ég fái nú jólamatinn góða

Ragnheiður , 21.12.2007 kl. 09:23

20 Smámynd: kidda

Ah, Björninn hinn góði, líst vel á þig strákur. Notaðu öll tiltæk ráð, láttu hana vita að hún verði að koma sér til heilsu fyrir ykkur og okkur. Ef þú þarft að færa hana til læknis í böndum láttu okkur bara vita. Við erum örugglega mörg sem erum til í að koma og hjálpa þér

kidda, 21.12.2007 kl. 10:31

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já áfram Björn gott hjá þér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2007 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband